„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar 12. ágúst 2025 10:01 Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða? Jú, ég er að velta fyrir mér stofnun sem hefur gríðarlega mikil áhrif á afkomu Íslendinga. Hafrannsóknarstofnun. Niðurstöður hennar hafa mikil áhrif á hvernig ekki bara sjávarbyggðum landsins reiðir af heldur þjóðarbúinu í heild. Margir leggja við hlustir þegar þessi ágæta stofnun birtir niðurstörður rannsókna sinna og ráðgjöf um veiðar úr hinum ýmsu nytjastofnum við landið. Þær niðurstöður geta til að mynda haft áhrif á hvað er til skiptanna til opinberra framkvæmda. Mörg undanfarin ár hef ég ásamt öðrum m.a. Magnúsi Jónssyni veðurfræðingi, Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi og Kristni Péturssyni fyrrverandi alþingismanni, vakið athygli göllum í aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar og þar með ráðgjöf stofnunarinnar. Nauðsynlegt að gera fleira en telja fiska Reiknilíkan Hafrannsóknarstofnunar byggir nær eingöngu á talningu fiska. Það gerir lítið með líf- og vistfræðilegar forsendur á borð við ástand fisksins og samkeppni hans við aðra fiska um fæðu í hafinu. Þegar núverandi aflaregla var tekin upp í þorski árið 2008 voru gefin þau fyrirheit að aflinn yrði stöðugur frá árinu 2012 í kringum 350 þúsund tonná ári. Niðurstaðan er því miður allt önnur. Ráðgjöf stofnunarinnar og þar með leyfilegur heildarafli hefur aldrei náð 300 þúsund tonnum á ári. Nú stefnir í að þorskaflinn verði aðeins 200 þúsund tonn á næsta ári fari ráðherra sjávarútvegs að fullu eftir ráðleggingum Hafró. Menn hljóta að þurfa að spyrja sig hvað valdi þessum samdrætti þegar forsendur höfunda aflareglunnar hafa gengið eftir mörg undanfarin ár þannig að árangurinn ætti að hafa sýnt sig. Veiðireglunni hefur verið fylgt út í ystu æsar. Hafró hefur til að mynda sagt risastóran hrygningarstofn vera fyrir hendi en engu að síður hefur dæmið ekki gengið upp. Hvað er þá til ráða? Eigum við að leiðrétta útkomuna, endurmeta lífmassa stofnanna eftirá til að láta hana stemma við aflaregluna eða ættum við að líta aðeins betur á þær forsendur sem reglan byggir á og endurskoða þær? Tugþúsundir tonna hurfu án skýringa Í gögnum Hafró má meðal annars finna skýrslur um gríðarlegt magn af fiski sem hvarf. Enginn fulltrúi stofnunarinnar getur skýrt út hvað varð af af þessum tugum og jafnvel hundruðum þúsunda tonna af fiski. Á miðju sumri galt Hafró stóran varhug við því að bætt yrði við kvóta til strandveiða um eitt prómill af því magni sem „týndist” án þess að gera grein fyrir því hvert fiskurinn fór. Stofnunin gefur ráðgjöf fyrir hverja og eina nytjategund upp á tonn þrátt fyrir mikla óvissu um áreiðanleika mælinga. Árið 2019 mældi stofnunin þorskstofnin vera ríflega 1.402 þúsund tonn. Tveimur árum síðar endurmat stofnunin niðurstöður sínar og sagði stofninn í raun hafa verið 315 þúsund tonnum minni en en mælingar ársins 2019 höfðu gefið til kynna. Ráðamenn þessa lands hafa því ríkt tilefni til að staldra við. Kanna ráðgjöfina og þá aðferðafræði sem beitt hefur verið og alla framsetningu hennar. Nú heyrast þær raddir að fiskveiðiauðlindin sé ekki fullnýtt vegna skorts á fjárveitingum til Hafró. Ég leyfi mér að efast stórlega um þessa leikfimi með tölur. Ég tel að vandinn sé ekki peningar heldur að það skorti verulega á að horft sé með gagnrýnum hætti á forsendur núverandi ráðgjafar. Það þurfi að nálgast verkefnið út frá vistfræðilegum lögmálum. Vísindamenn sem greina nú frá á minnkandi stofni og nýliðun í þorski ættu að horfast í augu við gögnin. Greina frá því að tilgáta þeirra og ráðgjöf hafi ekki verið rétt. Að eina svarið sé heiðarlegt endurmat. Niðurstöður Hafró eru til ráðgjafar við ákvörðun ráðherra um magn veiðiheimilda. Stofnunin býr fiskinn ekki til frekar en að hagyrðingurinn barnið með kveðskap sínum. Ef við kjörnir fulltrúar sjáum annmarka á vinnubrögðunum ber okkur að sjálfsögðu að bregðast við því. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða? Jú, ég er að velta fyrir mér stofnun sem hefur gríðarlega mikil áhrif á afkomu Íslendinga. Hafrannsóknarstofnun. Niðurstöður hennar hafa mikil áhrif á hvernig ekki bara sjávarbyggðum landsins reiðir af heldur þjóðarbúinu í heild. Margir leggja við hlustir þegar þessi ágæta stofnun birtir niðurstörður rannsókna sinna og ráðgjöf um veiðar úr hinum ýmsu nytjastofnum við landið. Þær niðurstöður geta til að mynda haft áhrif á hvað er til skiptanna til opinberra framkvæmda. Mörg undanfarin ár hef ég ásamt öðrum m.a. Magnúsi Jónssyni veðurfræðingi, Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi og Kristni Péturssyni fyrrverandi alþingismanni, vakið athygli göllum í aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar og þar með ráðgjöf stofnunarinnar. Nauðsynlegt að gera fleira en telja fiska Reiknilíkan Hafrannsóknarstofnunar byggir nær eingöngu á talningu fiska. Það gerir lítið með líf- og vistfræðilegar forsendur á borð við ástand fisksins og samkeppni hans við aðra fiska um fæðu í hafinu. Þegar núverandi aflaregla var tekin upp í þorski árið 2008 voru gefin þau fyrirheit að aflinn yrði stöðugur frá árinu 2012 í kringum 350 þúsund tonná ári. Niðurstaðan er því miður allt önnur. Ráðgjöf stofnunarinnar og þar með leyfilegur heildarafli hefur aldrei náð 300 þúsund tonnum á ári. Nú stefnir í að þorskaflinn verði aðeins 200 þúsund tonn á næsta ári fari ráðherra sjávarútvegs að fullu eftir ráðleggingum Hafró. Menn hljóta að þurfa að spyrja sig hvað valdi þessum samdrætti þegar forsendur höfunda aflareglunnar hafa gengið eftir mörg undanfarin ár þannig að árangurinn ætti að hafa sýnt sig. Veiðireglunni hefur verið fylgt út í ystu æsar. Hafró hefur til að mynda sagt risastóran hrygningarstofn vera fyrir hendi en engu að síður hefur dæmið ekki gengið upp. Hvað er þá til ráða? Eigum við að leiðrétta útkomuna, endurmeta lífmassa stofnanna eftirá til að láta hana stemma við aflaregluna eða ættum við að líta aðeins betur á þær forsendur sem reglan byggir á og endurskoða þær? Tugþúsundir tonna hurfu án skýringa Í gögnum Hafró má meðal annars finna skýrslur um gríðarlegt magn af fiski sem hvarf. Enginn fulltrúi stofnunarinnar getur skýrt út hvað varð af af þessum tugum og jafnvel hundruðum þúsunda tonna af fiski. Á miðju sumri galt Hafró stóran varhug við því að bætt yrði við kvóta til strandveiða um eitt prómill af því magni sem „týndist” án þess að gera grein fyrir því hvert fiskurinn fór. Stofnunin gefur ráðgjöf fyrir hverja og eina nytjategund upp á tonn þrátt fyrir mikla óvissu um áreiðanleika mælinga. Árið 2019 mældi stofnunin þorskstofnin vera ríflega 1.402 þúsund tonn. Tveimur árum síðar endurmat stofnunin niðurstöður sínar og sagði stofninn í raun hafa verið 315 þúsund tonnum minni en en mælingar ársins 2019 höfðu gefið til kynna. Ráðamenn þessa lands hafa því ríkt tilefni til að staldra við. Kanna ráðgjöfina og þá aðferðafræði sem beitt hefur verið og alla framsetningu hennar. Nú heyrast þær raddir að fiskveiðiauðlindin sé ekki fullnýtt vegna skorts á fjárveitingum til Hafró. Ég leyfi mér að efast stórlega um þessa leikfimi með tölur. Ég tel að vandinn sé ekki peningar heldur að það skorti verulega á að horft sé með gagnrýnum hætti á forsendur núverandi ráðgjafar. Það þurfi að nálgast verkefnið út frá vistfræðilegum lögmálum. Vísindamenn sem greina nú frá á minnkandi stofni og nýliðun í þorski ættu að horfast í augu við gögnin. Greina frá því að tilgáta þeirra og ráðgjöf hafi ekki verið rétt. Að eina svarið sé heiðarlegt endurmat. Niðurstöður Hafró eru til ráðgjafar við ákvörðun ráðherra um magn veiðiheimilda. Stofnunin býr fiskinn ekki til frekar en að hagyrðingurinn barnið með kveðskap sínum. Ef við kjörnir fulltrúar sjáum annmarka á vinnubrögðunum ber okkur að sjálfsögðu að bregðast við því. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun