Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júlí 2025 20:30 Jóhann Már Helgason segir vel hægt að setja gott regluverk í kringum bjórsölu á knattspyrnuleikjum sem sýni sig að haldi uppi stemningu og trekki áhorfendur að. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga fundað með forsvarsmönnum knattspyrnufélaga vegna áfengissölu og hefur eitt þeirra hætt henni á meðan leyfisumsókn stendur. Fyrrum framkvæmdastjóri segir félögin verða fyrir gríðarlegu tapi vegna málsins, tekjur af bjórsölu séu í sumum tilvikum orðnar meiri en af miðasölu. Enginn bjór var seldur á leik Víkings og Aftureldingar í Bestu deild karla í Víkinni á sunnudagskvöld. Formaður knattspyrnudeildar Víkings sagði í samtali við fréttastofu félagið hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig eftir fund með lögreglu, umsókn um leyfi sé komin í ferli. Auk funda mætti lögregla á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabæ og gerði athugasemdir við að fólk færi með bjór upp í stúku, sem ekki er leyfilegt. Jóhann Már Helgason fyrrverandi framkvæmdastjóri og sérfræðingur í fjármálum íþróttafélaga segir félögin verða af gríðarlegum fjárhæðum á meðan áfengissala sé sett á hlé. „Þá hefur maður heyrt það núna eftir samtölin sem maður hefur átt við aðila sem eru starfandi núna sem framkvæmdastjórar félaga að í rauninni er bjórsala á leikjum orðin stærri að einhverju leyti en sjálf miðasalan, þannig það gefur auga leið að þetta setur strik í reikninginn rekstrarlega séð.“ Fólk sæki einfaldlega annað Góður heimaleikur geti gefið af sér yfir milljón í tekjur af bjórsölu og segir Jóhann þær tekjur sérstaklega skipta máli fyrir minni félög í þungum rekstri. Mikil umræða hefur skapast um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum að undanförnu. „Þessir leikir eru yfirleitt spilaðir á sunnudags eða mánudagskvöldum. Það er enginn ofurölvi eða mikil drykkja, þetta er í raun einn til tveir á mann og bara mjög, hvað segir maður, þægilegt og engin öfgastemning í þessu.“ Dæmin sýni að bjóði félögin ekki upp á bjór leiti fólk einfaldlega annað. „Þessi þjónusta, hún er í raun þá bara sótt annað. Fólk hittist á einhverjum bar og gerir þetta þar fyrir leik, jafnvel eftir leik, við erum að sjá það líka. Þarna er í rauninni þá klúbburinn að taka þessar tekjur til sín og þá er þetta partur af þessari leikdagsupplifun, bætir stemninguna á leiknum líka. Þannig að fyrir mér er eina vitið að leyfa þetta bara, bara finna gott og þægilegt regluverk utan um þetta sem við getum sótt til dæmis til Svíþjóðar. Ef við viljum hafa í rauninni þannig reglur að það sé eitthvað áfengislaust svæði í stúkunni þá er hægt að smíða það þannig og allt hvaðeina.“ Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Enginn bjór var seldur á leik Víkings og Aftureldingar í Bestu deild karla í Víkinni á sunnudagskvöld. Formaður knattspyrnudeildar Víkings sagði í samtali við fréttastofu félagið hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig eftir fund með lögreglu, umsókn um leyfi sé komin í ferli. Auk funda mætti lögregla á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabæ og gerði athugasemdir við að fólk færi með bjór upp í stúku, sem ekki er leyfilegt. Jóhann Már Helgason fyrrverandi framkvæmdastjóri og sérfræðingur í fjármálum íþróttafélaga segir félögin verða af gríðarlegum fjárhæðum á meðan áfengissala sé sett á hlé. „Þá hefur maður heyrt það núna eftir samtölin sem maður hefur átt við aðila sem eru starfandi núna sem framkvæmdastjórar félaga að í rauninni er bjórsala á leikjum orðin stærri að einhverju leyti en sjálf miðasalan, þannig það gefur auga leið að þetta setur strik í reikninginn rekstrarlega séð.“ Fólk sæki einfaldlega annað Góður heimaleikur geti gefið af sér yfir milljón í tekjur af bjórsölu og segir Jóhann þær tekjur sérstaklega skipta máli fyrir minni félög í þungum rekstri. Mikil umræða hefur skapast um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum að undanförnu. „Þessir leikir eru yfirleitt spilaðir á sunnudags eða mánudagskvöldum. Það er enginn ofurölvi eða mikil drykkja, þetta er í raun einn til tveir á mann og bara mjög, hvað segir maður, þægilegt og engin öfgastemning í þessu.“ Dæmin sýni að bjóði félögin ekki upp á bjór leiti fólk einfaldlega annað. „Þessi þjónusta, hún er í raun þá bara sótt annað. Fólk hittist á einhverjum bar og gerir þetta þar fyrir leik, jafnvel eftir leik, við erum að sjá það líka. Þarna er í rauninni þá klúbburinn að taka þessar tekjur til sín og þá er þetta partur af þessari leikdagsupplifun, bætir stemninguna á leiknum líka. Þannig að fyrir mér er eina vitið að leyfa þetta bara, bara finna gott og þægilegt regluverk utan um þetta sem við getum sótt til dæmis til Svíþjóðar. Ef við viljum hafa í rauninni þannig reglur að það sé eitthvað áfengislaust svæði í stúkunni þá er hægt að smíða það þannig og allt hvaðeina.“
Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira