Héldu fjörugt mót í Vík til styrktar ekkju Pálma Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 15:17 Vinir og félagar Pálma Kristjánssonar minntust hans á vellinum og við leiði hans í Mýrdalnum um helgina. Mynd/Sævar Jónasson Það var mikið fjör í Vík í Mýrdal um Hvítasunnuhelgina þar sem fjöldi manns kom saman og keppti í fjórum íþróttagreinum, á sérstakri íþróttahátíð til minningar um Pálma Kristjánsson. Pálmi lést í vinnuslysi þann 28. febrúar síðastliðinn og lét eftir sig sambýliskonu og tvö börn. Allur ágóði skráningargjalda af hátíðinni um helgina rann óskiptur til þeirra. Á hátíðinni, sem kallast Pálminn, var keppt í badminton, fótbolta, körfubolta og golfi auk þess sem að samkvæmt dagskrárlýsingu var boðið upp á spilakvöld, rafhjólatúr, varðeld og 60 metra nektarsprett, og ljóst að Pálma hefur verið minnst með gleðilegum hætti. Mótsgestir kepptu til að mynda í golfi í fallega umhverfinu í Vík.Mynd/Sævar Jónasson Einn af þeim sem nutu þess að koma saman í Vík um helgina var körfuboltamaðurinn Justin Shouse sem einmitt hóf sinn magnaða feril hér á landi með liði Drangs í Mýrdalnum. Þar léku þeir Pálmi saman eins og Shouse rifjar upp í færslu á Facebook. „Þetta var ótrúlegur viðburður, íþróttahátíð til að fagna lífi og keppnisanda Pálma Kristjánssonar, fyrrverandi liðsfélaga og frábærrar manneskju sem lést í hörmulegu slysi 41 árs að aldri fyrr á þessu ári,“ skrifar Shouse. „Við spiluðum saman fyrir Drang í Vík í Mýrdal tímabilið 2005/06. Það eru liðin 20 ár síðan þá, ótrúlegt hvað tíminn líður og ótrúlegt að sjá þetta samfélag koma saman til að minnast Pálma og stunda uppáhaldsíþróttir hans. Pálmi ólst upp í Vík og hélt áfram að vera óaðskiljanlegur hluti af bænum öll þessi ár. Þegar ég hitti hann var hann 21 árs og hafði nýlega stofnað fótboltalið fyrir sig og vini sína í bænum. G & T var lið sem byggðist á vináttu, keppni, liðsanda og auðvitað kannski gin og tónik eftir leik,“ skrifar Shouse og heldur áfram. Justin Shouse rifjaði upp gamla takta í Vík en sagðist alveg finna fyrir afleiðingunum af því að hafa ekki spilað körfubolta í sex ár.mynd/Sævar Jónasson „Pálmi var meira leikmaður en körfuboltamaður hvað varðar færni en hann spilaði með keppnisanda sem bætti upp fyrir það. Hann var byrjunarmaður sem skotbakvörður okkar í liðinu, varnarhæfileikar hans, liðsandinn og vilji til að vinna héldu okkur í úrslitakeppnissæti í 1. deildinni langt fram á tímabilið. Við völdum að spila Pálma meira og losa okkur við einn af atvinnumönnum okkar vegna þess að vilji Pálma til að vinna fyrir samfélagið og jákvæðni hans var óumdeilanleg... Við elskuðum að keppa fyrir þetta litla samfélag þar sem menn fylltu íþróttahúsið og börðu á veggina á meðan gestaliðið skaut vítaskot. Pálminn er hátíð íþrótta og gleði til minningar um Pálma,“ skrifar Shouse, greinilega annt um að hafa getað minnst Pálma með þessum hætti þó að hann gangi núna um „eins og Frankenstein“ eftir sinn fyrsta körfuboltaleik í næstum sex ár. Andlát Fótbolti Körfubolti Golf Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum Sjá meira
Pálmi lést í vinnuslysi þann 28. febrúar síðastliðinn og lét eftir sig sambýliskonu og tvö börn. Allur ágóði skráningargjalda af hátíðinni um helgina rann óskiptur til þeirra. Á hátíðinni, sem kallast Pálminn, var keppt í badminton, fótbolta, körfubolta og golfi auk þess sem að samkvæmt dagskrárlýsingu var boðið upp á spilakvöld, rafhjólatúr, varðeld og 60 metra nektarsprett, og ljóst að Pálma hefur verið minnst með gleðilegum hætti. Mótsgestir kepptu til að mynda í golfi í fallega umhverfinu í Vík.Mynd/Sævar Jónasson Einn af þeim sem nutu þess að koma saman í Vík um helgina var körfuboltamaðurinn Justin Shouse sem einmitt hóf sinn magnaða feril hér á landi með liði Drangs í Mýrdalnum. Þar léku þeir Pálmi saman eins og Shouse rifjar upp í færslu á Facebook. „Þetta var ótrúlegur viðburður, íþróttahátíð til að fagna lífi og keppnisanda Pálma Kristjánssonar, fyrrverandi liðsfélaga og frábærrar manneskju sem lést í hörmulegu slysi 41 árs að aldri fyrr á þessu ári,“ skrifar Shouse. „Við spiluðum saman fyrir Drang í Vík í Mýrdal tímabilið 2005/06. Það eru liðin 20 ár síðan þá, ótrúlegt hvað tíminn líður og ótrúlegt að sjá þetta samfélag koma saman til að minnast Pálma og stunda uppáhaldsíþróttir hans. Pálmi ólst upp í Vík og hélt áfram að vera óaðskiljanlegur hluti af bænum öll þessi ár. Þegar ég hitti hann var hann 21 árs og hafði nýlega stofnað fótboltalið fyrir sig og vini sína í bænum. G & T var lið sem byggðist á vináttu, keppni, liðsanda og auðvitað kannski gin og tónik eftir leik,“ skrifar Shouse og heldur áfram. Justin Shouse rifjaði upp gamla takta í Vík en sagðist alveg finna fyrir afleiðingunum af því að hafa ekki spilað körfubolta í sex ár.mynd/Sævar Jónasson „Pálmi var meira leikmaður en körfuboltamaður hvað varðar færni en hann spilaði með keppnisanda sem bætti upp fyrir það. Hann var byrjunarmaður sem skotbakvörður okkar í liðinu, varnarhæfileikar hans, liðsandinn og vilji til að vinna héldu okkur í úrslitakeppnissæti í 1. deildinni langt fram á tímabilið. Við völdum að spila Pálma meira og losa okkur við einn af atvinnumönnum okkar vegna þess að vilji Pálma til að vinna fyrir samfélagið og jákvæðni hans var óumdeilanleg... Við elskuðum að keppa fyrir þetta litla samfélag þar sem menn fylltu íþróttahúsið og börðu á veggina á meðan gestaliðið skaut vítaskot. Pálminn er hátíð íþrótta og gleði til minningar um Pálma,“ skrifar Shouse, greinilega annt um að hafa getað minnst Pálma með þessum hætti þó að hann gangi núna um „eins og Frankenstein“ eftir sinn fyrsta körfuboltaleik í næstum sex ár.
Andlát Fótbolti Körfubolti Golf Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum Sjá meira