Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 10:45 Aðeins tréstofnarnir standa eftir. Vísir/Magnús Hlynur Síðustu aspirnar á Austurvegi, sem liggur í gegnum Selfoss, hafa verið felldar. Bæjarstjóri Árborgar segir aspirnar hafa verið felldar í þágu umferðaröryggis en í stað þeirra komi fallegur gróður. Aspirnar stóðu á milli tveggja akgreina á Austurveginum en árið 2021 voru níu aspir felldar, íbúum til mikils ama. Þáverandi sveitastjórn barst bréf frá lögreglu þar sem lýst var áhyggjur af veru aspanna í kringum gangbrautir þar sem þær meðal annars skerðu vegsýn ökumanna stórra ökutækja. Gísli Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri, sagði í samtali við Vísi að ekki ætti að fella allar aspirnar heldur einungis þær níu sem voru síðan felldar. Í gærkvöldi voru síðan allar aspirnar sem eftir stóðu, í kringum tíu til tólf talsins, felldar. Austurvegi var lokað í nokkrar klukkustundir á meðan trén voru felld er segir í tilkynningu á heimasíðu Árborgar. Þónokkur tré voru felld seint í gærkvöldi.Vísir/Magnús Hlynur „Þetta er búið að vera framhaldsverkefni því aspirnar, samkvæmt fagaðilum orðnar gamlar og hættulegar. Við höfum verið að vinna með Vegagerðinni að því að fjarlæga aspirnar og setja í staðinn grindverk til að auka umferðaröryggi en síðan ný tré. Það verður falleg blanda af grænum gróðri við götuna,“ segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar. Að sögn hans stendur til að koma fyrir grindverki og svokölluðum borgartrjám fyrir í stað aspanna. Aðspurður hvers vegna aspirnar séu felldar núna, fjórum árum eftir að þær fyrstu voru teknar, segir Bragi að þegar farið var fyrst í verkefnið hafi verið ákveðið að gera það í köflum. Aspirnar fyrr í sumar og svo nú í morgun.Samsett „Við erum að gera þetta í samstarfi við Vegagerðina. Auðvitað snýst þetta líka um fjármagn, að taka þau niður og setja svo ný. Þannig að þetta kostar allt saman svo það var ákveðið að gera þetta í skrefum og sjá hvort hvað myndi virka. Það skilaði sér, aukin sýn akandi og menn telja að það hafi skilað meira öryggi og þess vegna var þetta tekið í áföngum.“ Ekki standi til að skilja veginn eftir eins og hann er nú en mörg tækifæri felist í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. „Miklar breytingar sem geta orðið með nýrri Ölfusábrú líka. Þá verður Austurvegurinn, þar sem aspirnar voru felldar, orðinn innanbæjarvegur og þá er margt sem hægt er að gera bæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Það eru tækifæri þegar að því kemur,“ segir Bjarni. Aspir felldar á Austurvegi Árborg Tré Skógrækt og landgræðsla Umferðaröryggi Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Aspirnar stóðu á milli tveggja akgreina á Austurveginum en árið 2021 voru níu aspir felldar, íbúum til mikils ama. Þáverandi sveitastjórn barst bréf frá lögreglu þar sem lýst var áhyggjur af veru aspanna í kringum gangbrautir þar sem þær meðal annars skerðu vegsýn ökumanna stórra ökutækja. Gísli Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri, sagði í samtali við Vísi að ekki ætti að fella allar aspirnar heldur einungis þær níu sem voru síðan felldar. Í gærkvöldi voru síðan allar aspirnar sem eftir stóðu, í kringum tíu til tólf talsins, felldar. Austurvegi var lokað í nokkrar klukkustundir á meðan trén voru felld er segir í tilkynningu á heimasíðu Árborgar. Þónokkur tré voru felld seint í gærkvöldi.Vísir/Magnús Hlynur „Þetta er búið að vera framhaldsverkefni því aspirnar, samkvæmt fagaðilum orðnar gamlar og hættulegar. Við höfum verið að vinna með Vegagerðinni að því að fjarlæga aspirnar og setja í staðinn grindverk til að auka umferðaröryggi en síðan ný tré. Það verður falleg blanda af grænum gróðri við götuna,“ segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar. Að sögn hans stendur til að koma fyrir grindverki og svokölluðum borgartrjám fyrir í stað aspanna. Aðspurður hvers vegna aspirnar séu felldar núna, fjórum árum eftir að þær fyrstu voru teknar, segir Bragi að þegar farið var fyrst í verkefnið hafi verið ákveðið að gera það í köflum. Aspirnar fyrr í sumar og svo nú í morgun.Samsett „Við erum að gera þetta í samstarfi við Vegagerðina. Auðvitað snýst þetta líka um fjármagn, að taka þau niður og setja svo ný. Þannig að þetta kostar allt saman svo það var ákveðið að gera þetta í skrefum og sjá hvort hvað myndi virka. Það skilaði sér, aukin sýn akandi og menn telja að það hafi skilað meira öryggi og þess vegna var þetta tekið í áföngum.“ Ekki standi til að skilja veginn eftir eins og hann er nú en mörg tækifæri felist í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. „Miklar breytingar sem geta orðið með nýrri Ölfusábrú líka. Þá verður Austurvegurinn, þar sem aspirnar voru felldar, orðinn innanbæjarvegur og þá er margt sem hægt er að gera bæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Það eru tækifæri þegar að því kemur,“ segir Bjarni.
Aspir felldar á Austurvegi Árborg Tré Skógrækt og landgræðsla Umferðaröryggi Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira