Setti heimsmet og gaf síðan ungum aðdáenda medalíuna sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 11:01 Summer McIntosh var alveg tilbúin í það að gefa gullverðlaun sín. @cbcolympics Kanadíska sundkonan Summer McIntosh sló í gegn á Ólympíuleikunum í París í fyrra en þessi frábæra sundkona er hvergi nærri hætt. Hún hefur verið í heimsmetaham síðustu daga. Hin átján ára gamla McIntosh hefur svo sannarlega átt frábæra daga á kanadíska meistaramótinu þar sem hún hefur keppt fimm sinnum og setti met í hvert skipti. Hún sló kanadíska landsmetið í öllum fimm sundunum og setti heimsmet í þremur þeirra. Fyrri tvö heimsmetin setti McIntosh í 400 metra skriðsundi á degi eitt og í 200 metra fjórsundi á degi þrjú. Í nótt bætti hún síðan við heimsmeti í 400 metra fjórsundi. Fyrsta heimsmetið tók hún af Ariarne Titmus í 400 metra skriðsundi með því að synda á 3:54.18 mín. en annað heimsmetið tók hún af Katinku Hosszú með því að synda 200 metra fjórsund á 2:05.70 mín. Í nótt synti hún síðan 400 metra fjórsund á 4.23,65 mín. en hún átti sjálf gamla heimsmetið. McIntosh tryggði sér auðveldlega sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram i Singapúr í næsta mánuði. Þar er von á einhverju góðu frá henni. McIntosh ætlar sér stærri hluti en að verða kanadískur meistari eins og og sýndi bókstaflega í verki eftir eitt sigursundið. Eftir verðlaunaafhendinguna þá gaf hún ungum aðdáenda gullmedalíuna sína. McIntosh vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París fyrir tæpu ári síðan en þau komu í 200 metra flugsundi og svo í báðum þessum fjórsundum sem hún bætti heimsmetið í á síðustu dögum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við hana með fletta einu sinni og svo myndband af henni að gefa gullið sitt með því að fletta öðru sinni. View this post on Instagram A post shared by Canada's Olympic Network (@cbcolympics) Sund Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Hin átján ára gamla McIntosh hefur svo sannarlega átt frábæra daga á kanadíska meistaramótinu þar sem hún hefur keppt fimm sinnum og setti met í hvert skipti. Hún sló kanadíska landsmetið í öllum fimm sundunum og setti heimsmet í þremur þeirra. Fyrri tvö heimsmetin setti McIntosh í 400 metra skriðsundi á degi eitt og í 200 metra fjórsundi á degi þrjú. Í nótt bætti hún síðan við heimsmeti í 400 metra fjórsundi. Fyrsta heimsmetið tók hún af Ariarne Titmus í 400 metra skriðsundi með því að synda á 3:54.18 mín. en annað heimsmetið tók hún af Katinku Hosszú með því að synda 200 metra fjórsund á 2:05.70 mín. Í nótt synti hún síðan 400 metra fjórsund á 4.23,65 mín. en hún átti sjálf gamla heimsmetið. McIntosh tryggði sér auðveldlega sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram i Singapúr í næsta mánuði. Þar er von á einhverju góðu frá henni. McIntosh ætlar sér stærri hluti en að verða kanadískur meistari eins og og sýndi bókstaflega í verki eftir eitt sigursundið. Eftir verðlaunaafhendinguna þá gaf hún ungum aðdáenda gullmedalíuna sína. McIntosh vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París fyrir tæpu ári síðan en þau komu í 200 metra flugsundi og svo í báðum þessum fjórsundum sem hún bætti heimsmetið í á síðustu dögum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við hana með fletta einu sinni og svo myndband af henni að gefa gullið sitt með því að fletta öðru sinni. View this post on Instagram A post shared by Canada's Olympic Network (@cbcolympics)
Sund Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira