Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2025 17:21 Vinstra megin er Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA, og hægra megin er Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. Vísir/Einar/Vilhelm Framkvæmdastjóri SA segir það sorglegt ef það á að horfa á vinnumarkaðinn og beita þar vinstri pólitík sem snýst um að stilla upp fyrirtækjum gegn starfsfólki. Formaður VR segir að verðbólgan sé heimatilbúin og eigi rætur að rekja til gróðasóknar fyrirtækja, sem vilji ekki taka þátt í því sameiginlega verkefni að ná niður verðbólgu. Halla segir að henni finnist ekki endilega sjálfsagt að vextir á Íslandi haldi áfram að vera þeir hæstu í OECD, og reyndar með þeim hærri í heiminum séu stríðshrjáð svæði tekin út fyrir sviga. „Mér finnst ekki endilega sjálfsagt, vegna þess að það er augljóst að þessir háu vextir eru að bíta á vitlausum stöðum, þeir virka ekki á þennan vanda“ Hún segir að staðan sem upp er komin, að fólk sé ennþá að borga svimandi háa vexti einu og hálfu ári eftir undirritun kjarasamninga, veki upp spurning um stýritæki Seðlabankans og hvernig eigi að beita þeim til framtíðar. Orðræðan ekki uppbyggileg Sigríður segir að allir þeir sem hafa reynslu af því að vera ekki í vinstri pólitík, heldur fyrirtækjarekstri í íslensku atvinnulífi, átti sig á því að enginn nái árangri eða framförum nema með því að vera samtaka og samstíga. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram hér á þessum tímapunkti að þessi orð sem hafa fallið hér í þessum þætti séu ekki uppbyggileg,“ segir hún. Segir hún að þegar kjaraviðræður hófust fyrir núgildandi kjarasamninga hafi verðbólga á árinu hæst farið yfir tíu prósent á árinu. Þegar viðræður hafi staðið yfir hafi hún verið um átta prósent. „Í dag eru það mikil vonbrigði að verðbólgan sé 4,2 prósent, hún er 3,2 prósent án húsnæðisliðarins. Hún hefur farið úr átta prósentum niður í þetta 3,2 prósent.“ „Það er algjörlega samhljómur á milli hagsmuna heimila og hagsmuna fyrirtækja að hér sé stöðugt umhverfi.“ „Það sem við ættum að gera þegar þessi staða er, við ættum einmitt að vera stilla saman strengi og við ættum að vera snúa bökum saman og við ættum öll sem komum að þessu verkefni að horfa í eigin barm,“ segir Sigríður. Hægt er að hlusta á viðtalið á Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Bylgjan Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Halla segir að henni finnist ekki endilega sjálfsagt að vextir á Íslandi haldi áfram að vera þeir hæstu í OECD, og reyndar með þeim hærri í heiminum séu stríðshrjáð svæði tekin út fyrir sviga. „Mér finnst ekki endilega sjálfsagt, vegna þess að það er augljóst að þessir háu vextir eru að bíta á vitlausum stöðum, þeir virka ekki á þennan vanda“ Hún segir að staðan sem upp er komin, að fólk sé ennþá að borga svimandi háa vexti einu og hálfu ári eftir undirritun kjarasamninga, veki upp spurning um stýritæki Seðlabankans og hvernig eigi að beita þeim til framtíðar. Orðræðan ekki uppbyggileg Sigríður segir að allir þeir sem hafa reynslu af því að vera ekki í vinstri pólitík, heldur fyrirtækjarekstri í íslensku atvinnulífi, átti sig á því að enginn nái árangri eða framförum nema með því að vera samtaka og samstíga. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram hér á þessum tímapunkti að þessi orð sem hafa fallið hér í þessum þætti séu ekki uppbyggileg,“ segir hún. Segir hún að þegar kjaraviðræður hófust fyrir núgildandi kjarasamninga hafi verðbólga á árinu hæst farið yfir tíu prósent á árinu. Þegar viðræður hafi staðið yfir hafi hún verið um átta prósent. „Í dag eru það mikil vonbrigði að verðbólgan sé 4,2 prósent, hún er 3,2 prósent án húsnæðisliðarins. Hún hefur farið úr átta prósentum niður í þetta 3,2 prósent.“ „Það er algjörlega samhljómur á milli hagsmuna heimila og hagsmuna fyrirtækja að hér sé stöðugt umhverfi.“ „Það sem við ættum að gera þegar þessi staða er, við ættum einmitt að vera stilla saman strengi og við ættum að vera snúa bökum saman og við ættum öll sem komum að þessu verkefni að horfa í eigin barm,“ segir Sigríður. Hægt er að hlusta á viðtalið á Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Bylgjan Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira