„Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2025 23:01 Fyrirliðinn Pontus gegn RFS í síðustu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. EPA/ANDREAS HILLERGREN Íslendingalið Malmö tekur á þriðjudag á móti FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeild Evrópu. Það andar köldu á milli nágrannaliðanna og hefur reynsluboltinn Pontus Jansson hellt olíu á eldinn. Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum í þessum löndum má með sanni segja að Malmö og FC Kaupmannahöfn séu stærstu félögin í sínu landi. Raunar má færa ágætis rök fyrir því að um sé að ræða stærstu félög Norðurlanda þó norska liðið Bodö/Glimt hafi náð undraverðum árangri á undanförnum árum. Mikil eftirvænting ríkir fyrir einvígi liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Reikna má með troðfullum leikvöngum og miklum látum. Leikmenn FCK hafa þegar talað um að leikurinn í Malmö verði eins og að spila í Bröndby nema í staðinn fyrir gult og blátt verður allt ljósblátt. Hinn 34 ára gamli Pontus, sem lék á Englandi með Leeds United og Brentford frá 2016-2023, ræddi við fjölmiðla fyrir leik þriðjudagsins. Þar viðurkenndi hann hreinlega að sér væri illa við FCK. „Það er Malmö FF fyrir mig. Mín ástríða fyrir Malmö FF byggist á 120 ára sögu og hefðum félagsins. FCK er kannski … hvað getur maður sagt? Eitthvað annað,“ sagði Pontus og átti þar með við þá staðreynd að FCK var stofnað árið 1992. Pontus hrósaði þó FCK fyrir það sem liðið hefði afrekað frá stofnun sinni en sagðist ekki tengja við félagið á neinn hátt. Den här tiden imorgon. pic.twitter.com/786yx0csWu— Malmö FF (@Malmo_FF) August 4, 2025 Liðin mætast annað kvöld og það er aldrei að vita nema Daníel Tristan Guðjohnsen eða Arnór Sigurðsson fái mínútur í liði Malmö. Rúnar Alex Rúnarsson er enn meiddur og verður ekki í leikmannahóp FCK. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum í þessum löndum má með sanni segja að Malmö og FC Kaupmannahöfn séu stærstu félögin í sínu landi. Raunar má færa ágætis rök fyrir því að um sé að ræða stærstu félög Norðurlanda þó norska liðið Bodö/Glimt hafi náð undraverðum árangri á undanförnum árum. Mikil eftirvænting ríkir fyrir einvígi liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Reikna má með troðfullum leikvöngum og miklum látum. Leikmenn FCK hafa þegar talað um að leikurinn í Malmö verði eins og að spila í Bröndby nema í staðinn fyrir gult og blátt verður allt ljósblátt. Hinn 34 ára gamli Pontus, sem lék á Englandi með Leeds United og Brentford frá 2016-2023, ræddi við fjölmiðla fyrir leik þriðjudagsins. Þar viðurkenndi hann hreinlega að sér væri illa við FCK. „Það er Malmö FF fyrir mig. Mín ástríða fyrir Malmö FF byggist á 120 ára sögu og hefðum félagsins. FCK er kannski … hvað getur maður sagt? Eitthvað annað,“ sagði Pontus og átti þar með við þá staðreynd að FCK var stofnað árið 1992. Pontus hrósaði þó FCK fyrir það sem liðið hefði afrekað frá stofnun sinni en sagðist ekki tengja við félagið á neinn hátt. Den här tiden imorgon. pic.twitter.com/786yx0csWu— Malmö FF (@Malmo_FF) August 4, 2025 Liðin mætast annað kvöld og það er aldrei að vita nema Daníel Tristan Guðjohnsen eða Arnór Sigurðsson fái mínútur í liði Malmö. Rúnar Alex Rúnarsson er enn meiddur og verður ekki í leikmannahóp FCK.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira