Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júní 2025 20:13 Daníel Jakobsson er forstjóri Arctic Fish. Vísir/Vilhelm Forstjóri Arctic Fish vísar á bug ásökunum innviðaráðherra um skort á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins vegna ákvörðunar um flutning starfa frá Þingeyri. Fyrirtækið greiði hundruð milljóna í sérstaka fiskeldisskatta, þrátt fyrir taprekstur, sem ekki renni að nokkru marki aftur vestur á firði og í þau samfélög sem skapi tekjurnar. Níu manns starfa við fóðurstöð Arctic Fish á Þingeyri sem verður sameinuð höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði og flytjast störfin því þangað. Áformin eru umdeild en bæjarstjórinn á Ísafirði segir ákvörðunina sorglega og hún muni hafa víðtæk áhrif. „Við metum þessa starfsmenn mikils en auðvitað hefur maður skilning á því þegar að níu störf hverfa úr samfélaginu þó að fólkið haldi vinnunni, ég ætla ekki að gera lítið úr því, alls ekki,“ segir Daníel Jakobsson, forstjóri Arctic Fish. Reyni að koma til móts við starfsfólkið Fyrirtækið geri fjölmargar ráðstafanir til að koma til móts við starfsfólkið. „Til þess að koma til móts við þessa frábæru starfsmenn okkar á Þingeyri þá bjóðum við þeim upp á að keyra á vinnutíma, við sköffuðum bíl til þess að ferðast á milli og erum að reyna að gera þetta þannig að þetta sé sjálfbært fyrir þau til lengri tíma og við viljum hafa þau áfram í starfi hjá okkur.“ Ákvörðunin hafi að sögn Daníels verið vandlega ígrunduð og hafi það að leiðarljósi að auka gæði starfseminnar. „Þetta er einungis aðgerð til þess að bæta vöxt og velferð fiskanna okkar. Og á Þingeyri hefur byggst upp alveg gríðarlega mikil þekking hjá þessu starfsfólki sem er í þessu þar. Þess vegna leggjum við mikið á okkur til þess að koma til móts við þau, hvert og eitt,“ segir Daníel. Ekki felist sparnaður í ráðstöfuninni heldur kostnaðarauki, að minnsta kosti til að byrja með. Ráðherra líti sér nær Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákvörðunin væri gríðarlegt högg. Hann muni beita sér fyrir því að hún verði dregin til baka, og segir að fiskeldisfyrirtæki þurfi að sýna samfélagslega ábyrgð. „Ég held að það sé alveg fullkomlega eðlilegt að þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar kjördæmisins beri hag íbúanna sinna fyrir brjósti. Ég vil þó á það benda að fólk getur talið störfin sem að ríkið og sveitarfélögin eru með á Þingeyri í fyrsta lagi. Og í annan stað að þá er það þannig, að þrátt fyrir taprekstur á þessu ári greiðir Arctic Fish 700 milljónir á ári í fiskeldisgjald, 100 milljónir í umhverfissjóð, þannig 800 milljónir í sérstaka fiskeldisskatta. Þrátt fyrir það að stór hluti af okkar fiski sé að koma úr Dýrafirði hef ég ekki orðið var við að neitt af þeim peningum renni í Dýrafjörð,“ segir Daníel. Ráðherra gæti litið sér nær í þessum efnum. „Sveitarstjórnarráðherra væri í lófa lagið að breyta þeim leikreglum og tryggja það að þeir sem eru að búa til, eða þau samfélög séu að búa til þetta eldisgjald, fái það þá til baka til sín, en það renni ekki allt í hítina í 101,“ segir Daníel. Arctic Fish er með starfsemi víða á Vestfjörðum, en þessi vinnslustöð er í Bolungarvík.Vísir/Anton Brink Styrkja nærsamfélagið burt séð frá rekstrartapi Þar að auki hafi fyrirtækið frá upphafi lagt sig fram við að gefa af sér til samfélagsins. Arctic Fish hafi meðal annars tekið þátt í að kaupa björgunarbát fyrir björgunarsveitirnar á Þingeyri, Flateyri og á Patreksfirði. „Við setjum gríðarlega mikla peninga, þrátt fyrir að hafa aldrei skilað hagnaði í tíu ára sögu fyrirtækisins, í samfélagsleg verkefni á Vestfjörðum. Ég held það séu um þrjátíu milljónir á þessu ári. Alls starfa hátt í 130 manns hjá fyrirtækinu víðsvegar á Vestfjörðum, og kemur störfum til með að fjölga á næstu árum þegar eldisstöðvum þess fjölgar úr fimm í níu. „Ég held að við sinnum samfélagslegri ábyrgð best með því að standa okkur vel í rekstri, tryggja það að þessi störf verði á Vestfjörðum. Á þessu ári er verið að ráða tuttugu nýja starfsmenn og verkefni okkar er í raun og veru að tryggja það að vöxtur og viðgangur á Vestfjörðum sé til staðar og það verði störf á Vestfjörðum í eldinu og við höfum reynt að dreifa því um alla Vestfirði, eins og ég fór yfir áðan þá eru þau tiltölulega jafnt í um fimm fjörðum á Vestfjörðum,“ segir Daníel. Fiskeldi Ísafjarðarbær Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Vinnumarkaður Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Níu manns starfa við fóðurstöð Arctic Fish á Þingeyri sem verður sameinuð höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði og flytjast störfin því þangað. Áformin eru umdeild en bæjarstjórinn á Ísafirði segir ákvörðunina sorglega og hún muni hafa víðtæk áhrif. „Við metum þessa starfsmenn mikils en auðvitað hefur maður skilning á því þegar að níu störf hverfa úr samfélaginu þó að fólkið haldi vinnunni, ég ætla ekki að gera lítið úr því, alls ekki,“ segir Daníel Jakobsson, forstjóri Arctic Fish. Reyni að koma til móts við starfsfólkið Fyrirtækið geri fjölmargar ráðstafanir til að koma til móts við starfsfólkið. „Til þess að koma til móts við þessa frábæru starfsmenn okkar á Þingeyri þá bjóðum við þeim upp á að keyra á vinnutíma, við sköffuðum bíl til þess að ferðast á milli og erum að reyna að gera þetta þannig að þetta sé sjálfbært fyrir þau til lengri tíma og við viljum hafa þau áfram í starfi hjá okkur.“ Ákvörðunin hafi að sögn Daníels verið vandlega ígrunduð og hafi það að leiðarljósi að auka gæði starfseminnar. „Þetta er einungis aðgerð til þess að bæta vöxt og velferð fiskanna okkar. Og á Þingeyri hefur byggst upp alveg gríðarlega mikil þekking hjá þessu starfsfólki sem er í þessu þar. Þess vegna leggjum við mikið á okkur til þess að koma til móts við þau, hvert og eitt,“ segir Daníel. Ekki felist sparnaður í ráðstöfuninni heldur kostnaðarauki, að minnsta kosti til að byrja með. Ráðherra líti sér nær Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákvörðunin væri gríðarlegt högg. Hann muni beita sér fyrir því að hún verði dregin til baka, og segir að fiskeldisfyrirtæki þurfi að sýna samfélagslega ábyrgð. „Ég held að það sé alveg fullkomlega eðlilegt að þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar kjördæmisins beri hag íbúanna sinna fyrir brjósti. Ég vil þó á það benda að fólk getur talið störfin sem að ríkið og sveitarfélögin eru með á Þingeyri í fyrsta lagi. Og í annan stað að þá er það þannig, að þrátt fyrir taprekstur á þessu ári greiðir Arctic Fish 700 milljónir á ári í fiskeldisgjald, 100 milljónir í umhverfissjóð, þannig 800 milljónir í sérstaka fiskeldisskatta. Þrátt fyrir það að stór hluti af okkar fiski sé að koma úr Dýrafirði hef ég ekki orðið var við að neitt af þeim peningum renni í Dýrafjörð,“ segir Daníel. Ráðherra gæti litið sér nær í þessum efnum. „Sveitarstjórnarráðherra væri í lófa lagið að breyta þeim leikreglum og tryggja það að þeir sem eru að búa til, eða þau samfélög séu að búa til þetta eldisgjald, fái það þá til baka til sín, en það renni ekki allt í hítina í 101,“ segir Daníel. Arctic Fish er með starfsemi víða á Vestfjörðum, en þessi vinnslustöð er í Bolungarvík.Vísir/Anton Brink Styrkja nærsamfélagið burt séð frá rekstrartapi Þar að auki hafi fyrirtækið frá upphafi lagt sig fram við að gefa af sér til samfélagsins. Arctic Fish hafi meðal annars tekið þátt í að kaupa björgunarbát fyrir björgunarsveitirnar á Þingeyri, Flateyri og á Patreksfirði. „Við setjum gríðarlega mikla peninga, þrátt fyrir að hafa aldrei skilað hagnaði í tíu ára sögu fyrirtækisins, í samfélagsleg verkefni á Vestfjörðum. Ég held það séu um þrjátíu milljónir á þessu ári. Alls starfa hátt í 130 manns hjá fyrirtækinu víðsvegar á Vestfjörðum, og kemur störfum til með að fjölga á næstu árum þegar eldisstöðvum þess fjölgar úr fimm í níu. „Ég held að við sinnum samfélagslegri ábyrgð best með því að standa okkur vel í rekstri, tryggja það að þessi störf verði á Vestfjörðum. Á þessu ári er verið að ráða tuttugu nýja starfsmenn og verkefni okkar er í raun og veru að tryggja það að vöxtur og viðgangur á Vestfjörðum sé til staðar og það verði störf á Vestfjörðum í eldinu og við höfum reynt að dreifa því um alla Vestfirði, eins og ég fór yfir áðan þá eru þau tiltölulega jafnt í um fimm fjörðum á Vestfjörðum,“ segir Daníel.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Vinnumarkaður Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira