Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 14:57 Fyrirtækið Storytel verður rannsakað af Samkeppniseftirlitinu. Vísir/Anton Brink Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á hendur fyrirtækinu Storytel. Til rannsóknar er hvort fyrirtækið hafi brotið gegn banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Undir nafninu Storytel eru tvö félög, annars vegar Storytel Iceland ehf. sem sér um rekstur streymisveitu fyrir hljóð- og rafbækur á Íslandi, og hins vegar Storyside AB sem gefur út bækur sem boðnar eru fram á streymisveitunni. Félögin tvö eru í eigu Storytel AB sem skráð er í Svíþjóð en fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu að rannsóknin taki einnig til móðurfélagsins. „Rannsókn Samkeppniseftirlitsins mun í fyrsta lagi beinast að því hvort Storytel teljist markaðsráðandi, en fyrirtæki í slíkri stöðu hafa sérstökum skyldum að gegna um að grípa ekki til neinna aðgerða sem raskað geta samkeppni á markaði,“ segir í tilkynningu eftirlitsins. „Rannsókn Samkeppniseftirlitsins mun í fyrsta lagi beinast að því hvort Storytel teljist markaðsráðandi, en fyrirtæki í slíkri stöðu hafa sérstökum skyldum að gegna um að grípa ekki til neinna aðgerða sem raskað geta samkeppni á markaði.“ Tekið fyrir eftir kvörtun frá Rithöfundarsambandi Íslands Ákveðið var að rannsaka Storytel eftir að kvörtun barst frá Rithöfundarsambandi Íslands um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í kvörtuninni segir að RSÍ telji að hljóðbækur sem gefnar eru út af Storyside auk annarra útgáfna tengdum fyrirtækinu sé forgangsraðað yfir aðrar bækur. Til að mynda séu hljóðbækur Storyside í sérstökum forgangi í framsetningu og efnisvali í streymisveitunni og fái þar af leiðandi meiri hlustun. Í kvörtuninni kemur einnig fram að Storytel reyni að þvinga höfunda til að semja beint við Storyside frekar en aðra útgefundur og að Storytel „haædi tekjum innan samstæðunnar þar sem þóknar séu tengdar við hlustun.“ „Lýsing kvartanda á meintri háttsemi gefur tilefni til að rannsakað sé hvort um ólögmæta sjálfsforgangsröðun kunni að vera að ræða,“ segir í tilkynningunni. Íslenska eftirlitið hefur óskað eftir aðstoð hins sænska auk þess sem málið hefur verið tilkynnt til Eftirlitsstofnunarinnar EFTA. Þrátt fyrir að formleg rannsókn sé hafin kemur fram í tilkynningunni að ekki sé komin niðurstaða um brot né vísbending um niðurstöðu rannsóknarinnar. Samkeppnismál Bókmenntir Storytel Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Undir nafninu Storytel eru tvö félög, annars vegar Storytel Iceland ehf. sem sér um rekstur streymisveitu fyrir hljóð- og rafbækur á Íslandi, og hins vegar Storyside AB sem gefur út bækur sem boðnar eru fram á streymisveitunni. Félögin tvö eru í eigu Storytel AB sem skráð er í Svíþjóð en fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu að rannsóknin taki einnig til móðurfélagsins. „Rannsókn Samkeppniseftirlitsins mun í fyrsta lagi beinast að því hvort Storytel teljist markaðsráðandi, en fyrirtæki í slíkri stöðu hafa sérstökum skyldum að gegna um að grípa ekki til neinna aðgerða sem raskað geta samkeppni á markaði,“ segir í tilkynningu eftirlitsins. „Rannsókn Samkeppniseftirlitsins mun í fyrsta lagi beinast að því hvort Storytel teljist markaðsráðandi, en fyrirtæki í slíkri stöðu hafa sérstökum skyldum að gegna um að grípa ekki til neinna aðgerða sem raskað geta samkeppni á markaði.“ Tekið fyrir eftir kvörtun frá Rithöfundarsambandi Íslands Ákveðið var að rannsaka Storytel eftir að kvörtun barst frá Rithöfundarsambandi Íslands um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í kvörtuninni segir að RSÍ telji að hljóðbækur sem gefnar eru út af Storyside auk annarra útgáfna tengdum fyrirtækinu sé forgangsraðað yfir aðrar bækur. Til að mynda séu hljóðbækur Storyside í sérstökum forgangi í framsetningu og efnisvali í streymisveitunni og fái þar af leiðandi meiri hlustun. Í kvörtuninni kemur einnig fram að Storytel reyni að þvinga höfunda til að semja beint við Storyside frekar en aðra útgefundur og að Storytel „haædi tekjum innan samstæðunnar þar sem þóknar séu tengdar við hlustun.“ „Lýsing kvartanda á meintri háttsemi gefur tilefni til að rannsakað sé hvort um ólögmæta sjálfsforgangsröðun kunni að vera að ræða,“ segir í tilkynningunni. Íslenska eftirlitið hefur óskað eftir aðstoð hins sænska auk þess sem málið hefur verið tilkynnt til Eftirlitsstofnunarinnar EFTA. Þrátt fyrir að formleg rannsókn sé hafin kemur fram í tilkynningunni að ekki sé komin niðurstaða um brot né vísbending um niðurstöðu rannsóknarinnar.
Samkeppnismál Bókmenntir Storytel Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira