Sport

Annar sann­færandi sigur hjá Ís­landi á u-18 EuroBasket

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Elísabet Ólafsdóttir spilar fyrir Stjörnuna en hún var stigahæst í leik Íslands í dag.
Elísabet Ólafsdóttir spilar fyrir Stjörnuna en hún var stigahæst í leik Íslands í dag. Vísir / Pawel Cieslikiewicz

Íslenska u-18 landslið kvenna í körfubolta mætti í dag Kósóvó í riðlakeppni EuroBasket u-18. Leikurinn endaði með sannfærandi sigri Íslands 50-82, þrátt fyrir erfiðan fyrri hálfleik.

Staðan í hálfleik var 35-32 fyrir Íslandi, en fyrsti fjórðungur leiksins var jafn 16-16. Spennandi leikur í fyrri hálfleik en íslenska liðið spilaði vel í þeim seinni.

Þriðji fjórðungur fór 24-10 fyrir Íslandi, og loka fjórðungurinn fór 23-8. Afar sannfærandi seinni hálfleikur hjá stelpunum.

Elísabet Ólafsdóttir leikmaður Stjörnunnar var stigahæst í liði Íslands með 16 stig, en hún náði einnig fjórum fráköstum.

Kolbrún María Ármannsdóttir og Rebekka Rut Steingrímsdóttir fylgdu eftir góðum leik frá því í gær og náðu í 13, og 12 stig hvor.

Ísland er þá í 3. sæti riðilsins þegar tveir leikir eru eftir, en efstu tvö sætin fara áfram í úrslitakeppnina og þriðja og fjórða sæti keppast um sæti 9-16.

Næsti leikur Íslands er gegn Aserbaídsjan á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×