Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar 10. júlí 2025 09:01 Það eru örfá ár síðan að strandveiðarnar voru kynntar sem táknrænt loforð stjórnvalda um atvinnufrelsi fyrir smábátaeigendur, byggðafesta fyrir sjávarþorpin og sjálfbær nýting á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, - fisknum í sjónum. Það er því ekki rétt að segja að ekkert sé gert. Þvert á móti. Hanna Katrín Friðriksson, núverandi atvinnuvegaráðherra, hefur sýnt skýran vilja til að standa með strandveiðunum og tryggja þeim varanlegan sess. Hún hefur brugðist við í verki, aukið aflaheimildir, leitað leiða innan reglugerða, og nú lagt fram frumvarp til að lögfesta 48 veiðidaga sumarið 2025. Og það er ekki lítið. Og nú, það sem átti að vera formsatriði í þjónustu við landsbyggðina hefur breyst í pólitíska þrætu. Málþóf minnihlutans heldur Alþingi í helgreipum og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þær þurfa, í stað þess að vera ár eftir ár háðar bráðabirgðalausnum. Málþóf minnihlutans heldur þinginu í gíslingu og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þarf til að þær séu ekki ár frá ári háðar geðþótta ráðamanna á hverjum tíma. Útspil minnihlutans óafsakanlegt Þegar löggjafinn stendur í stað neyðist framkvæmdavaldið til að reyna að redda málunum. Það hefur ráðherrann gert með því að bæta rúmlega 1.000 tonnum við strandveiðarnar nú í sumar. En þessi aðgerð, hversu vel meinandi sem hún er, hefur kostnað í för með sér. Hún gengur gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, skuldin í þorski hleðst upp og kerfið glatar trúverðugleika. Þetta veit minnihlutinn vissulega vel, sem með framgöngu sinni knýr framkvæmdavaldið til að finna lausn svo hægt sé að standa með strandveiðum. Og á meðan situr frumvarpið sem átti að festa veiðidagana í sessi, í biðsal Alþingis, þar sem minnihlutinn heldur byggðamálum í gíslingu. Strandveiðar eru ekki einungis bátar og fiskar. Þær eru líf í höfnum, vinna í fiskvinnslu, ferskt hráefni á markaði og heilar fjölskyldur sem halda samfélögum gangandi yfir sumartímann. Þær eru byggðafesta í verki, og að svelta þær með pólitísku útspili er óafsakanlegt. Afkoman veltur á stuði þingmanna Það má heldur ekki gleyma því að strandveiðar eru hluti af mannréttindum fólks til atvinnufrelsis og jafns aðgangs að auðlindinni, rétt eins og fram kemur í frumvarpinu og Sameinuðu þjóðirnar hafa áður bent á. Ef stjórnvöld ætla að standa með strandveiðunum, og ef við sem samfélag viljum þær áfram, þá þarf þetta að gerast: Setja strandveiðar í lög. Með lágmarksafla og skýrum veiðitíma. Tryggja sjálfstæða pottinn innan 5,3% skerðingar. Strandveiðar eiga ekki að vera undanþága. Úthluta með gagnsæi. Þjóðin á fiskinn og á að fá að vita hvernig honum er ráðstafað. Þótt ráðherra hafi sýnt vilja og unnið með þeim verkfærum sem til eru, dugar það ekki til lengdar. Það má ekki vera þannig að afkoma fólks við sjóinn velti á því hvort þingmenn séu í stuði til að ljúka dagskrá. Ef Alþingi getur ekki klárað þetta mál, þá er það ekki strandveiðikerfið sem hefur brugðist, heldur Alþingi. Höfundur er strandveiðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Alþingi Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það eru örfá ár síðan að strandveiðarnar voru kynntar sem táknrænt loforð stjórnvalda um atvinnufrelsi fyrir smábátaeigendur, byggðafesta fyrir sjávarþorpin og sjálfbær nýting á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, - fisknum í sjónum. Það er því ekki rétt að segja að ekkert sé gert. Þvert á móti. Hanna Katrín Friðriksson, núverandi atvinnuvegaráðherra, hefur sýnt skýran vilja til að standa með strandveiðunum og tryggja þeim varanlegan sess. Hún hefur brugðist við í verki, aukið aflaheimildir, leitað leiða innan reglugerða, og nú lagt fram frumvarp til að lögfesta 48 veiðidaga sumarið 2025. Og það er ekki lítið. Og nú, það sem átti að vera formsatriði í þjónustu við landsbyggðina hefur breyst í pólitíska þrætu. Málþóf minnihlutans heldur Alþingi í helgreipum og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þær þurfa, í stað þess að vera ár eftir ár háðar bráðabirgðalausnum. Málþóf minnihlutans heldur þinginu í gíslingu og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þarf til að þær séu ekki ár frá ári háðar geðþótta ráðamanna á hverjum tíma. Útspil minnihlutans óafsakanlegt Þegar löggjafinn stendur í stað neyðist framkvæmdavaldið til að reyna að redda málunum. Það hefur ráðherrann gert með því að bæta rúmlega 1.000 tonnum við strandveiðarnar nú í sumar. En þessi aðgerð, hversu vel meinandi sem hún er, hefur kostnað í för með sér. Hún gengur gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, skuldin í þorski hleðst upp og kerfið glatar trúverðugleika. Þetta veit minnihlutinn vissulega vel, sem með framgöngu sinni knýr framkvæmdavaldið til að finna lausn svo hægt sé að standa með strandveiðum. Og á meðan situr frumvarpið sem átti að festa veiðidagana í sessi, í biðsal Alþingis, þar sem minnihlutinn heldur byggðamálum í gíslingu. Strandveiðar eru ekki einungis bátar og fiskar. Þær eru líf í höfnum, vinna í fiskvinnslu, ferskt hráefni á markaði og heilar fjölskyldur sem halda samfélögum gangandi yfir sumartímann. Þær eru byggðafesta í verki, og að svelta þær með pólitísku útspili er óafsakanlegt. Afkoman veltur á stuði þingmanna Það má heldur ekki gleyma því að strandveiðar eru hluti af mannréttindum fólks til atvinnufrelsis og jafns aðgangs að auðlindinni, rétt eins og fram kemur í frumvarpinu og Sameinuðu þjóðirnar hafa áður bent á. Ef stjórnvöld ætla að standa með strandveiðunum, og ef við sem samfélag viljum þær áfram, þá þarf þetta að gerast: Setja strandveiðar í lög. Með lágmarksafla og skýrum veiðitíma. Tryggja sjálfstæða pottinn innan 5,3% skerðingar. Strandveiðar eiga ekki að vera undanþága. Úthluta með gagnsæi. Þjóðin á fiskinn og á að fá að vita hvernig honum er ráðstafað. Þótt ráðherra hafi sýnt vilja og unnið með þeim verkfærum sem til eru, dugar það ekki til lengdar. Það má ekki vera þannig að afkoma fólks við sjóinn velti á því hvort þingmenn séu í stuði til að ljúka dagskrá. Ef Alþingi getur ekki klárað þetta mál, þá er það ekki strandveiðikerfið sem hefur brugðist, heldur Alþingi. Höfundur er strandveiðimaður.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun