„Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júní 2025 12:02 Hörður Unnsteinsson fjallar um NBA deildina á Sýn Sport. vísir/getty/sigurjón Hreinn úrslitaleikur um NBA-meistaratitilinn fór fram í gærnótt. Oklahoma City Thunder vann þá sinn fyrsta titil í sögu félagsins. Slæm meiðsli settu svip sinn á leikinn. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2016 sem úrslitin í NBA ráðast í oddaleik eða leik sjö. Oklahoma tók á móti Indiana Pacers en jafnræði var á með liðunum til að byrja með en í stöðunni 16-16 sleit Haliburton hásin. Skelfileg meiðsli Tyrese Haliburton sem er helsta sjarna Indiana Pacers. Hásin slitin. Þetta var of mikið fyrir Pacers og OKC vann leikinn að lokum 103-91. „Þeir voru besta liðið í allan vetur og eru með besta leikmanninn sem tekst að afreka það að vera verðmætasti leikmaður deildarinnar og úrslitaeinvígisins og stigahæsti leikmaður deildarinnar. Þeir eru byggðir til að vera eitt besta lið deildarinnar næstu árin,“ segir Hörður Unnsteinsson í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. Þarna talar Hörður um Shai Gilgeous-Alexander sem hefur átt stórkostlegt tímabil fyrir OKC. „Ég tengi ekki alveg við hann sem súperstjörnu alveg strax. Hann er Kanadamaður líka sem hefur kannski áhrif á stjörnukraftinn hans. Ég held því að það séu margir í Bandaríkjunum sem tengi ekkert sérstaklega við hann. Ég veit að það voru mjög margir svekktir að Indiana Pacers hefðu tapað þessum leik. Hásinameiðsli í úrslitakeppninni í NBA hafa verið mikil í ár en þeir Jason Taytum, Damian Lillard og Haliburton slitu allir hásin á síðustu vikum. Merkileg staðreynd að þeir spila allir í treyju númer 0. „Hann hafði byrjað svo vel og var kominn með þrjár þriggja stiga körfur í byrjun leiksins. Það stefndi í svakalegan leik hjá honum þannig að það var katóstrófískt að missa hann þarna út strax í byrjun leiksins. Það væri auðvelt að segja að þetta væri tengt álaginu á þeim, að þeir væru að spila mikið. Þeir spila 82 leiki og fara svo inn í úrslitakeppni. Tveir af þessum mönnum voru að spila á Ólympíuleikunum síðasta sumar þannig að þetta er búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina. Þetta gæti tengst því en talan núll er held ég bara fyndin tilviljun.“ NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2016 sem úrslitin í NBA ráðast í oddaleik eða leik sjö. Oklahoma tók á móti Indiana Pacers en jafnræði var á með liðunum til að byrja með en í stöðunni 16-16 sleit Haliburton hásin. Skelfileg meiðsli Tyrese Haliburton sem er helsta sjarna Indiana Pacers. Hásin slitin. Þetta var of mikið fyrir Pacers og OKC vann leikinn að lokum 103-91. „Þeir voru besta liðið í allan vetur og eru með besta leikmanninn sem tekst að afreka það að vera verðmætasti leikmaður deildarinnar og úrslitaeinvígisins og stigahæsti leikmaður deildarinnar. Þeir eru byggðir til að vera eitt besta lið deildarinnar næstu árin,“ segir Hörður Unnsteinsson í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. Þarna talar Hörður um Shai Gilgeous-Alexander sem hefur átt stórkostlegt tímabil fyrir OKC. „Ég tengi ekki alveg við hann sem súperstjörnu alveg strax. Hann er Kanadamaður líka sem hefur kannski áhrif á stjörnukraftinn hans. Ég held því að það séu margir í Bandaríkjunum sem tengi ekkert sérstaklega við hann. Ég veit að það voru mjög margir svekktir að Indiana Pacers hefðu tapað þessum leik. Hásinameiðsli í úrslitakeppninni í NBA hafa verið mikil í ár en þeir Jason Taytum, Damian Lillard og Haliburton slitu allir hásin á síðustu vikum. Merkileg staðreynd að þeir spila allir í treyju númer 0. „Hann hafði byrjað svo vel og var kominn með þrjár þriggja stiga körfur í byrjun leiksins. Það stefndi í svakalegan leik hjá honum þannig að það var katóstrófískt að missa hann þarna út strax í byrjun leiksins. Það væri auðvelt að segja að þetta væri tengt álaginu á þeim, að þeir væru að spila mikið. Þeir spila 82 leiki og fara svo inn í úrslitakeppni. Tveir af þessum mönnum voru að spila á Ólympíuleikunum síðasta sumar þannig að þetta er búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina. Þetta gæti tengst því en talan núll er held ég bara fyndin tilviljun.“
NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira