Hitnaði í hamsi: „Forseti er með orðið!“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2025 08:08 Þingfundur hófst klukkan 10:30 í gær og var slitið klukkan 02:05. Alþingi Til orðskipta kom milli Þórunnar Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis og þingmanna Miðflokksins á fyrsta tímanum í nótt, þegar þingfundur hafði staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Þingmenn Miðflokksins hafa undanfarna daga rætt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 langt fram á nótt. Þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt, þriðja daginn í röð. Á þingfundi gærdagsins skiptust þingmenn Miðflokksins á að setjast í ræðustól og kalla eftir því að utanríkisráðherra mæti meðan málið er til umræðu. Um miðnætti spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hversu lengi þingmenn væru tilbúnir að sitja fundinn. Þá sagði hún að til greina kæmi að halda þingfundinum áfram síðar í dag en þó væri ekkert ákveðið. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins steig síðar í pontu til að svara því. „Við þurfum að ræða þetta mál en af einhverjum ástæðum treystir meirihlutinn sér ekki til að tala fyrir málinu. Við erum að biðja um að hæstvirtur ráðherra komi og tali fyrir þessu máli. Og ef þetta er einhver sýndarleikur þá hleypið þið öðrum málum á dagskrá og takið þetta af dagskrá þar til þið eruð tilbúin að tala fyrir því. Og í því ljósi spyr ég, hver er staðgengill hæstvirts utanríkisráðherra? Ég fer fram á að ef þingfundur verður hér í nótt, að forseti sjái til þess að staðgengill komi hér í hús svo megi ljúka þessari umræðu einhvern tímann.“ Þá tók Þórunn aftur til máls. „Það er nokkuð langt síðan það var mælt fyrir þessum nefndarálitum. Framsögumaður meiri hluta hefur verið við þessa umræðu meira og minna allan tímann. Og ég veit ekki hvað...“ „Ekki allan!“ kallaði einhver úr þingsal. Þórunn svaraði um hvöss um hæl. „Forseti er með orðið.“ Í tvígang kallaði einhver úr salnum og þá ítrekaði Þórunn að forseti væri með orðið. Þá kynnti hún inn næsta ræðumann, Bergþór Ólason þingflokksformann Miðflokksins, sýnilega örg. Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins hafa undanfarna daga rætt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 langt fram á nótt. Þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt, þriðja daginn í röð. Á þingfundi gærdagsins skiptust þingmenn Miðflokksins á að setjast í ræðustól og kalla eftir því að utanríkisráðherra mæti meðan málið er til umræðu. Um miðnætti spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hversu lengi þingmenn væru tilbúnir að sitja fundinn. Þá sagði hún að til greina kæmi að halda þingfundinum áfram síðar í dag en þó væri ekkert ákveðið. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins steig síðar í pontu til að svara því. „Við þurfum að ræða þetta mál en af einhverjum ástæðum treystir meirihlutinn sér ekki til að tala fyrir málinu. Við erum að biðja um að hæstvirtur ráðherra komi og tali fyrir þessu máli. Og ef þetta er einhver sýndarleikur þá hleypið þið öðrum málum á dagskrá og takið þetta af dagskrá þar til þið eruð tilbúin að tala fyrir því. Og í því ljósi spyr ég, hver er staðgengill hæstvirts utanríkisráðherra? Ég fer fram á að ef þingfundur verður hér í nótt, að forseti sjái til þess að staðgengill komi hér í hús svo megi ljúka þessari umræðu einhvern tímann.“ Þá tók Þórunn aftur til máls. „Það er nokkuð langt síðan það var mælt fyrir þessum nefndarálitum. Framsögumaður meiri hluta hefur verið við þessa umræðu meira og minna allan tímann. Og ég veit ekki hvað...“ „Ekki allan!“ kallaði einhver úr þingsal. Þórunn svaraði um hvöss um hæl. „Forseti er með orðið.“ Í tvígang kallaði einhver úr salnum og þá ítrekaði Þórunn að forseti væri með orðið. Þá kynnti hún inn næsta ræðumann, Bergþór Ólason þingflokksformann Miðflokksins, sýnilega örg.
Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira