Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 08:48 Slysið átti sér stað skammt frá Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Vísir/Samsett Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á ofsahraða, lenti á afleggjara, kastaðist yfir hann og stöðvaðist utan vegar eftir rúma fimmtíu metra. Ökumaður og farþegi létust af völdum fjöláverka en samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi var bíllinn á 201 kílómetra hraða þegar slysið varð. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á Eyjafjarðarbraut eystra þann 24. apríl 2024. Um borð í bílnum var 29 ára karl og 23 ára kona. Hlýtt var í veðri, bjart og sólskin, og akstursaðstæður góðar. Bundið slitlag var á veginum, þurrt og hálkulaust og hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Bíllinn var af gerðinni BMW 530E iPerformance. Kastaðist rúma fimmtíu metra Aðdraganda slyssins er þannig lýst í skýrslu nefndarinnar að bílnum hafi verið ekið norður Eyjafjarðarbraut eystri um eittleytið um hádegi. Skammt norðaustan við bæinn Syðri-Tjarnir missti ökumaður stjórn í aflíðandi beygju og fór út af austan megin vegarins. Meðfram veginum var skurður en afleggjari var yfir skurðinn og ræsi undir afleggjaranum. Bíllinn snerist og lenti með vinstra framhorn á stórgrýti sem var í afleggjaranum ofan við ræsið. Slysið varð um 1.150 metrum frá gatnamótum Eyjafjarðarbrautar eystri og Miðbrautar. Gatnamót við afleggjara eru merkt með gulum hringjum.RNSA Við höggið sundraðist bíllinn, tókst á loft og lenti um 36 metra norð-norðaustan afleggjarans og rann síðan um fimmtán metra þar sem hún stöðvaðist. Brak úr bílnum dreifðist um stórt svæði en vél bílsins rifnaði úr honum við áreksturinn og stöðvaðist um 54 metrum norðvestur af árekstrarstaðnum. Heildarlengd vettvangsins var rúmir 215 metrar. Slysið var tilkynnt til lögreglu þegar klukkan var níu mínútur gengin í tvö að hádegi og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var tilkynnt um slysið þegar hún var gengin 34 mínútur í tvö. Meginorsökin ofsahraði Fram kemur í skýrslunni að báðir um borð hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en bæði ökumaður og farþegi voru með öryggisbeltin spennt. Bíllinn var tekin til bíltæknirannsóknar en ekkert í niðurstöðum hennar benti til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bílsins. Yfirlitsmynd af slysstað. Sjá má árekstrarstaðinn og vél bifreiðarinnar sem stöðvaðist 54 metrum frá árekstrarstaðnum.RNSA Samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi bílsins var henni ekið á 198 til 201 kílómetrum á klukkustund um fimm sekúndum fyrir slysið og loftpúðar sprungu út við áreksturinn á 167 kílómetrum á klukkustund. Niðurstöður úr áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanni bílsins var neikvæðar. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að meginorsök slyssins hafi verið sú að bílnum hafi verið ekið á ofsahraða. Honum var ekið hraðast á 201 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Fram kemur einnig að ofsahraði sé ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni. Samgönguslys Bílar Umferð Umferðaröryggi Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Nöfn þeirra sem létust í Eyjafirði Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. 10. maí 2024 09:58 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á Eyjafjarðarbraut eystra þann 24. apríl 2024. Um borð í bílnum var 29 ára karl og 23 ára kona. Hlýtt var í veðri, bjart og sólskin, og akstursaðstæður góðar. Bundið slitlag var á veginum, þurrt og hálkulaust og hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Bíllinn var af gerðinni BMW 530E iPerformance. Kastaðist rúma fimmtíu metra Aðdraganda slyssins er þannig lýst í skýrslu nefndarinnar að bílnum hafi verið ekið norður Eyjafjarðarbraut eystri um eittleytið um hádegi. Skammt norðaustan við bæinn Syðri-Tjarnir missti ökumaður stjórn í aflíðandi beygju og fór út af austan megin vegarins. Meðfram veginum var skurður en afleggjari var yfir skurðinn og ræsi undir afleggjaranum. Bíllinn snerist og lenti með vinstra framhorn á stórgrýti sem var í afleggjaranum ofan við ræsið. Slysið varð um 1.150 metrum frá gatnamótum Eyjafjarðarbrautar eystri og Miðbrautar. Gatnamót við afleggjara eru merkt með gulum hringjum.RNSA Við höggið sundraðist bíllinn, tókst á loft og lenti um 36 metra norð-norðaustan afleggjarans og rann síðan um fimmtán metra þar sem hún stöðvaðist. Brak úr bílnum dreifðist um stórt svæði en vél bílsins rifnaði úr honum við áreksturinn og stöðvaðist um 54 metrum norðvestur af árekstrarstaðnum. Heildarlengd vettvangsins var rúmir 215 metrar. Slysið var tilkynnt til lögreglu þegar klukkan var níu mínútur gengin í tvö að hádegi og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var tilkynnt um slysið þegar hún var gengin 34 mínútur í tvö. Meginorsökin ofsahraði Fram kemur í skýrslunni að báðir um borð hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en bæði ökumaður og farþegi voru með öryggisbeltin spennt. Bíllinn var tekin til bíltæknirannsóknar en ekkert í niðurstöðum hennar benti til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bílsins. Yfirlitsmynd af slysstað. Sjá má árekstrarstaðinn og vél bifreiðarinnar sem stöðvaðist 54 metrum frá árekstrarstaðnum.RNSA Samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi bílsins var henni ekið á 198 til 201 kílómetrum á klukkustund um fimm sekúndum fyrir slysið og loftpúðar sprungu út við áreksturinn á 167 kílómetrum á klukkustund. Niðurstöður úr áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanni bílsins var neikvæðar. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að meginorsök slyssins hafi verið sú að bílnum hafi verið ekið á ofsahraða. Honum var ekið hraðast á 201 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Fram kemur einnig að ofsahraði sé ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.
Samgönguslys Bílar Umferð Umferðaröryggi Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Nöfn þeirra sem létust í Eyjafirði Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. 10. maí 2024 09:58 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29
Nöfn þeirra sem létust í Eyjafirði Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Halldórsdóttir. 10. maí 2024 09:58