Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 10:45 Aðeins tréstofnarnir standa eftir. Vísir/Magnús Hlynur Síðustu aspirnar á Austurvegi, sem liggur í gegnum Selfoss, hafa verið felldar. Bæjarstjóri Árborgar segir aspirnar hafa verið felldar í þágu umferðaröryggis en í stað þeirra komi fallegur gróður. Aspirnar stóðu á milli tveggja akgreina á Austurveginum en árið 2021 voru níu aspir felldar, íbúum til mikils ama. Þáverandi sveitastjórn barst bréf frá lögreglu þar sem lýst var áhyggjur af veru aspanna í kringum gangbrautir þar sem þær meðal annars skerðu vegsýn ökumanna stórra ökutækja. Gísli Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri, sagði í samtali við Vísi að ekki ætti að fella allar aspirnar heldur einungis þær níu sem voru síðan felldar. Í gærkvöldi voru síðan allar aspirnar sem eftir stóðu, í kringum tíu til tólf talsins, felldar. Austurvegi var lokað í nokkrar klukkustundir á meðan trén voru felld er segir í tilkynningu á heimasíðu Árborgar. Þónokkur tré voru felld seint í gærkvöldi.Vísir/Magnús Hlynur „Þetta er búið að vera framhaldsverkefni því aspirnar, samkvæmt fagaðilum orðnar gamlar og hættulegar. Við höfum verið að vinna með Vegagerðinni að því að fjarlæga aspirnar og setja í staðinn grindverk til að auka umferðaröryggi en síðan ný tré. Það verður falleg blanda af grænum gróðri við götuna,“ segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar. Að sögn hans stendur til að koma fyrir grindverki og svokölluðum borgartrjám fyrir í stað aspanna. Aðspurður hvers vegna aspirnar séu felldar núna, fjórum árum eftir að þær fyrstu voru teknar, segir Bragi að þegar farið var fyrst í verkefnið hafi verið ákveðið að gera það í köflum. Aspirnar fyrr í sumar og svo nú í morgun.Samsett „Við erum að gera þetta í samstarfi við Vegagerðina. Auðvitað snýst þetta líka um fjármagn, að taka þau niður og setja svo ný. Þannig að þetta kostar allt saman svo það var ákveðið að gera þetta í skrefum og sjá hvort hvað myndi virka. Það skilaði sér, aukin sýn akandi og menn telja að það hafi skilað meira öryggi og þess vegna var þetta tekið í áföngum.“ Ekki standi til að skilja veginn eftir eins og hann er nú en mörg tækifæri felist í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. „Miklar breytingar sem geta orðið með nýrri Ölfusábrú líka. Þá verður Austurvegurinn, þar sem aspirnar voru felldar, orðinn innanbæjarvegur og þá er margt sem hægt er að gera bæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Það eru tækifæri þegar að því kemur,“ segir Bjarni. Aspir felldar á Austurvegi Árborg Tré Skógrækt og landgræðsla Umferðaröryggi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Aspirnar stóðu á milli tveggja akgreina á Austurveginum en árið 2021 voru níu aspir felldar, íbúum til mikils ama. Þáverandi sveitastjórn barst bréf frá lögreglu þar sem lýst var áhyggjur af veru aspanna í kringum gangbrautir þar sem þær meðal annars skerðu vegsýn ökumanna stórra ökutækja. Gísli Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri, sagði í samtali við Vísi að ekki ætti að fella allar aspirnar heldur einungis þær níu sem voru síðan felldar. Í gærkvöldi voru síðan allar aspirnar sem eftir stóðu, í kringum tíu til tólf talsins, felldar. Austurvegi var lokað í nokkrar klukkustundir á meðan trén voru felld er segir í tilkynningu á heimasíðu Árborgar. Þónokkur tré voru felld seint í gærkvöldi.Vísir/Magnús Hlynur „Þetta er búið að vera framhaldsverkefni því aspirnar, samkvæmt fagaðilum orðnar gamlar og hættulegar. Við höfum verið að vinna með Vegagerðinni að því að fjarlæga aspirnar og setja í staðinn grindverk til að auka umferðaröryggi en síðan ný tré. Það verður falleg blanda af grænum gróðri við götuna,“ segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar. Að sögn hans stendur til að koma fyrir grindverki og svokölluðum borgartrjám fyrir í stað aspanna. Aðspurður hvers vegna aspirnar séu felldar núna, fjórum árum eftir að þær fyrstu voru teknar, segir Bragi að þegar farið var fyrst í verkefnið hafi verið ákveðið að gera það í köflum. Aspirnar fyrr í sumar og svo nú í morgun.Samsett „Við erum að gera þetta í samstarfi við Vegagerðina. Auðvitað snýst þetta líka um fjármagn, að taka þau niður og setja svo ný. Þannig að þetta kostar allt saman svo það var ákveðið að gera þetta í skrefum og sjá hvort hvað myndi virka. Það skilaði sér, aukin sýn akandi og menn telja að það hafi skilað meira öryggi og þess vegna var þetta tekið í áföngum.“ Ekki standi til að skilja veginn eftir eins og hann er nú en mörg tækifæri felist í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. „Miklar breytingar sem geta orðið með nýrri Ölfusábrú líka. Þá verður Austurvegurinn, þar sem aspirnar voru felldar, orðinn innanbæjarvegur og þá er margt sem hægt er að gera bæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Það eru tækifæri þegar að því kemur,“ segir Bjarni.
Aspir felldar á Austurvegi Árborg Tré Skógrækt og landgræðsla Umferðaröryggi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira