Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar 9. júlí 2025 13:31 Félag atvinnurekenda hefur skrifað Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir því að vegabætur á Þrengsla- og Þorlákshafnarvegi verði settar á samgönguáætlun. Tvö skipafélög, sem veita gömlu risunum Eimskipi og Samskipum samkeppni, reka nú áætlunarsiglingar til og frá Þorlákshöfn. Við bendum ráðherranum á að betri vegur til Þorlákshafnar væri mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af tilmælum Samkeppniseftirlitsins til innviðaráðuneytisins og fleiri aðila um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Engin viðbrögð við áliti Samkeppniseftirlitsins tæpum tveimur árum síðar Samkeppniseftirlitið birti álit sitt um samkeppni í flutningum í september 2023, í framhaldi af ákvörðun sinni vegna samkeppnisbrota Eimskips og Samskipa. Þar var tilmælum m.a. beint til innviðaráðherra um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningaþjónustu. Í erindi FA er kallað eftir svörum innviðaráðuneytisins við spurningum FA, sem settar voru fram í erindi haustið 2023, um það hvernig ráðuneytið hygðist bregðast við tilmælum samkeppnisyfirvalda. Þeim spurningum hefur enn ekki verið svarað, tæpum tveimur árum síðar. Í byrjun apríl 2024 kom fram í svari frá ráðuneytinu að lagt væri upp með að „klára greiningu og stefnumótun vegna málsins fljótlega.“ Síðan hefur ekki heyrzt bofs. Samkeppnin kemur frá Þorlákshöfn Íslenzk fyrirtæki, þar á meðal félagsmenn í FA, bíða því enn eftir að stjórnvöld móti sér einhverja stefnu í málinu. Í FA er fjöldi inn- og útflutningsfyrirtækja, sem árum saman hafa kvartað undan ónógri samkeppni í flutningaþjónustu, hárri verðlagningu stóru skipafélaganna tveggja og ógegnsæjum gjaldskrám. Það er mikið hagsmunamál félagsmanna FA að það takist að efla samkeppni í skipaflutningum til frambúðar og ekki síður hagsmunir neytenda, enda vegur flutningskostnaður þungt í vöruverði á Íslandi. FA vekur athygli ráðherra á þeirri stöðu, sem nú er uppi í skipaflutningum, þar sem tveir helztu keppinautar stóru skipafélaganna hafa komið sér upp starfsstöðvum í Þorlákshöfn. Smyril Line Cargo hefur starfað þar um nokkurt árabil og heldur uppi áætlunarsiglingum milli Þorlákshafnar og Þórshafnar, Hirtshals og Rotterdam. Torcargo hefur nýhafið áætlunarsiglingar milli Rotterdam og Þorlákshafnar. Margir kostir eru við staðsetninguna í Þorlákshöfn, m.a. að siglingaleiðin er styttri og sótsporið minna. Hins vegar þurfa skipafélögin, sem þar starfa, að flytja vörur um lengri veg á landi til stærsta markaðarins á höfuðborgarsvæðinu en stóru skipafélögin, sem hafa aðstöðu í Sundahöfn. Það skiptir því máli í samkeppnislegu tilliti að landleiðin sé sem greiðust. Mjór vegur, ekki í fullri þjónustu og með skert burðarþol FA hefur aflað upplýsinga hjá Vegagerðinni um Þrengslaveginn, sem ásamt Þorlákshafnarvegi tengir Þorlákshöfn við Þjóðveg 1, Hringveg. Í svörum stofnunarinnar kemur m.a. fram að Þorlákshafnarvegur er ekki í efsta flokki vetrarþjónustu, þurft hefur að loka honum oftar en veginum um Hellisheiði, hann er ekki eins breiður og Vegagerðin telur æskilegt og hluti Þrengslavegar og hluti Þorlákshafnarvegar eru með skert burðarþol. Á undanförnum fjórum árum hafa 10 tonna ásþungatakmarkanir verið settar á Þrengslaveg í samtals 106 daga. Engar slíkar takmarkanir hafa verið settar á aðrar aðalleiðir á suðvesturhorninu á sama tíma. Mikilvæg samkeppnisaðgerð Það gefur auga leið að eftir því sem keppinautar stóru skipafélaganna í Þorlákshöfn eflast, mun umferð vöruflutningabíla um Þrengslaveg og Þorlákshafnarveg aukast. Í svörum Vegagerðarinnar kemur fram að einsskiptismæling á Þrengslavegi í janúar síðastliðnum gefi til kynna að þungaumferð um veginn sé nú þegar 10-17%. Umbætur eru nauðsynlegar til að anna þessari umferð. Vegtenging við Þorlákshöfn, sem er síðri að gæðum en aðrar aðalleiðir á suðvesturhorninu, er samkeppnishindrun í vegi skipafélaganna sem starfa í Þorlákshöfn. FA beinir því til ráðherra að beita sér fyrir því að uppbygging Þrengslavegar – og eftir atvikum Þorlákshafnarvegar – þannig að vegurinn verði að fullu sambærilegur við aðrar aðalleiðir á svæðinu, verði sett á samgönguáætlun hið fyrsta. Til lengri tíma litið hlýtur að verða horft til 2+1-vegar líkt og á Hellisheiði. Slíkt væri ekki eingöngu samgöngubót og öryggismál, heldur ekki síður mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af áliti Samkeppniseftirlitsins. Innviðaráðuneytið hefur haft tæp tvö ár til að móta stefnu um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Það er tímabært að hún fari að líta dagsins ljós. Áætlun um betri veg til Þorlákshafnar væri mikilvægur þáttur í slíkri stefnu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Atvinnurekendur Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur skrifað Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir því að vegabætur á Þrengsla- og Þorlákshafnarvegi verði settar á samgönguáætlun. Tvö skipafélög, sem veita gömlu risunum Eimskipi og Samskipum samkeppni, reka nú áætlunarsiglingar til og frá Þorlákshöfn. Við bendum ráðherranum á að betri vegur til Þorlákshafnar væri mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af tilmælum Samkeppniseftirlitsins til innviðaráðuneytisins og fleiri aðila um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Engin viðbrögð við áliti Samkeppniseftirlitsins tæpum tveimur árum síðar Samkeppniseftirlitið birti álit sitt um samkeppni í flutningum í september 2023, í framhaldi af ákvörðun sinni vegna samkeppnisbrota Eimskips og Samskipa. Þar var tilmælum m.a. beint til innviðaráðherra um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningaþjónustu. Í erindi FA er kallað eftir svörum innviðaráðuneytisins við spurningum FA, sem settar voru fram í erindi haustið 2023, um það hvernig ráðuneytið hygðist bregðast við tilmælum samkeppnisyfirvalda. Þeim spurningum hefur enn ekki verið svarað, tæpum tveimur árum síðar. Í byrjun apríl 2024 kom fram í svari frá ráðuneytinu að lagt væri upp með að „klára greiningu og stefnumótun vegna málsins fljótlega.“ Síðan hefur ekki heyrzt bofs. Samkeppnin kemur frá Þorlákshöfn Íslenzk fyrirtæki, þar á meðal félagsmenn í FA, bíða því enn eftir að stjórnvöld móti sér einhverja stefnu í málinu. Í FA er fjöldi inn- og útflutningsfyrirtækja, sem árum saman hafa kvartað undan ónógri samkeppni í flutningaþjónustu, hárri verðlagningu stóru skipafélaganna tveggja og ógegnsæjum gjaldskrám. Það er mikið hagsmunamál félagsmanna FA að það takist að efla samkeppni í skipaflutningum til frambúðar og ekki síður hagsmunir neytenda, enda vegur flutningskostnaður þungt í vöruverði á Íslandi. FA vekur athygli ráðherra á þeirri stöðu, sem nú er uppi í skipaflutningum, þar sem tveir helztu keppinautar stóru skipafélaganna hafa komið sér upp starfsstöðvum í Þorlákshöfn. Smyril Line Cargo hefur starfað þar um nokkurt árabil og heldur uppi áætlunarsiglingum milli Þorlákshafnar og Þórshafnar, Hirtshals og Rotterdam. Torcargo hefur nýhafið áætlunarsiglingar milli Rotterdam og Þorlákshafnar. Margir kostir eru við staðsetninguna í Þorlákshöfn, m.a. að siglingaleiðin er styttri og sótsporið minna. Hins vegar þurfa skipafélögin, sem þar starfa, að flytja vörur um lengri veg á landi til stærsta markaðarins á höfuðborgarsvæðinu en stóru skipafélögin, sem hafa aðstöðu í Sundahöfn. Það skiptir því máli í samkeppnislegu tilliti að landleiðin sé sem greiðust. Mjór vegur, ekki í fullri þjónustu og með skert burðarþol FA hefur aflað upplýsinga hjá Vegagerðinni um Þrengslaveginn, sem ásamt Þorlákshafnarvegi tengir Þorlákshöfn við Þjóðveg 1, Hringveg. Í svörum stofnunarinnar kemur m.a. fram að Þorlákshafnarvegur er ekki í efsta flokki vetrarþjónustu, þurft hefur að loka honum oftar en veginum um Hellisheiði, hann er ekki eins breiður og Vegagerðin telur æskilegt og hluti Þrengslavegar og hluti Þorlákshafnarvegar eru með skert burðarþol. Á undanförnum fjórum árum hafa 10 tonna ásþungatakmarkanir verið settar á Þrengslaveg í samtals 106 daga. Engar slíkar takmarkanir hafa verið settar á aðrar aðalleiðir á suðvesturhorninu á sama tíma. Mikilvæg samkeppnisaðgerð Það gefur auga leið að eftir því sem keppinautar stóru skipafélaganna í Þorlákshöfn eflast, mun umferð vöruflutningabíla um Þrengslaveg og Þorlákshafnarveg aukast. Í svörum Vegagerðarinnar kemur fram að einsskiptismæling á Þrengslavegi í janúar síðastliðnum gefi til kynna að þungaumferð um veginn sé nú þegar 10-17%. Umbætur eru nauðsynlegar til að anna þessari umferð. Vegtenging við Þorlákshöfn, sem er síðri að gæðum en aðrar aðalleiðir á suðvesturhorninu, er samkeppnishindrun í vegi skipafélaganna sem starfa í Þorlákshöfn. FA beinir því til ráðherra að beita sér fyrir því að uppbygging Þrengslavegar – og eftir atvikum Þorlákshafnarvegar – þannig að vegurinn verði að fullu sambærilegur við aðrar aðalleiðir á svæðinu, verði sett á samgönguáætlun hið fyrsta. Til lengri tíma litið hlýtur að verða horft til 2+1-vegar líkt og á Hellisheiði. Slíkt væri ekki eingöngu samgöngubót og öryggismál, heldur ekki síður mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af áliti Samkeppniseftirlitsins. Innviðaráðuneytið hefur haft tæp tvö ár til að móta stefnu um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Það er tímabært að hún fari að líta dagsins ljós. Áætlun um betri veg til Þorlákshafnar væri mikilvægur þáttur í slíkri stefnu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun