Fimm staðreyndir fyrir Gunnþór Ingvason Arnar Þór Ingólfsson skrifar 23. júní 2025 16:00 Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans. Gunnþór hefur grein sína á að segja að það hafi verið „mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum“ um að boðuð hækkun á veiðigjaldi hafi „verið verulega vanmetin“ í frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Þetta er rangt. Það hlýtur Gunnþór að vita. Förum yfir nokkrar staðreyndir. #1 Eftir breytingartillögur meiri hluta atvinnuveganefndar, sem leggur til að frítekjumark smærri fyrirtækja hækki og viðmiðunarverð á makríl lækki vegna athugasemda þar að lútandi, liggur fyrir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu verið tæpir 18,5 milljarðar króna en ekki rúmir 10 milljarðar króna, ef búið hefði verið að leiðrétta reiknistofninn til að endurspegla betur raunverulegt verðmæti aflans. #2 Skatturinn setti fram sitt eigið mat, sem Gunnþór vísar til þegar hann fullyrðir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu orðið 22,1 milljarður króna. Útreikningar Skattsins studdust hins vegar ekki við réttar forsendur. Skatturinn horfði, a.m.k. að hluta, á tölur yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. #3 Þegar í ljós kom að útreikningar Skattsins stemmdu ekki við útreikninga annarra báru sérfræðingar ráðuneyta og stofnana saman bækur sínar og áttuðu sig á því hvar skekkjan lá. #4 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, atvinnuvegaráðuneytið, Fiskistofa og Skatturinn sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu um málið, þar sem fram kemur að allir séu sammála um þá útreikninga sem er að finna í nefndaráliti meiri hlutans. #5 Réttu útreikningarnir, sem Skatturinn, Fiskistofa og ráðuneytin tvö eru sammála um, eru að árið 2023 hefðu innheimt veiðigjöld verið 18,5 milljarðar króna, en ekki rúmir 10 milljarðar króna. Árið 2024 hefðu innheimt gjöld hækkað úr tæpum 10,3 milljörðum í 17,7 milljarða. Hækkunin leggst að langmestu leyti á stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Fyrirtæki sem velta tugum milljarða króna á ári. Að lokum Gunnþór Ingvason þarf að útskýra af hverju hann hengir sig á skakka útreikninga, en horfir ekki á þá sem endurspegla raunveruleg áhrif þeirrar leiðréttingar veiðigjalda sem fjallað er um á Alþingi þessa dagana. Svo er kannski hægt að eiga við hann samtal. Vonandi er ástæðan ekki sú sem mig grunar, að það henti honum betur að fara með rangar tölur og þvæla umræðuna um leiðréttingu veiðigjalda, eins og varðmenn kvótastéttarinnar í stjórnarandstöðunni hafa boðað að þeir ætli að verja sumrinu í að gera á Alþingi. Höfundur starfar fyrir þingflokk Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Ingólfsson Samfylkingin Alþingi Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Skattar og tollar Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans. Gunnþór hefur grein sína á að segja að það hafi verið „mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum“ um að boðuð hækkun á veiðigjaldi hafi „verið verulega vanmetin“ í frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Þetta er rangt. Það hlýtur Gunnþór að vita. Förum yfir nokkrar staðreyndir. #1 Eftir breytingartillögur meiri hluta atvinnuveganefndar, sem leggur til að frítekjumark smærri fyrirtækja hækki og viðmiðunarverð á makríl lækki vegna athugasemda þar að lútandi, liggur fyrir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu verið tæpir 18,5 milljarðar króna en ekki rúmir 10 milljarðar króna, ef búið hefði verið að leiðrétta reiknistofninn til að endurspegla betur raunverulegt verðmæti aflans. #2 Skatturinn setti fram sitt eigið mat, sem Gunnþór vísar til þegar hann fullyrðir að innheimt veiðigjöld árið 2023 hefðu orðið 22,1 milljarður króna. Útreikningar Skattsins studdust hins vegar ekki við réttar forsendur. Skatturinn horfði, a.m.k. að hluta, á tölur yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. #3 Þegar í ljós kom að útreikningar Skattsins stemmdu ekki við útreikninga annarra báru sérfræðingar ráðuneyta og stofnana saman bækur sínar og áttuðu sig á því hvar skekkjan lá. #4 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, atvinnuvegaráðuneytið, Fiskistofa og Skatturinn sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu um málið, þar sem fram kemur að allir séu sammála um þá útreikninga sem er að finna í nefndaráliti meiri hlutans. #5 Réttu útreikningarnir, sem Skatturinn, Fiskistofa og ráðuneytin tvö eru sammála um, eru að árið 2023 hefðu innheimt veiðigjöld verið 18,5 milljarðar króna, en ekki rúmir 10 milljarðar króna. Árið 2024 hefðu innheimt gjöld hækkað úr tæpum 10,3 milljörðum í 17,7 milljarða. Hækkunin leggst að langmestu leyti á stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Fyrirtæki sem velta tugum milljarða króna á ári. Að lokum Gunnþór Ingvason þarf að útskýra af hverju hann hengir sig á skakka útreikninga, en horfir ekki á þá sem endurspegla raunveruleg áhrif þeirrar leiðréttingar veiðigjalda sem fjallað er um á Alþingi þessa dagana. Svo er kannski hægt að eiga við hann samtal. Vonandi er ástæðan ekki sú sem mig grunar, að það henti honum betur að fara með rangar tölur og þvæla umræðuna um leiðréttingu veiðigjalda, eins og varðmenn kvótastéttarinnar í stjórnarandstöðunni hafa boðað að þeir ætli að verja sumrinu í að gera á Alþingi. Höfundur starfar fyrir þingflokk Samfylkingarinnar.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun