Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júlí 2025 16:51 Tekist er á um andgyðingslega hegðun og stjórnarskrárvarinn rétt. EPA Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. Málið fór fyrir alríkisdómara í Boston í dag en báðar hliðar óska eftir því að málið verði fellt niður þeim í hag og sleppa þannig við réttarhöld vegna málsins. Það hófst í lok mars þegar ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sakaði fulltrúa Harvard um að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni eftir að nemendur mótmæltu árásum Ísraela á Gasaströndina. Ríkisstjórnin hótaði að endurskoða níu milljarða dollara framlag til skólans, sem samsvarar rúmri billjón íslenskra króna. Hún setti þá skólanum einnig skilyrði, líkt og að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengjast fjölbreytni, jöfnuði og innlimun, sem eru sérstök verkefni í þágu minnihlutahópa, og tilkynna átti alla nemendur sem voru andsnúnir „bandarískum gildum.“ Harvard neitaði að fara að þessum skilyrðum og kærðu stjórnvöld vegna þess. Ríkisstjórnin frysti því framlag stjórnvalda sem nýtt er í rannsóknir og tóku úr gildi heimild hans til að taka við nemendum sem koma erlendis frá. Nemendurnir áttu að finna sér annan skóla eða eiga í hættu á að missa landvistarleyfi sitt. Alríkisdómari felldi ákvörðunina úr gildi með bráðabirgðaákvæði á meðan málið færi fyrir dómstóla. Samkvæmt umfjöllun New York Times getur úrskurður í málinu haft áhrif á hlutverk stjórnvalda Bandaríkjanna gagnvart háskólum landsins til frambúðar. Ekki liggur fyrir hvenær greint verði frá úrskurði dómarans en Harvard óskaði eftir niðurstöðu fyrir september þar sem að fylla þarf út ákveðin skjöl til að sækja um rannsóknarstyrki fyrir þann tíma. Stóra spurningin í málinu sé hvort að ríkisstjórnin hafi brotið einhverjar reglur með því að frysta framlagið til skólans eða hvort skólinn hafi í raun verið að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóðinni. Fyrir dómi sagði lögfræðingur háskólans að ríkisstjórnin væri að brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra, samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í henni segir meðal annars að bandaríska þingið megi ekki setja lög sem brjóti gegn málfrelsi einstaklingsins né rétt fólks til að koma friðsamlega saman og biðja stjórnvöld um úrbætur. Bandaríkin Háskólar Skóla- og menntamál Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Málið fór fyrir alríkisdómara í Boston í dag en báðar hliðar óska eftir því að málið verði fellt niður þeim í hag og sleppa þannig við réttarhöld vegna málsins. Það hófst í lok mars þegar ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sakaði fulltrúa Harvard um að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni eftir að nemendur mótmæltu árásum Ísraela á Gasaströndina. Ríkisstjórnin hótaði að endurskoða níu milljarða dollara framlag til skólans, sem samsvarar rúmri billjón íslenskra króna. Hún setti þá skólanum einnig skilyrði, líkt og að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengjast fjölbreytni, jöfnuði og innlimun, sem eru sérstök verkefni í þágu minnihlutahópa, og tilkynna átti alla nemendur sem voru andsnúnir „bandarískum gildum.“ Harvard neitaði að fara að þessum skilyrðum og kærðu stjórnvöld vegna þess. Ríkisstjórnin frysti því framlag stjórnvalda sem nýtt er í rannsóknir og tóku úr gildi heimild hans til að taka við nemendum sem koma erlendis frá. Nemendurnir áttu að finna sér annan skóla eða eiga í hættu á að missa landvistarleyfi sitt. Alríkisdómari felldi ákvörðunina úr gildi með bráðabirgðaákvæði á meðan málið færi fyrir dómstóla. Samkvæmt umfjöllun New York Times getur úrskurður í málinu haft áhrif á hlutverk stjórnvalda Bandaríkjanna gagnvart háskólum landsins til frambúðar. Ekki liggur fyrir hvenær greint verði frá úrskurði dómarans en Harvard óskaði eftir niðurstöðu fyrir september þar sem að fylla þarf út ákveðin skjöl til að sækja um rannsóknarstyrki fyrir þann tíma. Stóra spurningin í málinu sé hvort að ríkisstjórnin hafi brotið einhverjar reglur með því að frysta framlagið til skólans eða hvort skólinn hafi í raun verið að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóðinni. Fyrir dómi sagði lögfræðingur háskólans að ríkisstjórnin væri að brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra, samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í henni segir meðal annars að bandaríska þingið megi ekki setja lög sem brjóti gegn málfrelsi einstaklingsins né rétt fólks til að koma friðsamlega saman og biðja stjórnvöld um úrbætur.
Bandaríkin Háskólar Skóla- og menntamál Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent