Körfubolti

Verður fimmti launa­hæsti íþrótta­maður í heimi

Siggeir Ævarsson skrifar
Shai Gilgeous-Alexander getur leyft sér að brosa allan hringinn næstu árin
Shai Gilgeous-Alexander getur leyft sér að brosa allan hringinn næstu árin Vísir/Getty

Shai Gilgeous-Alexander hefur skrifað undir nýjan samning við NBA meistara Oklahoma City Thunder til fjögurra ára en heildarvirði samningsins er 285 milljónir dollara.

Gilgeous-Alexander átti frábært tímabil með OKC í vetur þar sem hann varð stigakóngur deildarinnar, valinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins sem og mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Hann komst þar í fámennan hóp en aðeins þrír aðrir leikmenn hafa afrekað þessa þrennu. Hinir þrír eru Kareem Abdul-Jabbar. Michael Jordan og Shaquille O'Neal.

Að meðaltali mun Gilgeous-Alexander þéna 71,25 milljón á ári á samningstímabilinu, sem gerir hann að fimmta tekjuhæsta íþróttamanni heims.

Eins og gjarnan í NBA þá hækka launin í samningnum frá ári til árs og vera rétt um 79 milljónir síðasta árið, sem þýðir að Gilgeous-Alexander mun þéna rétt tæpa milljón, fyrir skatt að sjálfsögðu, á hvern leik en NBA tímabilið er 82 leikir. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×