Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 16:47 Lewis Hamilton þótti afar leiðinlegt að hafa keyrt yfir múrmeldýr í gær. Samsett/Getty Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton kveðst vera mikill dýravinur og er í öngum sínum eftir að hafa óvart keyrt yfir og drepið múrmeldýr í Formúlu 1 kappakstrinum í Kanada um helgina. Hamilton var búinn að aka tólf hringi í kappakstrinum í Montreal í gær þegar hann keyrði yfir múrmeldýrið, sem er stórt nagdýr af íkornaætt og kallast „groundhog“ á ensku. Hamilton endaði í 6. sæti en Ferrari-liðið áætlar að hann hafi tapað um hálfri sekúndu á hring vegna skemmda á bílnum við það að keyra yfir dýrið. BBC segir að Hamilton sé bæði vegan og þekktur dýravinur, og hafi því haft minni áhyggjur af úrslitum keppninnar en „skelfilegum“ dauðdaga dýrsins. „Það hafði gengið nokkuð vel fram að þessu en svo, ég sá það ekki gerast, en augljóslega heyrði ég að ég hafði keyrt á múrmeldýr. Svo það var algjörlega niðurdrepandi. Ég elska dýr og ég er svo sorgmæddur yfir þessu. Þetta var skelfilegt. Ég hef aldrei upplifað svona áður,“ sagði Hamilton og bætti við: „Það er aldrei gaman að sjá svona lagað gerast. Ég vona bara að dýrið hafi ekki þurft að þjást.“ Það var George Russell á Mercedes sem hafði sigur og vann sína fyrstu keppni á tímabilinu en ríkjandi meistarinn Max Verstappen varð í 2. sæti. Liðsfélagi Russells hjá Mercedes, Kimi Antonelli, komst í fyrsta sinn á verðlaunapall og varð í 3. sæti. Oscar Piastri varð í 4. sæti og er stigahæstur með 198 stig. Lando Norris klessti utan í Piastri, liðsfélaga sinn hjá McLaren, og varð að hætta en er í 2. sæti stigakeppninnar með 176 stig. Verstappen er með 155, Russell 135 og Charles Leclerc er í 5. sæti með 104 stig. Hamilton er svo í sjötta sætinu með 79 stig. Akstursíþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hamilton var búinn að aka tólf hringi í kappakstrinum í Montreal í gær þegar hann keyrði yfir múrmeldýrið, sem er stórt nagdýr af íkornaætt og kallast „groundhog“ á ensku. Hamilton endaði í 6. sæti en Ferrari-liðið áætlar að hann hafi tapað um hálfri sekúndu á hring vegna skemmda á bílnum við það að keyra yfir dýrið. BBC segir að Hamilton sé bæði vegan og þekktur dýravinur, og hafi því haft minni áhyggjur af úrslitum keppninnar en „skelfilegum“ dauðdaga dýrsins. „Það hafði gengið nokkuð vel fram að þessu en svo, ég sá það ekki gerast, en augljóslega heyrði ég að ég hafði keyrt á múrmeldýr. Svo það var algjörlega niðurdrepandi. Ég elska dýr og ég er svo sorgmæddur yfir þessu. Þetta var skelfilegt. Ég hef aldrei upplifað svona áður,“ sagði Hamilton og bætti við: „Það er aldrei gaman að sjá svona lagað gerast. Ég vona bara að dýrið hafi ekki þurft að þjást.“ Það var George Russell á Mercedes sem hafði sigur og vann sína fyrstu keppni á tímabilinu en ríkjandi meistarinn Max Verstappen varð í 2. sæti. Liðsfélagi Russells hjá Mercedes, Kimi Antonelli, komst í fyrsta sinn á verðlaunapall og varð í 3. sæti. Oscar Piastri varð í 4. sæti og er stigahæstur með 198 stig. Lando Norris klessti utan í Piastri, liðsfélaga sinn hjá McLaren, og varð að hætta en er í 2. sæti stigakeppninnar með 176 stig. Verstappen er með 155, Russell 135 og Charles Leclerc er í 5. sæti með 104 stig. Hamilton er svo í sjötta sætinu með 79 stig.
Akstursíþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira