Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 5. júlí 2025 08:34 Ég legg stoltur fram aðra aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 sem verður vegvísir fyrir menntaumbætur í öllu menntakerfinu næstu árin. Áætlunin er unnin í víðtæku samráði og markmið hennar er eitt og aðeins eitt, að ná betri árangri. Menntastefna til ársins 2030 var samþykkt á alþingi árið 2021 og hefur ráðuneytið unnið samkvæmt henni allar götur síðan. Mikil umræða hefur verið um menntakerfið á liðnum misserum og ýmis sjónarhorn komið fram í umræðunni, bæði hér innanlands en einnig frá erlendum aðilum. Ríkur samhljómur er með þeim aðgerðum sem boðaðar eru í nýrri aðgerðaáætlun og þeim mikilvægu ábendingum sem hafa komið fram um menntakerfið m.a. frá OECD. Vissulega er snert á mörgu í aðgerðaáætluninni, enda allt starf í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, frístundastarfi og listnámi undir en ég leyfi mér að tiltaka nokkur atriði: Bættur námsárangur og samræmdar mælingar. Markvisst samstarf heimila og skóla um menntun barna og farsæld barna og ungmenna. Aukin gæði kennslu á öllum skólastigum. Farsæl menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í inngildandi skólastarfi. Betri stuðningur við kennara og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Áhersla félags- og tilfinningafærni barna og aukinn árangur þeirra í námi. Hagnýting rannsókna og gagna til þess að efla menntakerfið okkar. Bætt mat og eftirlit með skólastarfi. Þetta eru allt atriði sem við getum sammælst um að séu mikilvæg en sannarlega eru ólík sjónarhorn á lofti um forgangsröðun og hversu mikil áhersla eigi að vera á hverja aðgerð. Næst er að kynna áætlunina vel, stilla upp framkvæmdaröð og fylkja fólki saman. Það er kominn tími til að ganga til verka. Við vitum hvað verkefnið er og ætlum að vinna það saman. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég legg stoltur fram aðra aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 sem verður vegvísir fyrir menntaumbætur í öllu menntakerfinu næstu árin. Áætlunin er unnin í víðtæku samráði og markmið hennar er eitt og aðeins eitt, að ná betri árangri. Menntastefna til ársins 2030 var samþykkt á alþingi árið 2021 og hefur ráðuneytið unnið samkvæmt henni allar götur síðan. Mikil umræða hefur verið um menntakerfið á liðnum misserum og ýmis sjónarhorn komið fram í umræðunni, bæði hér innanlands en einnig frá erlendum aðilum. Ríkur samhljómur er með þeim aðgerðum sem boðaðar eru í nýrri aðgerðaáætlun og þeim mikilvægu ábendingum sem hafa komið fram um menntakerfið m.a. frá OECD. Vissulega er snert á mörgu í aðgerðaáætluninni, enda allt starf í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, frístundastarfi og listnámi undir en ég leyfi mér að tiltaka nokkur atriði: Bættur námsárangur og samræmdar mælingar. Markvisst samstarf heimila og skóla um menntun barna og farsæld barna og ungmenna. Aukin gæði kennslu á öllum skólastigum. Farsæl menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í inngildandi skólastarfi. Betri stuðningur við kennara og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Áhersla félags- og tilfinningafærni barna og aukinn árangur þeirra í námi. Hagnýting rannsókna og gagna til þess að efla menntakerfið okkar. Bætt mat og eftirlit með skólastarfi. Þetta eru allt atriði sem við getum sammælst um að séu mikilvæg en sannarlega eru ólík sjónarhorn á lofti um forgangsröðun og hversu mikil áhersla eigi að vera á hverja aðgerð. Næst er að kynna áætlunina vel, stilla upp framkvæmdaröð og fylkja fólki saman. Það er kominn tími til að ganga til verka. Við vitum hvað verkefnið er og ætlum að vinna það saman. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar