„Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2025 14:02 Hallgrímur er sáttur með úrslitin úr fyrri leiknum og veit hvað þarf að gera til að vinna einvígið í kvöld. Vísir/Hulda Margrét KA tekur á móti Silkeborg í seinni leik liðanna á uppseldum Greifavelli á Akureyri í kvöld, með jafna 1-1 stöðu eftir fyrri leikinn úti í Danmörku. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segir Danina sjá það sem skandal ef þeir tapa í kvöld en hann þekkir þjálfara Silkeborg vel og veit hvað hann vill gera. „Við erum bara virkilega ánægðir að geta komið í seinni leikinn og eiga raunhæfan möguleika. Strákarnir stóðu sig vel úti og við erum búnir að koma okkar í þá stöðu, að eiga góðan mögulega gegn firnasterku liði“ sagði Hallgrímur í samtali við Vísi fyrir seinni leikinn. Uppseldur Greifavöllur KA hefur lagt mikið kapp í að gera Greifavöllinn kláran fyrir kvöldið. Fyrir tveimur árum þurfti KA að leita á náðir Fram í Úlfarsárdalnum og spila sína leiki á Lambhagavellinum, en í ár er búið að breyta Greifavellinum þannig að hann uppfylli allar kröfur. „Það gerir virkilega mikið fyrir okkur, frábært starf sem að sjálfboðaliðar KA hafa unnið við svæðið svo við getum fengið heimaleik. Við í KA höfum aðeins vanist því að spila Evrópuleiki, en ekki hérna fyrir norðan. Ég held að það hafi síðast verið á Greifavellinum árið 2003 [þegar KA vann Sloboda Tuzla í Intertoto bikarnum]. Maður finnur alveg spennuna og stemninguna hérna í nærumhverfinu fyrir leiknum“ segir Hallgrímur en hann mun stýra sínu liði fyrir framan fulla stúku. Uppselt er á Greifavöllinn í kvöld. Erfiðari leiknum lokið KA kemur inn í seinni leikinn með mjög fína stöðu, jafnt eftir fyrri leikinn á útivelli og Hallgrímur segir að verkefnið ætti að vera auðveldara á heimavelli. „Það er klárt mál að í svona leikjum er erfiðara að spila á útivelli. Við erum búnir með þann leik og hvernig sá leikur þróaðist og spilaðist gefur okkur trú. Verðskuldað jafntefli fannst mér, við fengum alveg nokkur færi og héldum þeim frá stóran hluta leiksins. Við þurfum bara að spila mjög svipaðan leik, vera þéttir og góðir á boltanum. Ég var ánægðastur með það úti, við vorum ekki bara að sparka boltanum upp, við náðum að halda honum vel og koma okkur upp völlinn. Silkeborg er lið sem er ekki gott að pressa og vill ekki pressa. Þannig að við fáum tíma á boltanum.“ Pressa á Dönunum að tapa ekki fyrir íslensku liði Úrslitin voru mjög óvænt, ef marka má umfjöllun danskra miðla, sem lýstu jafnteflinu eins og tapi fyrir Silkeborg. „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA… Við ætlum að nýta okkur það, að það er hörkupressa á þeim“ segir Hallgrímur en hann á ekki von á því að Silkeborg reyni eitthvað öðruvísi en í fyrri leiknum. „Nei ég á ekki von á því, þekkjandi þjálfarann þá held ég að hann geri það sama“ segir Hallgrímur. Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen þegar hann var þjálfari OB. Vísir/Getty Þekkir þjálfarann vel og veit hvað hann vill gera Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen, þjálfara Silkeborg, á sínum tíma sem leikmaður í dönsku deildinni. „Ég þekki hann vel, sem þjálfara og persónu. Við erum búnir að hittast og spjalla, þekkjum hvorn annan vel en ég þekki hann aðeins betur sem þjálfara heldur en hann þekkir mig. Ég græddi aðeins á því úti, ég veit nákvæmlega hvað hann vill gera. Sóknarlega eru miklir möguleikar, það eru svæði á köntunum og þeir eiga erfitt með að verjast fyrirgjöfum. Við skorum einmitt eftir fyrirgjöf í Danmörku“ sagði Hallgrímur að lokum. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Sjá meira
„Við erum bara virkilega ánægðir að geta komið í seinni leikinn og eiga raunhæfan möguleika. Strákarnir stóðu sig vel úti og við erum búnir að koma okkar í þá stöðu, að eiga góðan mögulega gegn firnasterku liði“ sagði Hallgrímur í samtali við Vísi fyrir seinni leikinn. Uppseldur Greifavöllur KA hefur lagt mikið kapp í að gera Greifavöllinn kláran fyrir kvöldið. Fyrir tveimur árum þurfti KA að leita á náðir Fram í Úlfarsárdalnum og spila sína leiki á Lambhagavellinum, en í ár er búið að breyta Greifavellinum þannig að hann uppfylli allar kröfur. „Það gerir virkilega mikið fyrir okkur, frábært starf sem að sjálfboðaliðar KA hafa unnið við svæðið svo við getum fengið heimaleik. Við í KA höfum aðeins vanist því að spila Evrópuleiki, en ekki hérna fyrir norðan. Ég held að það hafi síðast verið á Greifavellinum árið 2003 [þegar KA vann Sloboda Tuzla í Intertoto bikarnum]. Maður finnur alveg spennuna og stemninguna hérna í nærumhverfinu fyrir leiknum“ segir Hallgrímur en hann mun stýra sínu liði fyrir framan fulla stúku. Uppselt er á Greifavöllinn í kvöld. Erfiðari leiknum lokið KA kemur inn í seinni leikinn með mjög fína stöðu, jafnt eftir fyrri leikinn á útivelli og Hallgrímur segir að verkefnið ætti að vera auðveldara á heimavelli. „Það er klárt mál að í svona leikjum er erfiðara að spila á útivelli. Við erum búnir með þann leik og hvernig sá leikur þróaðist og spilaðist gefur okkur trú. Verðskuldað jafntefli fannst mér, við fengum alveg nokkur færi og héldum þeim frá stóran hluta leiksins. Við þurfum bara að spila mjög svipaðan leik, vera þéttir og góðir á boltanum. Ég var ánægðastur með það úti, við vorum ekki bara að sparka boltanum upp, við náðum að halda honum vel og koma okkur upp völlinn. Silkeborg er lið sem er ekki gott að pressa og vill ekki pressa. Þannig að við fáum tíma á boltanum.“ Pressa á Dönunum að tapa ekki fyrir íslensku liði Úrslitin voru mjög óvænt, ef marka má umfjöllun danskra miðla, sem lýstu jafnteflinu eins og tapi fyrir Silkeborg. „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA… Við ætlum að nýta okkur það, að það er hörkupressa á þeim“ segir Hallgrímur en hann á ekki von á því að Silkeborg reyni eitthvað öðruvísi en í fyrri leiknum. „Nei ég á ekki von á því, þekkjandi þjálfarann þá held ég að hann geri það sama“ segir Hallgrímur. Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen þegar hann var þjálfari OB. Vísir/Getty Þekkir þjálfarann vel og veit hvað hann vill gera Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen, þjálfara Silkeborg, á sínum tíma sem leikmaður í dönsku deildinni. „Ég þekki hann vel, sem þjálfara og persónu. Við erum búnir að hittast og spjalla, þekkjum hvorn annan vel en ég þekki hann aðeins betur sem þjálfara heldur en hann þekkir mig. Ég græddi aðeins á því úti, ég veit nákvæmlega hvað hann vill gera. Sóknarlega eru miklir möguleikar, það eru svæði á köntunum og þeir eiga erfitt með að verjast fyrirgjöfum. Við skorum einmitt eftir fyrirgjöf í Danmörku“ sagði Hallgrímur að lokum.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Sjá meira