„Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2025 20:19 Þórdís Jóna er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem leiðir þróunarverkefni í málefnum erlendra barna. Vísir/Ívar Nauðsynlegt er að styðja betur við skólasamfélagið í málefnum erlendra barna segir forstjóri miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Tölfræði um aukið ofbeldi sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Doktorsnemi við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum á dögunum að stöðnun hefði orðið í málefnum barna með erlendan bakgrunn. Orðin komu í kjölfarið á áætlun stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna þar sem fram kemur að börn af erlendum uppruna séu mun oftar lögð í einelti en íslensk börn og lendi oftar í slagsmálum. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, segir að tölfræðin sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Síðasta ár hafi verið í gangi þróunarverkni tengt börnum með erlendan bakgrunn. „Þar ætlum við og erum búin að vinna að því núna í vetur að búa til samræmdar aðgerðaáætlanir og ráðgjöf fyrir sveitarfélög og fyrir skóla. Um hvernig best er staðið að því að koma til móts við börn af fjölbreyttum menningar og tungumálabakgrunn,“ sagði Þórdís Jóna í kvöldfréttum Sýnar. Dregur úr líkunum að það verði vandamál síðar meir Hún segir mikilvægt að byggja upp skólasamfélag sem sé inngildandi, ekki aðeins fyrir börn með erlendan bakgrunn heldur öll börn með ólíkar þarfir. Erlendum börnum hafi fjölgað mikið og því nauðsynlegt að styðja betur við skólasamfélagið. Forvarnir séu besta leiðin. „Ef við erum með öflugan stuðning inn í skólunum til að mæta börnunum betur og þau fái góða menntun þá erum við að draga mjög úr líkunum að það verði vandamál þegar síðar verður.“ Þórdís tekur undir þau orð Nichole Leigh Mosty, doktorsnema við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, að mikilvægt sé að hjálpa foreldrum að aðlagast. Þá sé hafin vinna með áfallatengslamiðaða nálgun fyrir börn sem koma úr erfiðum aðstæðum. „Þarna erum við þetta verkefni sem er brúarsmíði, sem koma þá úr þeirri menningu, tala góða íslensku en skilja líka hvaðan börnin eru að koma og eru að hjálpa foreldrum að verða þessi brú á milli skóla og heimilis.“ Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Innflytjendamál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Doktorsnemi við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum á dögunum að stöðnun hefði orðið í málefnum barna með erlendan bakgrunn. Orðin komu í kjölfarið á áætlun stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna þar sem fram kemur að börn af erlendum uppruna séu mun oftar lögð í einelti en íslensk börn og lendi oftar í slagsmálum. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, segir að tölfræðin sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Síðasta ár hafi verið í gangi þróunarverkni tengt börnum með erlendan bakgrunn. „Þar ætlum við og erum búin að vinna að því núna í vetur að búa til samræmdar aðgerðaáætlanir og ráðgjöf fyrir sveitarfélög og fyrir skóla. Um hvernig best er staðið að því að koma til móts við börn af fjölbreyttum menningar og tungumálabakgrunn,“ sagði Þórdís Jóna í kvöldfréttum Sýnar. Dregur úr líkunum að það verði vandamál síðar meir Hún segir mikilvægt að byggja upp skólasamfélag sem sé inngildandi, ekki aðeins fyrir börn með erlendan bakgrunn heldur öll börn með ólíkar þarfir. Erlendum börnum hafi fjölgað mikið og því nauðsynlegt að styðja betur við skólasamfélagið. Forvarnir séu besta leiðin. „Ef við erum með öflugan stuðning inn í skólunum til að mæta börnunum betur og þau fái góða menntun þá erum við að draga mjög úr líkunum að það verði vandamál þegar síðar verður.“ Þórdís tekur undir þau orð Nichole Leigh Mosty, doktorsnema við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, að mikilvægt sé að hjálpa foreldrum að aðlagast. Þá sé hafin vinna með áfallatengslamiðaða nálgun fyrir börn sem koma úr erfiðum aðstæðum. „Þarna erum við þetta verkefni sem er brúarsmíði, sem koma þá úr þeirri menningu, tala góða íslensku en skilja líka hvaðan börnin eru að koma og eru að hjálpa foreldrum að verða þessi brú á milli skóla og heimilis.“
Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Innflytjendamál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira