Læknanemar fái víst launahækkun Agnar Már Másson skrifar 1. júlí 2025 11:49 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðuneytið segir að læknanemum sé tryggð launahækkun að lágmarki 3,5 prósent eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Breytingar hafi verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem valdi því að laun lækna hafi hækkað umfram almennar launahækkanir en laun læknanema hækkað í takt við almennar hækkanir. Í gær var greint frá því að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir töldu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Læknanemar sökuðu Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að taka einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarðuðu laun sín út frá. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur fram í fréttatilkynningu í dag að öllum læknanemum sé tryggð að lágmarki 3,5 prósenta launahækkun á milli ára í samræmi við aðra hópa hjá ríkinu. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum. Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi, en nú nema launin um 70 til 84 prósentum af heildarlaunum lækna að sögn læknanema. Í tilkynningu ráðuneytisins er tekið fram að laun læknanema taki nú mið af tilteknum launaflokki í launatöflu Læknafélags Íslands (LÍ) en félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Ráðuneytið segir að í kjarasamningi ríkisins við LÍ frá 28. nóvember 2024 hafi verið gerðar viðamiklar breytingar á starfsumhverfi lækna og ýmsir launamyndandi þættir, sem áður hafi verið greiddir sem álag eða viðbótargreiðslur, færðir inn í grunnlaun. Þar af leiðandi hafi laun launatafla lækna hækkað umfram almennar launahækkanir. Þar sem læknanemar áttu ekki rétt á þessum viðbótargreiðslum þurfti að breyta viðmiðinu til að tryggja að launahækkanir þeirra væru í samræmi við aðra hópa. „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Kjaramál Háskólar Skóla- og menntamál Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Í gær var greint frá því að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir töldu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Læknanemar sökuðu Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að taka einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarðuðu laun sín út frá. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur fram í fréttatilkynningu í dag að öllum læknanemum sé tryggð að lágmarki 3,5 prósenta launahækkun á milli ára í samræmi við aðra hópa hjá ríkinu. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum. Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi, en nú nema launin um 70 til 84 prósentum af heildarlaunum lækna að sögn læknanema. Í tilkynningu ráðuneytisins er tekið fram að laun læknanema taki nú mið af tilteknum launaflokki í launatöflu Læknafélags Íslands (LÍ) en félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Ráðuneytið segir að í kjarasamningi ríkisins við LÍ frá 28. nóvember 2024 hafi verið gerðar viðamiklar breytingar á starfsumhverfi lækna og ýmsir launamyndandi þættir, sem áður hafi verið greiddir sem álag eða viðbótargreiðslur, færðir inn í grunnlaun. Þar af leiðandi hafi laun launatafla lækna hækkað umfram almennar launahækkanir. Þar sem læknanemar áttu ekki rétt á þessum viðbótargreiðslum þurfti að breyta viðmiðinu til að tryggja að launahækkanir þeirra væru í samræmi við aðra hópa. „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Kjaramál Háskólar Skóla- og menntamál Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira