Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Agnar Már Másson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. ágúst 2025 19:39 Umferðin hefur verið þung um helgina. Vísir Þyrluáhöfn Landhelgsisgæslunnar hefur sinnt umferðareftirliti í dag í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi. Þrettán voru í dag sektaðir fyrir ölvunarakstur á Suðurlandi og um tvö hundruð stöðvaðir vegna hraðaksturs á Austurlandi. Umferðin um helgina hefur gengið stórslysalaust fyrir sig. „Þetta er umferðareftirlit með lögreglu,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi gæslunnar í samtali við Vísi um eftirlit þyrlunnar með umferðinni á Vesturlandi í dag. Ein stærsta ferðahelgi ársins er senn á enda en verslunarmannahelgin hefur verið annasöm hjá lögreglu víða um land. Mikil umferð er um landið og lögregluembætti í öllum landshlutum hafa haft afskipti af fólki á ferðinni. Engum ökumanni var hleypt út í umferðina við Landeyjarhöfn án þess að blása en þaðan streyma nú Þjóðhátíðargestir frá Vestmannaeyjum. Þrettán ökumenn á Suðurlandi mega eiga von á kæru vegna ölvunarakstur samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Á Austurlandi voru 200 stöðvaðir fyrir of hraðan akstur samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættinu þar. Verslunarmannahelgin hófst með hvelli en veðurviðvaranir með tilheyrandi hvassviðri og rigningu gengu yfir landið og léku gesti útihátíða sums staðar grátt, einkum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Veðrið skánaði þegar leið á helgina en Þjóðhátíð náði hámarki með brekkusöng í gærkvöldi. Umferðin um helgina hefur gengið stórslysalaust fyrir sig, að því er fréttastofa kemst næst, en til að svo verði enn er mikilvægt að fara varlega í umferðinni og flýta sér heim svo allir komist heilir heim. Umferð Umferðaröryggi Landhelgisgæslan Lögreglumál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Þetta er umferðareftirlit með lögreglu,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi gæslunnar í samtali við Vísi um eftirlit þyrlunnar með umferðinni á Vesturlandi í dag. Ein stærsta ferðahelgi ársins er senn á enda en verslunarmannahelgin hefur verið annasöm hjá lögreglu víða um land. Mikil umferð er um landið og lögregluembætti í öllum landshlutum hafa haft afskipti af fólki á ferðinni. Engum ökumanni var hleypt út í umferðina við Landeyjarhöfn án þess að blása en þaðan streyma nú Þjóðhátíðargestir frá Vestmannaeyjum. Þrettán ökumenn á Suðurlandi mega eiga von á kæru vegna ölvunarakstur samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Á Austurlandi voru 200 stöðvaðir fyrir of hraðan akstur samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættinu þar. Verslunarmannahelgin hófst með hvelli en veðurviðvaranir með tilheyrandi hvassviðri og rigningu gengu yfir landið og léku gesti útihátíða sums staðar grátt, einkum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Veðrið skánaði þegar leið á helgina en Þjóðhátíð náði hámarki með brekkusöng í gærkvöldi. Umferðin um helgina hefur gengið stórslysalaust fyrir sig, að því er fréttastofa kemst næst, en til að svo verði enn er mikilvægt að fara varlega í umferðinni og flýta sér heim svo allir komist heilir heim.
Umferð Umferðaröryggi Landhelgisgæslan Lögreglumál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira