„Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2025 20:19 Þórdís Jóna er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem leiðir þróunarverkefni í málefnum erlendra barna. Vísir/Ívar Nauðsynlegt er að styðja betur við skólasamfélagið í málefnum erlendra barna segir forstjóri miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Tölfræði um aukið ofbeldi sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Doktorsnemi við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum á dögunum að stöðnun hefði orðið í málefnum barna með erlendan bakgrunn. Orðin komu í kjölfarið á áætlun stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna þar sem fram kemur að börn af erlendum uppruna séu mun oftar lögð í einelti en íslensk börn og lendi oftar í slagsmálum. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, segir að tölfræðin sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Síðasta ár hafi verið í gangi þróunarverkni tengt börnum með erlendan bakgrunn. „Þar ætlum við og erum búin að vinna að því núna í vetur að búa til samræmdar aðgerðaáætlanir og ráðgjöf fyrir sveitarfélög og fyrir skóla. Um hvernig best er staðið að því að koma til móts við börn af fjölbreyttum menningar og tungumálabakgrunn,“ sagði Þórdís Jóna í kvöldfréttum Sýnar. Dregur úr líkunum að það verði vandamál síðar meir Hún segir mikilvægt að byggja upp skólasamfélag sem sé inngildandi, ekki aðeins fyrir börn með erlendan bakgrunn heldur öll börn með ólíkar þarfir. Erlendum börnum hafi fjölgað mikið og því nauðsynlegt að styðja betur við skólasamfélagið. Forvarnir séu besta leiðin. „Ef við erum með öflugan stuðning inn í skólunum til að mæta börnunum betur og þau fái góða menntun þá erum við að draga mjög úr líkunum að það verði vandamál þegar síðar verður.“ Þórdís tekur undir þau orð Nichole Leigh Mosty, doktorsnema við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, að mikilvægt sé að hjálpa foreldrum að aðlagast. Þá sé hafin vinna með áfallatengslamiðaða nálgun fyrir börn sem koma úr erfiðum aðstæðum. „Þarna erum við þetta verkefni sem er brúarsmíði, sem koma þá úr þeirri menningu, tala góða íslensku en skilja líka hvaðan börnin eru að koma og eru að hjálpa foreldrum að verða þessi brú á milli skóla og heimilis.“ Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Innflytjendamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Doktorsnemi við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum á dögunum að stöðnun hefði orðið í málefnum barna með erlendan bakgrunn. Orðin komu í kjölfarið á áætlun stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna þar sem fram kemur að börn af erlendum uppruna séu mun oftar lögð í einelti en íslensk börn og lendi oftar í slagsmálum. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, segir að tölfræðin sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Síðasta ár hafi verið í gangi þróunarverkni tengt börnum með erlendan bakgrunn. „Þar ætlum við og erum búin að vinna að því núna í vetur að búa til samræmdar aðgerðaáætlanir og ráðgjöf fyrir sveitarfélög og fyrir skóla. Um hvernig best er staðið að því að koma til móts við börn af fjölbreyttum menningar og tungumálabakgrunn,“ sagði Þórdís Jóna í kvöldfréttum Sýnar. Dregur úr líkunum að það verði vandamál síðar meir Hún segir mikilvægt að byggja upp skólasamfélag sem sé inngildandi, ekki aðeins fyrir börn með erlendan bakgrunn heldur öll börn með ólíkar þarfir. Erlendum börnum hafi fjölgað mikið og því nauðsynlegt að styðja betur við skólasamfélagið. Forvarnir séu besta leiðin. „Ef við erum með öflugan stuðning inn í skólunum til að mæta börnunum betur og þau fái góða menntun þá erum við að draga mjög úr líkunum að það verði vandamál þegar síðar verður.“ Þórdís tekur undir þau orð Nichole Leigh Mosty, doktorsnema við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, að mikilvægt sé að hjálpa foreldrum að aðlagast. Þá sé hafin vinna með áfallatengslamiðaða nálgun fyrir börn sem koma úr erfiðum aðstæðum. „Þarna erum við þetta verkefni sem er brúarsmíði, sem koma þá úr þeirri menningu, tala góða íslensku en skilja líka hvaðan börnin eru að koma og eru að hjálpa foreldrum að verða þessi brú á milli skóla og heimilis.“
Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Innflytjendamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira