„Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2025 16:01 Oliver Ekroth er sigurviss fyrir leik kvöldsins. vísir / diego Oliver Ekroth, fyrirliði Víkings, segir liðið búa yfir betri leikmönnum í öllum stöðum en andstæðingurinn. Malisheva frá Kósovó mætir Víkingi í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Víkingur hélt hreinu í fyrri leiknum og vann eins marks sigur eftir að Nikolaj Hansen kom boltanum í netið rétt fyrir hálfleik. „Við náðum fínum úrslitum úti í Kósovó og getum byggt á þeirri frammistöðu. Við funduðum vel og vitum meira um andstæðinginn núna, þannig að við getum gert enn betur en í síðustu viku. Höfum líka verið öflugir hér á heimavelli á tímabilinu og ætlum að halda því áfram“ segir Oliver. Hvað er það sérstaklega sem þið viljið bæta? „Við áttum mjög flottan fyrri hálfleik og það sést líka á allri tölfræði. Í seinni hálfleik urðum við aðeins of varkárir og meðvitaðir um ágæti þess að fara með 1-0 sigur heim til Íslands. Við viljum halda pressunni á þeim allan leikinn og vera aðeins betri á boltanum, ekki fara alltaf hátt og langt. Við ætlum að reyna að halda aðeins betur í boltann.“ Oliver er miðvörður og var því spurður hverjar helstu hætturnar væru í sóknarleik Malisheva. „Þeir eru með mjög hraða menn á vinstri kantinum, bæði vængmaðurinn og bakvörðurinn voru alveg furðulega hraðir. Það er þeirra helsta ógn en við þurfum bara að verjast vel, stoppa hlaupin og fyrirgjafirnar.“ Oliver var sammála þjálfurum sínum og segir Malisheva hafa komið aðeins á óvart í fyrri leiknum, en Víkingar séu með betri menn í öllum stöðum og ættu að geta haft góða stjórn í kvöld. „Það er mjög erfitt að greina leikstílinn. Leikurinn sem við sáum hjá þeim þegar við vorum að undirbúa okkur voru töluvert öðruvísi en leikurinn sem við spiluðum síðan á móti þeim. Í deildinni halda þeir boltanum vel og flest lið leggjast langt niður til að verjast. Þeir vilja spila en við erum með betri menn í öllum stöðum, gæðalega séð. Þannig að við ættum, sérstaklega á okkar heimavelli, að geta haft góða stjórn á leiknum.“ Viðtal við Oliver Ekroth, fyrirliða Víkings, má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Sjá meira
Víkingur hélt hreinu í fyrri leiknum og vann eins marks sigur eftir að Nikolaj Hansen kom boltanum í netið rétt fyrir hálfleik. „Við náðum fínum úrslitum úti í Kósovó og getum byggt á þeirri frammistöðu. Við funduðum vel og vitum meira um andstæðinginn núna, þannig að við getum gert enn betur en í síðustu viku. Höfum líka verið öflugir hér á heimavelli á tímabilinu og ætlum að halda því áfram“ segir Oliver. Hvað er það sérstaklega sem þið viljið bæta? „Við áttum mjög flottan fyrri hálfleik og það sést líka á allri tölfræði. Í seinni hálfleik urðum við aðeins of varkárir og meðvitaðir um ágæti þess að fara með 1-0 sigur heim til Íslands. Við viljum halda pressunni á þeim allan leikinn og vera aðeins betri á boltanum, ekki fara alltaf hátt og langt. Við ætlum að reyna að halda aðeins betur í boltann.“ Oliver er miðvörður og var því spurður hverjar helstu hætturnar væru í sóknarleik Malisheva. „Þeir eru með mjög hraða menn á vinstri kantinum, bæði vængmaðurinn og bakvörðurinn voru alveg furðulega hraðir. Það er þeirra helsta ógn en við þurfum bara að verjast vel, stoppa hlaupin og fyrirgjafirnar.“ Oliver var sammála þjálfurum sínum og segir Malisheva hafa komið aðeins á óvart í fyrri leiknum, en Víkingar séu með betri menn í öllum stöðum og ættu að geta haft góða stjórn í kvöld. „Það er mjög erfitt að greina leikstílinn. Leikurinn sem við sáum hjá þeim þegar við vorum að undirbúa okkur voru töluvert öðruvísi en leikurinn sem við spiluðum síðan á móti þeim. Í deildinni halda þeir boltanum vel og flest lið leggjast langt niður til að verjast. Þeir vilja spila en við erum með betri menn í öllum stöðum, gæðalega séð. Þannig að við ættum, sérstaklega á okkar heimavelli, að geta haft góða stjórn á leiknum.“ Viðtal við Oliver Ekroth, fyrirliða Víkings, má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Sjá meira