Fótbolti

Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ishak skoraði þrjú vítamörk í leiknum.
Ishak skoraði þrjú vítamörk í leiknum. Image Photo Agency/Getty Images

Lech Poznan vann afgerandi 7-1 sigur á Breiðabliki í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu ytra í gær. Fjögur víti voru dæmd í leiknum.

Lech var sterkari aðilinn frá byrjun og komst yfir snemma leiks með hornamarki. Þeir pólsku höfðu fengið þónokkur tækifæri til að bæta við þegar Valgeir Valgeirsson var felldur innan teigs og Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði af vítapunktinum.

Örskömmu síðar var afmælisbarninu Viktori Erni Margeirssyni vísað í sturtu fyrir að fella framherja Lech sem var að sleppa í gegn. Upp úr aukaspyrnunni sem var dæmd fékk Lech vítaspyrnu vegna brots Arnórs Gauta Jónssonar innan teigs.

Mikael Ishak skoraði af punktinum en hann átti eftir að skora úr tveimur vítaspyrnum til viðbótar áður en yfir lauk. Lið Lech gekk hreinlega frá tíu Blikum og vann 7-1 sigur.

Klippa: Lech skoraði sjö gegn Blikum

Öll mörkin sem og dómana má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×