Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2025 15:25 Framkvæmdir við nýtt skólaþorp hafa staðið yfir í sumar. Vísir/Anton Brink Reykjavíkurborg hafnar því að framkvæmdir á nýju skólaþorpi í Laugardal hafi verið settar af stað án þess að samþykkt skipulag á svæðinu liggi fyrir, líkt og fulltrúar KSÍ hafa undanfarna daga haldið fram. Framkvæmdir við svokallað skólaþorp á bílastæði við Laugardalsvöll hófust fyrr í sumar. Skólaþorpin eiga að létta undir með skólunum í Laugardal til bráðabirgða meðan framkvæmdir standa yfir. Stjórn KSÍ lýsti yfir vonbrigðum og áhyggjum af vinnubrögðum Reykjavíkurborgar í tengslum við uppbyggingu skólaþorpsins í yfirlýsingu í síðustu viku. Þá sagði stjórnin framkvæmdir hafnar þrátt fyrir að ekki væri búið að samþykkja skipulag á svæðinu. KSÍ gerði meðal annars athugasemdir við fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna að vellinum. Þannig myndi framkvæmdin hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í upphafi árs hafi upplýstu samtali og samráði verið komið ávið KSÍ og samskipti verkefnastjóra skólaþorpsins við forsvarsfólk KSÍ hafi verið regluleg og ítarleg. Vinnan sem fer nú fram byggi á samþykktum byggingaráformum frá 18. mars á þessu ári og fyrirliggjandi byggingarleyfi frá 12. júní 2025. „Því er hafnað að framkvæmdir séu hafnar án þess að samþykkt skipulag liggi fyrir,“ segir í tilkynningunni. Þann 17. janúar síðastliðinn hafi fulltrúum KSÍ verið veitt kynning á afstöðumynd af skólaþorpinu ásamt tímaáætlun. Þar hafi komið fram að fyrsti áfangi myndi hefjast í lok mars. Þann 27. mars var KSÍ upplýst af verkefnastjóra um tafir á framkvæmdatíma og tilkynnt að framkvæmdir myndu hefjast í lok maí eða byrjun júní. Það var því verkefnastjóri verkefnisins sem hafði frumkvæði að því að upplýsa KSÍ þann 27. maí um upphaf framkvæmda. Öll tilksyld leyfi Þá segir að í undirbúningsvinnu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir skólaþorpið hafi verið lögð sérstök áhersla á öryggi og aðgengi gangandi vegfarenda, sérstaklega skólabarna. „Helsta þverun skólabarna á milli Laugarnesskóla og skólaþorpsins er við Hofteig og aðra innkeyrslu á bílastæði við þjóðarleikvang. Til að tryggja umferðaröryggi er mikilvægt að loka fyrir þveranir inn á Reykjaveg við þessa leið. Mat samgönguverkfræðings er að ein inn- og útkeyrsla af bílastæðinu sé nægjanleg fyrir almenna notendur. Að höfðu samráði við almannavarnir verður aðkoma neyðarbíla áfram tryggð eftir annarri leið sem verður lokuð almennri umferð til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda,“ segir í tilkyningu. Varðandi lokun upp að Reykjavegi verði innakstursleið komið upp fyrir viðbragðsaðila. Aðkoma að svæðinu hafi ekki verið skert vegna yfirstandandi framkvæmda. „Samþykkt byggingaráform frá 18. mars 2025 skilgreina að sótt sé um leyfi fyrir byggingum sem rúmast innan gildandi skipulags. Þar kemur einnig fram að fyrri umsókn um byggingaráform fyrir tímabundið leikskólaúrræði verði ógilt, og að ný byggingaráform um skólaþorp taki gildi. Það er því staðreynd að með samþykktum byggingaráformum og byggingarleyfi liggja öll tilskilin leyfi fyrir.“ Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Fótbolti Skóla- og menntamál Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Framkvæmdir við svokallað skólaþorp á bílastæði við Laugardalsvöll hófust fyrr í sumar. Skólaþorpin eiga að létta undir með skólunum í Laugardal til bráðabirgða meðan framkvæmdir standa yfir. Stjórn KSÍ lýsti yfir vonbrigðum og áhyggjum af vinnubrögðum Reykjavíkurborgar í tengslum við uppbyggingu skólaþorpsins í yfirlýsingu í síðustu viku. Þá sagði stjórnin framkvæmdir hafnar þrátt fyrir að ekki væri búið að samþykkja skipulag á svæðinu. KSÍ gerði meðal annars athugasemdir við fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna að vellinum. Þannig myndi framkvæmdin hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í upphafi árs hafi upplýstu samtali og samráði verið komið ávið KSÍ og samskipti verkefnastjóra skólaþorpsins við forsvarsfólk KSÍ hafi verið regluleg og ítarleg. Vinnan sem fer nú fram byggi á samþykktum byggingaráformum frá 18. mars á þessu ári og fyrirliggjandi byggingarleyfi frá 12. júní 2025. „Því er hafnað að framkvæmdir séu hafnar án þess að samþykkt skipulag liggi fyrir,“ segir í tilkynningunni. Þann 17. janúar síðastliðinn hafi fulltrúum KSÍ verið veitt kynning á afstöðumynd af skólaþorpinu ásamt tímaáætlun. Þar hafi komið fram að fyrsti áfangi myndi hefjast í lok mars. Þann 27. mars var KSÍ upplýst af verkefnastjóra um tafir á framkvæmdatíma og tilkynnt að framkvæmdir myndu hefjast í lok maí eða byrjun júní. Það var því verkefnastjóri verkefnisins sem hafði frumkvæði að því að upplýsa KSÍ þann 27. maí um upphaf framkvæmda. Öll tilksyld leyfi Þá segir að í undirbúningsvinnu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir skólaþorpið hafi verið lögð sérstök áhersla á öryggi og aðgengi gangandi vegfarenda, sérstaklega skólabarna. „Helsta þverun skólabarna á milli Laugarnesskóla og skólaþorpsins er við Hofteig og aðra innkeyrslu á bílastæði við þjóðarleikvang. Til að tryggja umferðaröryggi er mikilvægt að loka fyrir þveranir inn á Reykjaveg við þessa leið. Mat samgönguverkfræðings er að ein inn- og útkeyrsla af bílastæðinu sé nægjanleg fyrir almenna notendur. Að höfðu samráði við almannavarnir verður aðkoma neyðarbíla áfram tryggð eftir annarri leið sem verður lokuð almennri umferð til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda,“ segir í tilkyningu. Varðandi lokun upp að Reykjavegi verði innakstursleið komið upp fyrir viðbragðsaðila. Aðkoma að svæðinu hafi ekki verið skert vegna yfirstandandi framkvæmda. „Samþykkt byggingaráform frá 18. mars 2025 skilgreina að sótt sé um leyfi fyrir byggingum sem rúmast innan gildandi skipulags. Þar kemur einnig fram að fyrri umsókn um byggingaráform fyrir tímabundið leikskólaúrræði verði ógilt, og að ný byggingaráform um skólaþorp taki gildi. Það er því staðreynd að með samþykktum byggingaráformum og byggingarleyfi liggja öll tilskilin leyfi fyrir.“
Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Fótbolti Skóla- og menntamál Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira