Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 10:01 Kennarar gegna ómetanlegu hlutverki í samfélaginu okkar og menntamál er stærsti málaflokkur sveitarfélaganna. Grunnskólar í Kópavogi, líkt og á landsvísu, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur. Aukið álag í skólastofunni, skortur á yfirsýn foreldra yfir námsstöðu barna, óskýrt námsmat og skortur á samræmdum mælingum á námsframvindu nemenda, óöryggi í starfsumhverfi og skortur á faglærðum kennurum eru áskoranir sem grunnskólar standa frammi fyrir og ber að taka alvarlega. Í mörg ár hafa stjórnvöld virt að vettugi þessar áskoranir og skort markvissa stefnu í málaflokknum. Þetta sinnuleysi hefur haft áhrif á nám okkar barna og starfsumhverfi kennara. Þessi ábyrgð hvílir ekki á kennurum eða skólastjórnendum heldur hjá stjórnvöldum. Til að bregðast við þessari stöðu hóf ég haustið 2024 víðtækt samráðsferli með öllum tíu grunnskólum bæjarins. Í heimsóknum til skólanna var rætt við rúmlega 300 manns – skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra – með það að markmiði að greina styrkleika, áskoranir og finna leiðir til umbóta. Niðurstaðan er samhljóða sýn á brýnustu verkefnin og tillögur að aðgerðum sem eru til þess fallnar að mæta kröfum nemenda, foreldra og kennara. Innleiðing á samræmdum stöðu- og framvinduprófum verður fyrsta stóra breytingin. Frá og með vori 2026 verður skylda í öllum grunnskólum Kópavogs að nemendur í 4. – 10. bekk taki slík próf í lesskilningi og stærðfræði - svonefndur Matsferill. Niðurstöður prófanna verða notaðar markvisst til að aðlaga kennslu að þörfum hvers nemanda, styðja foreldra við að fylgja námi barna sinna eftir og greina stöðu einstakra skóla. Skortur hefur verið á markvissum mælikvörðum á námsárangri nemenda og með þessari aðgerð er verið að bregðast við því. Nýtt námsumsjónarkerfi er önnur lykilaðgerð. Kópavogsbær er að taka þátt í þróun á nýju námsumsjónarkerfi sem veitir nemendum, foreldrum og kennurum betri yfirsýn yfir námsframvindu og veitir kennurum tækifæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda við kennslu með tækninni. Tilraun með kerfið hefst á þessu skólaári og verður það tekið í notkun haustið 2026, ef vel tekst til. Skýrara námsmat er þriðja umbótatillagan með sérstakri áherslu á endurgjöf í formi umsagna. Það er ekkert launungarmál að bæði foreldrar og nemendur átta sig illa á einkunnargjöf og ábendingar hafa komið fram um að námsmatið sé á breiðu bili og óskýrt. Hendur grunnskóla eru þó bundnar hvað einkunnargjöf varðar því frá 2013 var samkvæmt aðalnámskrá skylda að við lok grunnskóla sé námsmatið í formi bókstafa. Til að bregðast við þessari stöðu verður aukin áhersla lögð á umsagnir og samræmingu námsmats milli grunnskóla Kópavogs, eins og kostur er, í samræmi við viðmið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS). Markmiðið er að svara þannig ábendingum nemenda og foreldra með því að veita skýrari mynd af námslegri stöðu nemenda. Einnig verður endurskoðuð aðferðafræði við lokamat í 10. bekk til að tryggja réttmæti og áreiðanleika. Efling fagmenntaðra kennara er fjórða áherslan en fagmennska kennara hefur bein áhrif á námsárangur nemenda. Til að mæta fjölbreyttum nemendahópum mun Kópavogsbær leggja áhersla á áframhaldandi þróun framboðs námskeiða sem byggja á þörfum kennara og skólasamfélagsins. Heildstæð áætlun um símenntun verður unnin í samvinnu við skóla og háskólastofnanir, með áherslu á greinar þar sem skortur er á kennurum, svo sem í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði. Þær áherslur sem hér hafa verið taldar upp eru ekki tæmandi. Listi umbótaaðgerða er í heild sextán sem úr samráðsferlinu komu en að auki verða gerðar úrbætur á móttökuferli barna með fjölbreyttan tungumálabakgrunn, skýrari reglur um skólasókn barna og reglur um samskipti og símanotkun í skóla teknar til skoðunar. Með þessum aðgerðum svarar Kópavogsbær ákalli nemenda, foreldra og kennara um að gera námið og kennslu í grunnskólum okkar mælanlegra, markvissara, faglegra og gagnsærra. Markmiðið er skýrt: Að tryggja að skólar í Kópavogi séu áfram í fremstu röð og að framtíð nemenda sé sett í fyrsta sæti. Ef við ætlum að vera þjóð í fremstu röð þurfum við að vera með menntakerfi í fremstu röð og tryggja þannig framtíð barnanna okkar. Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Kennarar gegna ómetanlegu hlutverki í samfélaginu okkar og menntamál er stærsti málaflokkur sveitarfélaganna. Grunnskólar í Kópavogi, líkt og á landsvísu, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur. Aukið álag í skólastofunni, skortur á yfirsýn foreldra yfir námsstöðu barna, óskýrt námsmat og skortur á samræmdum mælingum á námsframvindu nemenda, óöryggi í starfsumhverfi og skortur á faglærðum kennurum eru áskoranir sem grunnskólar standa frammi fyrir og ber að taka alvarlega. Í mörg ár hafa stjórnvöld virt að vettugi þessar áskoranir og skort markvissa stefnu í málaflokknum. Þetta sinnuleysi hefur haft áhrif á nám okkar barna og starfsumhverfi kennara. Þessi ábyrgð hvílir ekki á kennurum eða skólastjórnendum heldur hjá stjórnvöldum. Til að bregðast við þessari stöðu hóf ég haustið 2024 víðtækt samráðsferli með öllum tíu grunnskólum bæjarins. Í heimsóknum til skólanna var rætt við rúmlega 300 manns – skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra – með það að markmiði að greina styrkleika, áskoranir og finna leiðir til umbóta. Niðurstaðan er samhljóða sýn á brýnustu verkefnin og tillögur að aðgerðum sem eru til þess fallnar að mæta kröfum nemenda, foreldra og kennara. Innleiðing á samræmdum stöðu- og framvinduprófum verður fyrsta stóra breytingin. Frá og með vori 2026 verður skylda í öllum grunnskólum Kópavogs að nemendur í 4. – 10. bekk taki slík próf í lesskilningi og stærðfræði - svonefndur Matsferill. Niðurstöður prófanna verða notaðar markvisst til að aðlaga kennslu að þörfum hvers nemanda, styðja foreldra við að fylgja námi barna sinna eftir og greina stöðu einstakra skóla. Skortur hefur verið á markvissum mælikvörðum á námsárangri nemenda og með þessari aðgerð er verið að bregðast við því. Nýtt námsumsjónarkerfi er önnur lykilaðgerð. Kópavogsbær er að taka þátt í þróun á nýju námsumsjónarkerfi sem veitir nemendum, foreldrum og kennurum betri yfirsýn yfir námsframvindu og veitir kennurum tækifæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda við kennslu með tækninni. Tilraun með kerfið hefst á þessu skólaári og verður það tekið í notkun haustið 2026, ef vel tekst til. Skýrara námsmat er þriðja umbótatillagan með sérstakri áherslu á endurgjöf í formi umsagna. Það er ekkert launungarmál að bæði foreldrar og nemendur átta sig illa á einkunnargjöf og ábendingar hafa komið fram um að námsmatið sé á breiðu bili og óskýrt. Hendur grunnskóla eru þó bundnar hvað einkunnargjöf varðar því frá 2013 var samkvæmt aðalnámskrá skylda að við lok grunnskóla sé námsmatið í formi bókstafa. Til að bregðast við þessari stöðu verður aukin áhersla lögð á umsagnir og samræmingu námsmats milli grunnskóla Kópavogs, eins og kostur er, í samræmi við viðmið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS). Markmiðið er að svara þannig ábendingum nemenda og foreldra með því að veita skýrari mynd af námslegri stöðu nemenda. Einnig verður endurskoðuð aðferðafræði við lokamat í 10. bekk til að tryggja réttmæti og áreiðanleika. Efling fagmenntaðra kennara er fjórða áherslan en fagmennska kennara hefur bein áhrif á námsárangur nemenda. Til að mæta fjölbreyttum nemendahópum mun Kópavogsbær leggja áhersla á áframhaldandi þróun framboðs námskeiða sem byggja á þörfum kennara og skólasamfélagsins. Heildstæð áætlun um símenntun verður unnin í samvinnu við skóla og háskólastofnanir, með áherslu á greinar þar sem skortur er á kennurum, svo sem í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði. Þær áherslur sem hér hafa verið taldar upp eru ekki tæmandi. Listi umbótaaðgerða er í heild sextán sem úr samráðsferlinu komu en að auki verða gerðar úrbætur á móttökuferli barna með fjölbreyttan tungumálabakgrunn, skýrari reglur um skólasókn barna og reglur um samskipti og símanotkun í skóla teknar til skoðunar. Með þessum aðgerðum svarar Kópavogsbær ákalli nemenda, foreldra og kennara um að gera námið og kennslu í grunnskólum okkar mælanlegra, markvissara, faglegra og gagnsærra. Markmiðið er skýrt: Að tryggja að skólar í Kópavogi séu áfram í fremstu röð og að framtíð nemenda sé sett í fyrsta sæti. Ef við ætlum að vera þjóð í fremstu röð þurfum við að vera með menntakerfi í fremstu röð og tryggja þannig framtíð barnanna okkar. Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar