Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 30. júní 2025 11:01 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Við höfum m.a. fjallað um kynbundinn launamun á íslenskum vinnumarkaði en í þessari grein beinum við sjónum að launum kvenna og karla sem eru í stéttarfélögum innan ASÍ og BSRB, árið 2024. Upplýsingarnar eru sóttar í nýja skýrslu Kjaratölfræðinefndar (KTN) sem kom út fyrr í mánuðinum. Kjaratölfræðinefnd er samstarfsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem hefur það m.a. að markmiði að skapa sameiginlegan skilning á þróun kjaramála með útgáfu vandaðrar og aðgengilegrar launatölfræði. Hver voru launin árið 2024? Í vorskýrslum KTN er launastig birt fyrir undangengið ár og því veitir sú nýjasta okkur upplýsingar um launastig ársins 2024. Árið 2024 var miðgildi reglulegra mánaðarlauna allra starfandi á íslenskum vinnumarkaði 768.000 kr. hjá körlum en 743.000 krónur hjá konum. Ef litið er til heildarlauna (þar sem yfirvinna og aðrar óreglulegar greiðslur eru meðtaldar) fengu karlar að meðaltali 938.000 kr. á mánuði og konur 826.000 kr. Hér skoðum við um laun innan ASÍ og BSRB sérstaklega og birtum upplýsingar um miðgildi reglulegra launa fullvinnandi fólks. Við erum því að skoða mánaðarlaun fyrir fulla vinnu án tilfallandi yfirvinnu og óreglulegra greiðslna. Í stuttu máli má sega að regluleg laun séu laun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem hann er unninn í dagvinnu eða vaktavinnu. Þau ná til grunnlauna og fastra álagsgreiðslna, eins og vaktaálags. Miðgildi launa þýðir að launin sem eru birt á myndunum hér fyrir neðan eru laun einstaklingsins sem er í miðjunni á launadreifingu viðkomandi hóps. Það þýðir að 50% hópsins eru með lægri laun og 50% hópsins eru með hærri laun. Miðgildi reglulegra launa í aðildarfélögum ASÍ og BSRB er í öllum tilvikum lægra en meðaltalið, sem endurspeglar að launadreifingin er meiri hjá þeim 50% sem eru með hærri laun. Laun innan ASÍ ASÍ eru stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði með 44 aðildarfélög og 5 landssambönd. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að ASÍ starfa á almenna markaðnum eða yfir 90% og karlar eru í meirihluta eða um 57%. Mynd 1 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum ASÍ eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í ASÍ að miðgildi 631.000 kr. árið 2024, samanborið við 682.000 hjá körlum. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu og sveitarfélögum utan Reykjavíkur, en regluleg laun eru jöfnust hjá Reykjavíkurborg þar sem miðgildi launa kvenna er 573.000 kr. og karla 576.000. Þegar regluleg laun eru skoðuð eftir starfshópum innan ASÍ á almenna markaðnum sjáum við mikinn mun. Miðgildi launa iðnaðarfólks er 760.000 kr., 741.000 hjá verslunar- og skrifstofufólki innan Landsambands íslenskra verslunarmanna, en 576.000 hjá verkafólki sem er fjölmennasti hópurinn. Þar er líka mestur launamunur kynjanna eins og sést á mynd 2. Mynd 2 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi eftir hópum ASÍ á almenna markaðnum, árið 2024 Laun innan BSRB BSRB eru stærstu heildarsamtök launafólks á opinbera markaðnum með 19 aðildarfélög. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að BSRB starfa á opinbera markaðnum eða tæp 90% og konur eru í meirihluta eða 64%. Mynd 3 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum BSRB eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í BSRB að miðgildi 635.000 kr. , samanborið við 696.000 hjá körlum árið 2024. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu en minnstur hjá Reykjavíkurborg. Launamunur kynjanna er mestur hjá sveitarfélögunum (að Reykjavík undanskilinni). Þar er miðgildi reglulegra launa kvenna 587.000 kr., en karla 702.000. Konur sem starfa hjá sveitarfélögunum eru jafnframt sá hópur innan BSRB sem er með lægstu launin. Launaþróun kynjanna Margir þættir hafa áhrif á þróun launa eftir hópum og mörkuðum. Kjarasamningar hafa þó að jafnaði mest áhrifa á þróunina. Í Lífskjarasamningunum, á árunum 2019–2022, var lögð sérstök áhersla á að bæta kjör tekjulægri hópa með krónutöluhækkunum á kauptöxtum og föstum dagvinnulaunum. Breið sátt náðist um að launafólk með lágar tekjur hækkaði hlutfallslega meira í launum en þau sem hærri laun höfðu. Gögn Kjaratölfræðinefndar, sem ná aftur til mars 2019, sýna að þessi nálgun hefur skilað því að grunntímakaup og reglulegt tímakaup kvenna hefur hækkað meira en karla í öllum þeim hópum sem hér hafa verið til umfjöllunar. Eina undantekningin er hjá konum í BSRB sem starfa hjá Reykjavíkurborg þar sem tímakaup karla hefur hækkað meira en kvenna. Á sama tímabili hefur óleiðréttur launamunur kynjanna minnkað úr um 14% í rúmlega 9%. Ýmsar ástæður liggja þar að baki en ljóst er að kjarasamningar sem stuðla að hlutfallslega meiri hækkunum hjá tekjulægri hópum, þar sem konur eru í meirihluta, draga úr kynbundnum launamun. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Við höfum m.a. fjallað um kynbundinn launamun á íslenskum vinnumarkaði en í þessari grein beinum við sjónum að launum kvenna og karla sem eru í stéttarfélögum innan ASÍ og BSRB, árið 2024. Upplýsingarnar eru sóttar í nýja skýrslu Kjaratölfræðinefndar (KTN) sem kom út fyrr í mánuðinum. Kjaratölfræðinefnd er samstarfsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem hefur það m.a. að markmiði að skapa sameiginlegan skilning á þróun kjaramála með útgáfu vandaðrar og aðgengilegrar launatölfræði. Hver voru launin árið 2024? Í vorskýrslum KTN er launastig birt fyrir undangengið ár og því veitir sú nýjasta okkur upplýsingar um launastig ársins 2024. Árið 2024 var miðgildi reglulegra mánaðarlauna allra starfandi á íslenskum vinnumarkaði 768.000 kr. hjá körlum en 743.000 krónur hjá konum. Ef litið er til heildarlauna (þar sem yfirvinna og aðrar óreglulegar greiðslur eru meðtaldar) fengu karlar að meðaltali 938.000 kr. á mánuði og konur 826.000 kr. Hér skoðum við um laun innan ASÍ og BSRB sérstaklega og birtum upplýsingar um miðgildi reglulegra launa fullvinnandi fólks. Við erum því að skoða mánaðarlaun fyrir fulla vinnu án tilfallandi yfirvinnu og óreglulegra greiðslna. Í stuttu máli má sega að regluleg laun séu laun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem hann er unninn í dagvinnu eða vaktavinnu. Þau ná til grunnlauna og fastra álagsgreiðslna, eins og vaktaálags. Miðgildi launa þýðir að launin sem eru birt á myndunum hér fyrir neðan eru laun einstaklingsins sem er í miðjunni á launadreifingu viðkomandi hóps. Það þýðir að 50% hópsins eru með lægri laun og 50% hópsins eru með hærri laun. Miðgildi reglulegra launa í aðildarfélögum ASÍ og BSRB er í öllum tilvikum lægra en meðaltalið, sem endurspeglar að launadreifingin er meiri hjá þeim 50% sem eru með hærri laun. Laun innan ASÍ ASÍ eru stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði með 44 aðildarfélög og 5 landssambönd. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að ASÍ starfa á almenna markaðnum eða yfir 90% og karlar eru í meirihluta eða um 57%. Mynd 1 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum ASÍ eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í ASÍ að miðgildi 631.000 kr. árið 2024, samanborið við 682.000 hjá körlum. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu og sveitarfélögum utan Reykjavíkur, en regluleg laun eru jöfnust hjá Reykjavíkurborg þar sem miðgildi launa kvenna er 573.000 kr. og karla 576.000. Þegar regluleg laun eru skoðuð eftir starfshópum innan ASÍ á almenna markaðnum sjáum við mikinn mun. Miðgildi launa iðnaðarfólks er 760.000 kr., 741.000 hjá verslunar- og skrifstofufólki innan Landsambands íslenskra verslunarmanna, en 576.000 hjá verkafólki sem er fjölmennasti hópurinn. Þar er líka mestur launamunur kynjanna eins og sést á mynd 2. Mynd 2 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi eftir hópum ASÍ á almenna markaðnum, árið 2024 Laun innan BSRB BSRB eru stærstu heildarsamtök launafólks á opinbera markaðnum með 19 aðildarfélög. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að BSRB starfa á opinbera markaðnum eða tæp 90% og konur eru í meirihluta eða 64%. Mynd 3 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum BSRB eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í BSRB að miðgildi 635.000 kr. , samanborið við 696.000 hjá körlum árið 2024. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu en minnstur hjá Reykjavíkurborg. Launamunur kynjanna er mestur hjá sveitarfélögunum (að Reykjavík undanskilinni). Þar er miðgildi reglulegra launa kvenna 587.000 kr., en karla 702.000. Konur sem starfa hjá sveitarfélögunum eru jafnframt sá hópur innan BSRB sem er með lægstu launin. Launaþróun kynjanna Margir þættir hafa áhrif á þróun launa eftir hópum og mörkuðum. Kjarasamningar hafa þó að jafnaði mest áhrifa á þróunina. Í Lífskjarasamningunum, á árunum 2019–2022, var lögð sérstök áhersla á að bæta kjör tekjulægri hópa með krónutöluhækkunum á kauptöxtum og föstum dagvinnulaunum. Breið sátt náðist um að launafólk með lágar tekjur hækkaði hlutfallslega meira í launum en þau sem hærri laun höfðu. Gögn Kjaratölfræðinefndar, sem ná aftur til mars 2019, sýna að þessi nálgun hefur skilað því að grunntímakaup og reglulegt tímakaup kvenna hefur hækkað meira en karla í öllum þeim hópum sem hér hafa verið til umfjöllunar. Eina undantekningin er hjá konum í BSRB sem starfa hjá Reykjavíkurborg þar sem tímakaup karla hefur hækkað meira en kvenna. Á sama tímabili hefur óleiðréttur launamunur kynjanna minnkað úr um 14% í rúmlega 9%. Ýmsar ástæður liggja þar að baki en ljóst er að kjarasamningar sem stuðla að hlutfallslega meiri hækkunum hjá tekjulægri hópum, þar sem konur eru í meirihluta, draga úr kynbundnum launamun. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun