Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar 2. júlí 2025 11:00 Sem betur fer hefur okkur Íslendingum gengið vel að skapa hér velferðarsamfélag á forsendum mikillar verðmætasköpunar. Forsenda þess að þessi velgengni haldi áfram er að þeir sem leggja fjármagn í atvinnurekstur fái það til baka með eðlilegri ávöxtun. Arðgreiðslur: Hvati eða græðgi Að tryggja svigrúm til arðgreiðslna í atvinnurekstri er grundvallaratriði fyrir heilbrigt og blómlegt hagkerfi. Þetta á sérstaklega við um útflutningsgreinar eins og íslenskan sjávarútveg. Arðgreiðslur eru ekki einungis leið til að verðlauna eigendur fyrir áhættu og fjárfestingu, heldur gegna þær lykilhlutverki í að laða að nýtt fjármagn, stuðla að nýsköpun og viðhalda samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Þetta vita allir, líka flestir þingmenn vinstriflokkanna. Samt nota þau öll tækifæri til að reyna að telja fólki trú um að ein grein umfram aðra stundi ofurarðgreiðslur á forsendum aðgengis að auðlind þjóðarinnar. Þessi málflutningur er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Afvegaleiðandi umræða og skortur á staðreyndum Það er furðulegt hversu mikið ríkisstjórnarflokkarnir komast upp með að afvegaleiða umræðuna um arðgreiðslur í sjávarútvegi, hugsanlega vegna ofuráherslu á að það vanti fleiri excelskjöl og greiningar af hálfu stjórnarandstöðunnar og hagsmunasamtaka. Flest af því sem að sjávarútvegi snýr er þekkt og mikið af gögnum liggur fyrir. Þegar þau eru skoðuð blasir við að ríkisstjórnin veifar röngu tré og beitir pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum, til að réttlæta skattahækkanir. Arðsemi sjávarútvegs í samanburði Til að skýra stöðuna nánar má líta til greiningar Ragnars M. Gunnarssonar, fjármálafræðings frá Flateyri, sem hefur greint arðsemi atvinnugreina á Íslandi frá 2002 til 2023. Samkvæmt greiningu hans hefur arðsemi sjávarútvegs og fiskeldis verið talsvert lægri sem hlutfall af hagnaði samanborið við þær greinar sem byggja rekstur sinn á innlendri veltu. Til dæmis: Gögn sýna að sjávarútvegur hefur verið með umtalsvert lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Af hverjum 100 krónum sem sjávarútvegur og fiskeldi hefur skilað í hagnað, hafa 62 krónur verið haldið innan fyrirtækisins og endurfjárfest. Á sama tíma hafa heildsölur greitt út 68% af hagnaði en þannig að 32 krónur af hverjum 100 krónum í hagnað hefur verið haldið efir í fyrirtækinu. Þessar tölur sýna að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru, hlutfallslega, mikið lægri en af mörgum öðrum greinum, sem dregur úr þeirri fullyrðingu að um "ofurarðgreiðslur" sé að ræða í sjávarútvegi. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir landsbyggðina Það er áhættusöm þróun að veikja mikilvægar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg og ferðaþjónustu, sérstaklega með málflutningi sem er ekki byggður á staðreyndum. Sjávarútvegur, ásamt ferðaþjónustu, er lífæð landsbyggðarinnar og ein af grundvallarstoðum velferðar í landinu. Þessar greinar þurfa stuðning til vaxtar frekar en veikingar í gegnum ofurskattlagningu. Kallið eftir stöðugleika Stjórnvöldum ber að skapa stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi fyrir sjávarútveginn. Ófyrirsjáanlegar breytingar á regluverki eða of mikil skattlagning geta dregið úr vilja til að fjárfesta og þar með skaðað framtíðarþróun greinarinnar. Svigrúm til arðgreiðslna er ekki lúxus, heldur nauðsynlegur þáttur til að tryggja að sjávarútvegurinn geti áfram verið drifkraftur í íslensku hagkerfi, skapað störf og verðmæti fyrir samfélagið allt. Sjávarútvegurinn hefur sýnt að hann vill byggja til framtíðar og hefur því stillt arðgreiðslum í hóf og greitt lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Höfundur er bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sem betur fer hefur okkur Íslendingum gengið vel að skapa hér velferðarsamfélag á forsendum mikillar verðmætasköpunar. Forsenda þess að þessi velgengni haldi áfram er að þeir sem leggja fjármagn í atvinnurekstur fái það til baka með eðlilegri ávöxtun. Arðgreiðslur: Hvati eða græðgi Að tryggja svigrúm til arðgreiðslna í atvinnurekstri er grundvallaratriði fyrir heilbrigt og blómlegt hagkerfi. Þetta á sérstaklega við um útflutningsgreinar eins og íslenskan sjávarútveg. Arðgreiðslur eru ekki einungis leið til að verðlauna eigendur fyrir áhættu og fjárfestingu, heldur gegna þær lykilhlutverki í að laða að nýtt fjármagn, stuðla að nýsköpun og viðhalda samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Þetta vita allir, líka flestir þingmenn vinstriflokkanna. Samt nota þau öll tækifæri til að reyna að telja fólki trú um að ein grein umfram aðra stundi ofurarðgreiðslur á forsendum aðgengis að auðlind þjóðarinnar. Þessi málflutningur er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Afvegaleiðandi umræða og skortur á staðreyndum Það er furðulegt hversu mikið ríkisstjórnarflokkarnir komast upp með að afvegaleiða umræðuna um arðgreiðslur í sjávarútvegi, hugsanlega vegna ofuráherslu á að það vanti fleiri excelskjöl og greiningar af hálfu stjórnarandstöðunnar og hagsmunasamtaka. Flest af því sem að sjávarútvegi snýr er þekkt og mikið af gögnum liggur fyrir. Þegar þau eru skoðuð blasir við að ríkisstjórnin veifar röngu tré og beitir pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum, til að réttlæta skattahækkanir. Arðsemi sjávarútvegs í samanburði Til að skýra stöðuna nánar má líta til greiningar Ragnars M. Gunnarssonar, fjármálafræðings frá Flateyri, sem hefur greint arðsemi atvinnugreina á Íslandi frá 2002 til 2023. Samkvæmt greiningu hans hefur arðsemi sjávarútvegs og fiskeldis verið talsvert lægri sem hlutfall af hagnaði samanborið við þær greinar sem byggja rekstur sinn á innlendri veltu. Til dæmis: Gögn sýna að sjávarútvegur hefur verið með umtalsvert lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Af hverjum 100 krónum sem sjávarútvegur og fiskeldi hefur skilað í hagnað, hafa 62 krónur verið haldið innan fyrirtækisins og endurfjárfest. Á sama tíma hafa heildsölur greitt út 68% af hagnaði en þannig að 32 krónur af hverjum 100 krónum í hagnað hefur verið haldið efir í fyrirtækinu. Þessar tölur sýna að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru, hlutfallslega, mikið lægri en af mörgum öðrum greinum, sem dregur úr þeirri fullyrðingu að um "ofurarðgreiðslur" sé að ræða í sjávarútvegi. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir landsbyggðina Það er áhættusöm þróun að veikja mikilvægar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg og ferðaþjónustu, sérstaklega með málflutningi sem er ekki byggður á staðreyndum. Sjávarútvegur, ásamt ferðaþjónustu, er lífæð landsbyggðarinnar og ein af grundvallarstoðum velferðar í landinu. Þessar greinar þurfa stuðning til vaxtar frekar en veikingar í gegnum ofurskattlagningu. Kallið eftir stöðugleika Stjórnvöldum ber að skapa stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi fyrir sjávarútveginn. Ófyrirsjáanlegar breytingar á regluverki eða of mikil skattlagning geta dregið úr vilja til að fjárfesta og þar með skaðað framtíðarþróun greinarinnar. Svigrúm til arðgreiðslna er ekki lúxus, heldur nauðsynlegur þáttur til að tryggja að sjávarútvegurinn geti áfram verið drifkraftur í íslensku hagkerfi, skapað störf og verðmæti fyrir samfélagið allt. Sjávarútvegurinn hefur sýnt að hann vill byggja til framtíðar og hefur því stillt arðgreiðslum í hóf og greitt lægri arðgreiðslur en margar aðrar greinar. Höfundur er bæjarstjóri.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar