Héldu fjörugt mót í Vík til styrktar ekkju Pálma Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 15:17 Vinir og félagar Pálma Kristjánssonar minntust hans á vellinum og við leiði hans í Mýrdalnum um helgina. Mynd/Sævar Jónasson Það var mikið fjör í Vík í Mýrdal um Hvítasunnuhelgina þar sem fjöldi manns kom saman og keppti í fjórum íþróttagreinum, á sérstakri íþróttahátíð til minningar um Pálma Kristjánsson. Pálmi lést í vinnuslysi þann 28. febrúar síðastliðinn og lét eftir sig sambýliskonu og tvö börn. Allur ágóði skráningargjalda af hátíðinni um helgina rann óskiptur til þeirra. Á hátíðinni, sem kallast Pálminn, var keppt í badminton, fótbolta, körfubolta og golfi auk þess sem að samkvæmt dagskrárlýsingu var boðið upp á spilakvöld, rafhjólatúr, varðeld og 60 metra nektarsprett, og ljóst að Pálma hefur verið minnst með gleðilegum hætti. Mótsgestir kepptu til að mynda í golfi í fallega umhverfinu í Vík.Mynd/Sævar Jónasson Einn af þeim sem nutu þess að koma saman í Vík um helgina var körfuboltamaðurinn Justin Shouse sem einmitt hóf sinn magnaða feril hér á landi með liði Drangs í Mýrdalnum. Þar léku þeir Pálmi saman eins og Shouse rifjar upp í færslu á Facebook. „Þetta var ótrúlegur viðburður, íþróttahátíð til að fagna lífi og keppnisanda Pálma Kristjánssonar, fyrrverandi liðsfélaga og frábærrar manneskju sem lést í hörmulegu slysi 41 árs að aldri fyrr á þessu ári,“ skrifar Shouse. „Við spiluðum saman fyrir Drang í Vík í Mýrdal tímabilið 2005/06. Það eru liðin 20 ár síðan þá, ótrúlegt hvað tíminn líður og ótrúlegt að sjá þetta samfélag koma saman til að minnast Pálma og stunda uppáhaldsíþróttir hans. Pálmi ólst upp í Vík og hélt áfram að vera óaðskiljanlegur hluti af bænum öll þessi ár. Þegar ég hitti hann var hann 21 árs og hafði nýlega stofnað fótboltalið fyrir sig og vini sína í bænum. G & T var lið sem byggðist á vináttu, keppni, liðsanda og auðvitað kannski gin og tónik eftir leik,“ skrifar Shouse og heldur áfram. Justin Shouse rifjaði upp gamla takta í Vík en sagðist alveg finna fyrir afleiðingunum af því að hafa ekki spilað körfubolta í sex ár.mynd/Sævar Jónasson „Pálmi var meira leikmaður en körfuboltamaður hvað varðar færni en hann spilaði með keppnisanda sem bætti upp fyrir það. Hann var byrjunarmaður sem skotbakvörður okkar í liðinu, varnarhæfileikar hans, liðsandinn og vilji til að vinna héldu okkur í úrslitakeppnissæti í 1. deildinni langt fram á tímabilið. Við völdum að spila Pálma meira og losa okkur við einn af atvinnumönnum okkar vegna þess að vilji Pálma til að vinna fyrir samfélagið og jákvæðni hans var óumdeilanleg... Við elskuðum að keppa fyrir þetta litla samfélag þar sem menn fylltu íþróttahúsið og börðu á veggina á meðan gestaliðið skaut vítaskot. Pálminn er hátíð íþrótta og gleði til minningar um Pálma,“ skrifar Shouse, greinilega annt um að hafa getað minnst Pálma með þessum hætti þó að hann gangi núna um „eins og Frankenstein“ eftir sinn fyrsta körfuboltaleik í næstum sex ár. Andlát Fótbolti Körfubolti Golf Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Pálmi lést í vinnuslysi þann 28. febrúar síðastliðinn og lét eftir sig sambýliskonu og tvö börn. Allur ágóði skráningargjalda af hátíðinni um helgina rann óskiptur til þeirra. Á hátíðinni, sem kallast Pálminn, var keppt í badminton, fótbolta, körfubolta og golfi auk þess sem að samkvæmt dagskrárlýsingu var boðið upp á spilakvöld, rafhjólatúr, varðeld og 60 metra nektarsprett, og ljóst að Pálma hefur verið minnst með gleðilegum hætti. Mótsgestir kepptu til að mynda í golfi í fallega umhverfinu í Vík.Mynd/Sævar Jónasson Einn af þeim sem nutu þess að koma saman í Vík um helgina var körfuboltamaðurinn Justin Shouse sem einmitt hóf sinn magnaða feril hér á landi með liði Drangs í Mýrdalnum. Þar léku þeir Pálmi saman eins og Shouse rifjar upp í færslu á Facebook. „Þetta var ótrúlegur viðburður, íþróttahátíð til að fagna lífi og keppnisanda Pálma Kristjánssonar, fyrrverandi liðsfélaga og frábærrar manneskju sem lést í hörmulegu slysi 41 árs að aldri fyrr á þessu ári,“ skrifar Shouse. „Við spiluðum saman fyrir Drang í Vík í Mýrdal tímabilið 2005/06. Það eru liðin 20 ár síðan þá, ótrúlegt hvað tíminn líður og ótrúlegt að sjá þetta samfélag koma saman til að minnast Pálma og stunda uppáhaldsíþróttir hans. Pálmi ólst upp í Vík og hélt áfram að vera óaðskiljanlegur hluti af bænum öll þessi ár. Þegar ég hitti hann var hann 21 árs og hafði nýlega stofnað fótboltalið fyrir sig og vini sína í bænum. G & T var lið sem byggðist á vináttu, keppni, liðsanda og auðvitað kannski gin og tónik eftir leik,“ skrifar Shouse og heldur áfram. Justin Shouse rifjaði upp gamla takta í Vík en sagðist alveg finna fyrir afleiðingunum af því að hafa ekki spilað körfubolta í sex ár.mynd/Sævar Jónasson „Pálmi var meira leikmaður en körfuboltamaður hvað varðar færni en hann spilaði með keppnisanda sem bætti upp fyrir það. Hann var byrjunarmaður sem skotbakvörður okkar í liðinu, varnarhæfileikar hans, liðsandinn og vilji til að vinna héldu okkur í úrslitakeppnissæti í 1. deildinni langt fram á tímabilið. Við völdum að spila Pálma meira og losa okkur við einn af atvinnumönnum okkar vegna þess að vilji Pálma til að vinna fyrir samfélagið og jákvæðni hans var óumdeilanleg... Við elskuðum að keppa fyrir þetta litla samfélag þar sem menn fylltu íþróttahúsið og börðu á veggina á meðan gestaliðið skaut vítaskot. Pálminn er hátíð íþrótta og gleði til minningar um Pálma,“ skrifar Shouse, greinilega annt um að hafa getað minnst Pálma með þessum hætti þó að hann gangi núna um „eins og Frankenstein“ eftir sinn fyrsta körfuboltaleik í næstum sex ár.
Andlát Fótbolti Körfubolti Golf Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira