„Ég held að þetta sé ekki bóla“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2025 20:04 Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi, og Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. vísir/bjarni Framkvæmdir standa yfir að samtals tíu padelvöllum í tveimur íþróttahúsum sem eru hlið við hlið og í beinni samkeppni við hvort annað. Þrátt fyrir það taka fyrirsvarsmenn íþróttahúsanna samkeppninni fagnandi enda eftirspurnin gífurleg. Svo virðist sem að hálfgert Padel æði hafi gripið um sig meðal landans en hér í Tennishöllinni í Kópavogi standa yfir framkvæmdir til að bæta við sex padel völlum til að mæta gríðarlegri eftirspurn en það er ekki eina. Því að steinsnar frá í Sporthúsinu standa einnig yfir framkvæmdir þar sem verið er að skipta út fótboltavöllum fyrir fjóra padelvelli. Góð hreyfing sem sé fyrir alla Eina padelaðstaðan hér á landi hefur lengi vel verið tveir vellir í Tennishöllinni sem voru opnaðir árið 2020 en verða tólf talsins fyrir lok árs. Vinsældir sportsins hafa aukist í veldisvexti frá 2020. En hvað útskýrir þessa miklu aukningu í vinsældum? „Fyrst og fremst að þetta er svo skemmtilegt og maður er kannski fljótur að ná tökum á þessu. Þetta er góð hreyfing og mjög félagslegt. Fólk er að kynnast,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi. Svona mun Tennishöllin í Kópavogi líta út þegar framkvæmdum verður lokið. aðsend „Ég held bara að þetta snúist um það að padel er frábær íþrótt fyrir allt og alla. Fólk getur spilað þetta fram eftir öllum aldri,“ segir Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. Taka samkeppni fagnandi Báðir taka þeir samkeppninni fagnandi og hafa gaman af því að padelvellir spretti upp í húsum sem eru hlið við hlið. „Mér finnst það bara æðislegt. Tennishöllin er búin að gera frábæra hluti með Padel og tennis. Ótrúlega gaman og vonandi getum við keyrt þetta saman og haldið keppnir og mót og gert þetta að íslensku sporti,“ segir Þröstur. Svona verður umhorfs í Sporthúsinu þegar að framkvæmdum þar verður lokið. aðsend „Sporthúsið er náttúrulega gamla Tennishöllin svo vissulega er það sigur fyrir okkur að það sé komin spaðaíþrótt í Sporthúsið, gömlu Tennishöllina. Svo við getum bara verið ánægðir með það,“ segir Jónas. Telja að eftirspurn muni mæta framboði Hvorki Jónas né Þröstur hafa áhyggjur af því að vellirnir reynist of margir á litlu svæði fyrir eftirspurnina. Til að mynda telji biðlistinn hjá Tennishöllinni yfir 200 manns. „Ég held að þetta sé ekki bóla. Þetta er svo skemmtilegt. Ég er mjög bjartsýnn á þetta og ég held að þetta sé bara rétt að byrja og eigi eftir að verða enn þá vinsælla eftir því sem fólk kemst að og fær að prófa þetta,“ segir Jónas. Aðstaðan í Tennishöllinni mun líta svona út fyrir lok árs miðað við núverandi plön.aðsend „Við höfum ekkert auglýst og sendum bara frá okkur eina fréttatilkynningu og við erum komin í um það bil 50 prósent bókun fyrir næsta árið svo það er greinilega mikil eftirspurn,“ segir Þröstur. Padel Kópavogur Heilsa Tennis Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Svo virðist sem að hálfgert Padel æði hafi gripið um sig meðal landans en hér í Tennishöllinni í Kópavogi standa yfir framkvæmdir til að bæta við sex padel völlum til að mæta gríðarlegri eftirspurn en það er ekki eina. Því að steinsnar frá í Sporthúsinu standa einnig yfir framkvæmdir þar sem verið er að skipta út fótboltavöllum fyrir fjóra padelvelli. Góð hreyfing sem sé fyrir alla Eina padelaðstaðan hér á landi hefur lengi vel verið tveir vellir í Tennishöllinni sem voru opnaðir árið 2020 en verða tólf talsins fyrir lok árs. Vinsældir sportsins hafa aukist í veldisvexti frá 2020. En hvað útskýrir þessa miklu aukningu í vinsældum? „Fyrst og fremst að þetta er svo skemmtilegt og maður er kannski fljótur að ná tökum á þessu. Þetta er góð hreyfing og mjög félagslegt. Fólk er að kynnast,“ segir Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi. Svona mun Tennishöllin í Kópavogi líta út þegar framkvæmdum verður lokið. aðsend „Ég held bara að þetta snúist um það að padel er frábær íþrótt fyrir allt og alla. Fólk getur spilað þetta fram eftir öllum aldri,“ segir Jón Sigurðsson, einn tveggja eigenda Sporthússins. Taka samkeppni fagnandi Báðir taka þeir samkeppninni fagnandi og hafa gaman af því að padelvellir spretti upp í húsum sem eru hlið við hlið. „Mér finnst það bara æðislegt. Tennishöllin er búin að gera frábæra hluti með Padel og tennis. Ótrúlega gaman og vonandi getum við keyrt þetta saman og haldið keppnir og mót og gert þetta að íslensku sporti,“ segir Þröstur. Svona verður umhorfs í Sporthúsinu þegar að framkvæmdum þar verður lokið. aðsend „Sporthúsið er náttúrulega gamla Tennishöllin svo vissulega er það sigur fyrir okkur að það sé komin spaðaíþrótt í Sporthúsið, gömlu Tennishöllina. Svo við getum bara verið ánægðir með það,“ segir Jónas. Telja að eftirspurn muni mæta framboði Hvorki Jónas né Þröstur hafa áhyggjur af því að vellirnir reynist of margir á litlu svæði fyrir eftirspurnina. Til að mynda telji biðlistinn hjá Tennishöllinni yfir 200 manns. „Ég held að þetta sé ekki bóla. Þetta er svo skemmtilegt. Ég er mjög bjartsýnn á þetta og ég held að þetta sé bara rétt að byrja og eigi eftir að verða enn þá vinsælla eftir því sem fólk kemst að og fær að prófa þetta,“ segir Jónas. Aðstaðan í Tennishöllinni mun líta svona út fyrir lok árs miðað við núverandi plön.aðsend „Við höfum ekkert auglýst og sendum bara frá okkur eina fréttatilkynningu og við erum komin í um það bil 50 prósent bókun fyrir næsta árið svo það er greinilega mikil eftirspurn,“ segir Þröstur.
Padel Kópavogur Heilsa Tennis Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira