Sport

Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jen Pawol er fyrsta konan sem dæmir í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta.
Jen Pawol er fyrsta konan sem dæmir í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta. epa/ERIK S. LESSER

Jen Pawol skrifaði nafn sitt í sögubækurnar um helgina þegar hún varð fyrsta konan til að dæma í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta.

Nokkur fjöldi fólks stóð á fætur klappaði fyrir Pawol þegar hún gekk inn á Truist Park þegar Atalanta Braves mætti Miami Marlins á laugardaginn.

Hin 48 ára Pawol vaktaði fyrstu höfn í leiknum. Þótt það hafi verið hennar fyrsti leikur í MLB er hún enginn nýgræðingur í dómgæslu enda dæmt rúmlega tólf hundruð leiki í áhugamannadeildum undanfarin þrjátíu ár.

Pawol fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína um helgina og dæmir aftur í MLB á laugardaginn kemur.

Konur hafa nú dæmt í þremur af fjóru stærstu atvinnumannadeildunum í bandarískum íþróttum. Einungis NFL-deildin í íshokkí hefur ekki haft kvendómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×