Hitnaði í hamsi: „Forseti er með orðið!“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2025 08:08 Þingfundur hófst klukkan 10:30 í gær og var slitið klukkan 02:05. Alþingi Til orðskipta kom milli Þórunnar Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis og þingmanna Miðflokksins á fyrsta tímanum í nótt, þegar þingfundur hafði staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Þingmenn Miðflokksins hafa undanfarna daga rætt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 langt fram á nótt. Þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt, þriðja daginn í röð. Á þingfundi gærdagsins skiptust þingmenn Miðflokksins á að setjast í ræðustól og kalla eftir því að utanríkisráðherra mæti meðan málið er til umræðu. Um miðnætti spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hversu lengi þingmenn væru tilbúnir að sitja fundinn. Þá sagði hún að til greina kæmi að halda þingfundinum áfram síðar í dag en þó væri ekkert ákveðið. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins steig síðar í pontu til að svara því. „Við þurfum að ræða þetta mál en af einhverjum ástæðum treystir meirihlutinn sér ekki til að tala fyrir málinu. Við erum að biðja um að hæstvirtur ráðherra komi og tali fyrir þessu máli. Og ef þetta er einhver sýndarleikur þá hleypið þið öðrum málum á dagskrá og takið þetta af dagskrá þar til þið eruð tilbúin að tala fyrir því. Og í því ljósi spyr ég, hver er staðgengill hæstvirts utanríkisráðherra? Ég fer fram á að ef þingfundur verður hér í nótt, að forseti sjái til þess að staðgengill komi hér í hús svo megi ljúka þessari umræðu einhvern tímann.“ Þá tók Þórunn aftur til máls. „Það er nokkuð langt síðan það var mælt fyrir þessum nefndarálitum. Framsögumaður meiri hluta hefur verið við þessa umræðu meira og minna allan tímann. Og ég veit ekki hvað...“ „Ekki allan!“ kallaði einhver úr þingsal. Þórunn svaraði um hvöss um hæl. „Forseti er með orðið.“ Í tvígang kallaði einhver úr salnum og þá ítrekaði Þórunn að forseti væri með orðið. Þá kynnti hún inn næsta ræðumann, Bergþór Ólason þingflokksformann Miðflokksins, sýnilega örg. Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins hafa undanfarna daga rætt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 langt fram á nótt. Þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt, þriðja daginn í röð. Á þingfundi gærdagsins skiptust þingmenn Miðflokksins á að setjast í ræðustól og kalla eftir því að utanríkisráðherra mæti meðan málið er til umræðu. Um miðnætti spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hversu lengi þingmenn væru tilbúnir að sitja fundinn. Þá sagði hún að til greina kæmi að halda þingfundinum áfram síðar í dag en þó væri ekkert ákveðið. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins steig síðar í pontu til að svara því. „Við þurfum að ræða þetta mál en af einhverjum ástæðum treystir meirihlutinn sér ekki til að tala fyrir málinu. Við erum að biðja um að hæstvirtur ráðherra komi og tali fyrir þessu máli. Og ef þetta er einhver sýndarleikur þá hleypið þið öðrum málum á dagskrá og takið þetta af dagskrá þar til þið eruð tilbúin að tala fyrir því. Og í því ljósi spyr ég, hver er staðgengill hæstvirts utanríkisráðherra? Ég fer fram á að ef þingfundur verður hér í nótt, að forseti sjái til þess að staðgengill komi hér í hús svo megi ljúka þessari umræðu einhvern tímann.“ Þá tók Þórunn aftur til máls. „Það er nokkuð langt síðan það var mælt fyrir þessum nefndarálitum. Framsögumaður meiri hluta hefur verið við þessa umræðu meira og minna allan tímann. Og ég veit ekki hvað...“ „Ekki allan!“ kallaði einhver úr þingsal. Þórunn svaraði um hvöss um hæl. „Forseti er með orðið.“ Í tvígang kallaði einhver úr salnum og þá ítrekaði Þórunn að forseti væri með orðið. Þá kynnti hún inn næsta ræðumann, Bergþór Ólason þingflokksformann Miðflokksins, sýnilega örg.
Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira