Hildur er nýr formaður Almannaheilla Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2025 21:54 Tómas Torfason, fráfarandi formaður Almannaheilla og Hildur Tryggvadóttir Flóvens, nýr formaður samtakanna. Hildur Tryggvadóttir Flóvens var kjörin formaður Almannaheilla – samtaka þriðja geirans, á aðalfundi félagsins í gær og tekur við keflinu af Tómasi Torfasyni, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, sem hefur staðið í stefninu síðastliðin tvö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur fram að Hildur hafi ekki getað verið viðstödd aðalfundinn en hafi sent frá sér rafræna kveðju. „lmannaheill, sem regnhlíf almannaheillafélaga á Íslandi, gegnir mikilvægu hlutverki í því að tala fyrir sameiginlegum málefnum og þeim áskorunum sem aðildarfélög þeirra standa frammi fyrir. Mig langar til að taka þátt í því starfi, takast á við áskoranirnar og lyfta þriðja geiranum á Íslandi enn frekar upp og efla,“ sagði hún. Hildur er með meistaragráðu í stjórnun og rekstri félagasamtaka frá Heidelberg-háskóla í Þýskalandi. Hún var lengi í Rauða krossinum, var um tíma framkvæmdastjóri LUF, er stofnandi FÁSES og sat þar í fjölda ára í stjórn og er nú í Kvenréttindafélagi Íslands, sem er eitt aðildarfélaga Almannaheilla. Ráðherra styður endurgreiðslu Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, var gestur aðalfundarins og flutti ávarp við setningu hans. Hún velti upp hlutverkum almannaheillafélaga og hvatti forsvarsfólk þeirra til aukins samstarfs. „Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki alla þessa hugsjón og góða vilja sem fylgir því að vilja taka utan um samfélagið okkar, unga sem aldna. Það eru 586 almannaheillafélög skráð á Íslandi. Máttur þessara félaga er mjög mikill. Í mínum huga eru almannaheillafélög ekki aðeins viðbragðsaðilar heldur líka frumkvöðlar, sem ryðja gjarnan brautina fyrir hið opinbera og önnur kerfi,“ sagði Inga. Inga Sæland á aðalfundi Almannaheilla. Ráðherrann tók undir með áskorun stjórnar Almannaheilla, að styðja betur við endurgreiðslu virðisaukaskatts til handa félögum á almannaheillaskrá. „Reksturinn er víða þungur og þeim mun ástæða fyrir því að leitast eftir því að auka samstarf félaganna og að stjórnvöld stígi inn í,“ sagði Inga. Fulltrúar á aðalfundinum ályktuðu undir lok hans, að benda stjórnvöldum á að bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt muni renna út um næstu áramót. Skoraði fundurinn á Alþingi að framlengja ákvæðið í að minnsta kosti fimm ár. Félagasamtök Tímamót Vistaskipti Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur fram að Hildur hafi ekki getað verið viðstödd aðalfundinn en hafi sent frá sér rafræna kveðju. „lmannaheill, sem regnhlíf almannaheillafélaga á Íslandi, gegnir mikilvægu hlutverki í því að tala fyrir sameiginlegum málefnum og þeim áskorunum sem aðildarfélög þeirra standa frammi fyrir. Mig langar til að taka þátt í því starfi, takast á við áskoranirnar og lyfta þriðja geiranum á Íslandi enn frekar upp og efla,“ sagði hún. Hildur er með meistaragráðu í stjórnun og rekstri félagasamtaka frá Heidelberg-háskóla í Þýskalandi. Hún var lengi í Rauða krossinum, var um tíma framkvæmdastjóri LUF, er stofnandi FÁSES og sat þar í fjölda ára í stjórn og er nú í Kvenréttindafélagi Íslands, sem er eitt aðildarfélaga Almannaheilla. Ráðherra styður endurgreiðslu Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, var gestur aðalfundarins og flutti ávarp við setningu hans. Hún velti upp hlutverkum almannaheillafélaga og hvatti forsvarsfólk þeirra til aukins samstarfs. „Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki alla þessa hugsjón og góða vilja sem fylgir því að vilja taka utan um samfélagið okkar, unga sem aldna. Það eru 586 almannaheillafélög skráð á Íslandi. Máttur þessara félaga er mjög mikill. Í mínum huga eru almannaheillafélög ekki aðeins viðbragðsaðilar heldur líka frumkvöðlar, sem ryðja gjarnan brautina fyrir hið opinbera og önnur kerfi,“ sagði Inga. Inga Sæland á aðalfundi Almannaheilla. Ráðherrann tók undir með áskorun stjórnar Almannaheilla, að styðja betur við endurgreiðslu virðisaukaskatts til handa félögum á almannaheillaskrá. „Reksturinn er víða þungur og þeim mun ástæða fyrir því að leitast eftir því að auka samstarf félaganna og að stjórnvöld stígi inn í,“ sagði Inga. Fulltrúar á aðalfundinum ályktuðu undir lok hans, að benda stjórnvöldum á að bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt muni renna út um næstu áramót. Skoraði fundurinn á Alþingi að framlengja ákvæðið í að minnsta kosti fimm ár.
Félagasamtök Tímamót Vistaskipti Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira