Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2025 22:56 Ólafur Þ. Harðarson og formenn stjórnarandstöðuflokkanna. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir nýjar kannanir sýna það greinilega að kjósendum líki það vel að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga, sem sumir hafa kallað „kjarnorkuákvæðið“, hafi verið beitt af stjórnarflokkunum til að ljúka umræðum um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Greint var frá því í morgun að í nýrri könnun Maskínu mældist Samfylkingin sem langstærsti flokkurinn á þingi með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn væri með átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, og aðrir flokkar minna. „Meginniðurstöður þessarar könnunar eru hins vegar þær að ríkisstjórnarflokkarnir eru að koma mjög vel út, samanlagt eru þeir þrír flokkar með 54 prósent atkvæða, það er fjórum prósentum meira en þeir fengu í kosningunum í nóvember, og besta mæling sem þeir hafa fengið hjá Maskínu eftir kosningar. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir eru hins vegar að mælast núna undir kjörfylgi,“ sagði Ólafur í kvöldfréttum Sýnar. Umræddar niðurstöður komu í raun úr tveimur könnunum. Sú fyrri var gerð áður en 71. greininni var beitt og sú síðari eftir að henni var beitt. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. „En af hverju þessi breyting milli vikna? Það eina sem maður getur séð að hafi gerst á þeim tíma er að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga var beitt til að stöðva málþófið. Ég held að það sé mjög líklegt að þessi niðurstaða tengist með einhverjum hætti málþófinu. Það er að minnsta kosti alveg ljóst að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi ekki grætt á því að stjórnarmeirihlutinn ákvað að beita þessu ákvæði, sem stjórnarandstæðan hefur kallað kjarnorkuákvæði.“ Maður hefði kannski haldið að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hefðu kunnað að meta þessa þrautseigju í málþófinu? „Já, mönnum gæti alveg dottið það í hug, en staðreyndirnar segja aðra sögu.“ Og einhverjir hefðu haldið að ríkisstjórnarflokkarnir myndu fá smá skell fyrir að beita ákvæðinu? „Það var það sem ýmsir héldu. Þess vegna var þetta kallað kjarnorkuákvæðið, að þetta gæti haft svo vond áhrif í þinginu og hugsanlega líka á kjósendur. En það er greinilegt að kjósendum líkar þetta vel. Við sáum það í annarri könnun að þrír af hverjum fjórum svarenda sögðust vera ánægðir með beitingu 71. greinarinnar.“ Guðrún gæti átt inni Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem formaður Sjálfstæðisflokksins í mars og margir hafa velt þessum niðurstöðum fyrir sér með formannssetu hennar í huga. Ólafur bendir á að þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki að mælast vel sé hann með mikið fylgi í Suðurkjördæmi, sem er einmitt kjördæmi hennar. „Það er náttúrulega aldrei gott fyrir formann að fá svona mælingu. Ég tek hins vegar eftir því að fylgi Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi Guðrúnar er mun meira heldur en fylgi Sjálfstæðisflokksins í öðrum landshlutum. Við það getur hún huggað sig. Hvað segir sagan okkur með nýja formenn, fer fylgið oft upp? Á hún kannski fullt inni? „Það fer oft upp, en ekki alltaf. Það er alltof snemmt að segja til um það hvort hún eigi inni eða ekki. Hún gæti algjörlega átt eitthvað inni. Það er algjörlega hugsanlegt.“ Að sögn Ólafs verður fróðlegt að fylgjast með aðferðarfræði stjórnarandstöðunnar á komandi þingvetri. „Ætlar stjórnarandstaðan að beita áfram sömu taktík og á liðnum vetri með tafarleikjum og málþófi, eða hvort menn loksins sammælast um að láta þingstörfin ganga bara með eðlilegum og skaplegum hættu, eins og raunin er á öllum nágrannalöndum okkar.“ Alþingi Skoðanakannanir Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Greint var frá því í morgun að í nýrri könnun Maskínu mældist Samfylkingin sem langstærsti flokkurinn á þingi með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn væri með átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, og aðrir flokkar minna. „Meginniðurstöður þessarar könnunar eru hins vegar þær að ríkisstjórnarflokkarnir eru að koma mjög vel út, samanlagt eru þeir þrír flokkar með 54 prósent atkvæða, það er fjórum prósentum meira en þeir fengu í kosningunum í nóvember, og besta mæling sem þeir hafa fengið hjá Maskínu eftir kosningar. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir eru hins vegar að mælast núna undir kjörfylgi,“ sagði Ólafur í kvöldfréttum Sýnar. Umræddar niðurstöður komu í raun úr tveimur könnunum. Sú fyrri var gerð áður en 71. greininni var beitt og sú síðari eftir að henni var beitt. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. „En af hverju þessi breyting milli vikna? Það eina sem maður getur séð að hafi gerst á þeim tíma er að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga var beitt til að stöðva málþófið. Ég held að það sé mjög líklegt að þessi niðurstaða tengist með einhverjum hætti málþófinu. Það er að minnsta kosti alveg ljóst að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi ekki grætt á því að stjórnarmeirihlutinn ákvað að beita þessu ákvæði, sem stjórnarandstæðan hefur kallað kjarnorkuákvæði.“ Maður hefði kannski haldið að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hefðu kunnað að meta þessa þrautseigju í málþófinu? „Já, mönnum gæti alveg dottið það í hug, en staðreyndirnar segja aðra sögu.“ Og einhverjir hefðu haldið að ríkisstjórnarflokkarnir myndu fá smá skell fyrir að beita ákvæðinu? „Það var það sem ýmsir héldu. Þess vegna var þetta kallað kjarnorkuákvæðið, að þetta gæti haft svo vond áhrif í þinginu og hugsanlega líka á kjósendur. En það er greinilegt að kjósendum líkar þetta vel. Við sáum það í annarri könnun að þrír af hverjum fjórum svarenda sögðust vera ánægðir með beitingu 71. greinarinnar.“ Guðrún gæti átt inni Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem formaður Sjálfstæðisflokksins í mars og margir hafa velt þessum niðurstöðum fyrir sér með formannssetu hennar í huga. Ólafur bendir á að þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki að mælast vel sé hann með mikið fylgi í Suðurkjördæmi, sem er einmitt kjördæmi hennar. „Það er náttúrulega aldrei gott fyrir formann að fá svona mælingu. Ég tek hins vegar eftir því að fylgi Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi Guðrúnar er mun meira heldur en fylgi Sjálfstæðisflokksins í öðrum landshlutum. Við það getur hún huggað sig. Hvað segir sagan okkur með nýja formenn, fer fylgið oft upp? Á hún kannski fullt inni? „Það fer oft upp, en ekki alltaf. Það er alltof snemmt að segja til um það hvort hún eigi inni eða ekki. Hún gæti algjörlega átt eitthvað inni. Það er algjörlega hugsanlegt.“ Að sögn Ólafs verður fróðlegt að fylgjast með aðferðarfræði stjórnarandstöðunnar á komandi þingvetri. „Ætlar stjórnarandstaðan að beita áfram sömu taktík og á liðnum vetri með tafarleikjum og málþófi, eða hvort menn loksins sammælast um að láta þingstörfin ganga bara með eðlilegum og skaplegum hættu, eins og raunin er á öllum nágrannalöndum okkar.“
Alþingi Skoðanakannanir Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira