Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Árni Sæberg skrifar 2. september 2025 13:25 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Stöð 2/Einar Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um fimm aðgerðir í menntamálum. Þeir vilja að samræmd próf verði tekin upp, námsmat verði byggt á talnakvarðanum 1 upp í 10, símar verið bannaðir í skólum, móttökudeildum verði komið á fót fyrir innflytjendur og að sett verði skýrt markmið um betri árangur í PISA-könnunum. „Við lýsum verulegum áhyggjum af stöðu skólakerfisins hérlendis. Um 40 prósent nemenda hafa ekki náð grunnfærni í lesskilningi við lok grunnskólagöngunnar. Árangur íslenskra skólabarna í PISA-könnunum fer versnandi og í nýlegri skýrslu OECD var lýst verulegum áhyggjum af stöðu íslenska menntakerfisins. Hnignun grundvallarfærni íslenskra nemenda síðustu tvo áratugi var hreinlega sögð ógnvekjandi og geta stefnt efnahagslegri velferð okkar og lífsgæðum í hættu,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, í samtali við Vísi. Tillaga borgarstjórnarflokksins var lögð fram á fundi borgarráðs sem nú stendur yfir. Hún segir að mikilvægt sé að fólk átti sig á alvarleika málsins. Borgin búi yfir ótrúlegum mannauði í kennurum en kerfið sjálft hafi brugðist og nauðsynlegt sé að horfast í augu við það. Námsmat byggt á táknum og litum óskiljanlegt Sjálfstæðismenn vilji skýrara námsmat, fleiri mælitæki og meira gagnsæi. Alvöru aðgerðir og metnað til að koma skólakerfinu í fremstu röð. „Við viljum samræmd próf sem mæla alla hæfniþætti aðalnámsskrár en jafnframt að einkunnir verði aftur gefnar á talnakvarðanum. Núverandi fyrirkomulag þar sem námsmat byggir á táknum, litum og bókstöfum er óskiljanlegt og takmarkar möguleika foreldra og nemenda að fylgjast með framvindu í námi.“ Síma í þar til gerðar geymslur Auk þess að taka aftur upp samræmd próf og námsmat byggt á tölum leggja Sjálfstæðismenn til að grunnskólar Reykjavíkur verði símalausir. Í tillögunni segir að skólinn eigi að vera griðastaður nemenda hvað utanaðkomandi áreiti varðar. Félagsfærni hafi farið mikið aftur en hún byggist á þjálfun. Nemendur tali miklu minna saman og staðan hafi ýtt undir einmanaleika, depurð og kvíða. Snjallsíminn sé líklegasta breytan í þessu samhengi. Aðstaða til að geyma síma frá upphafi til loka skóladags þyrfti að vera til staðar í skólum. Vandinn muni margfaldast nema gripið verði inn í Þá leggja fulltrúarnir einnig til sérstakar móttökudeildir fyrir börn sem eru nýflutt til landsins. Börn sem koma til landsins og ekki tala íslensku taki sín fyrstu skref í grunnskólagöngunni í móttökudeild þar sem öll áhersla er á íslensku og íslenska menningu. Lestrarfærni þeirra verði metin áður en þau hefja nám með sínum jafnöldrum hérlendis. Um væri að ræða brú í takmarkaðan tíma til að skólastarf þeirra og annarra gangi sem best. Markmiðið væri að mæta betur þörfum hvers barns. Hildur segir að staðsetningu móttökudeilda þyrfti að skipuleggja eftir lýðfræðinni í borginni og því hvernig fjöldi barna af erlendum uppruna dreifist um borgina. Nú sé svo komið að 85 prósent nemenda í Fellaskóla eru af erlendum uppruna og einungis 22 prósent nemenda í 2. bekk nái aldurssvarandi færni í lestri. „Þetta eru alvarlegar tölur og ljóst að kerfið er að bregðast þessum börnum. Í nýlegri skýrslu OECD segir að munurinn á PISA-einkunnum nemenda með innflytjendabakgrunn og innfæddra nemenda hérlendis sé einn sá mesti innan OECD. Meira en helmingur innflytjendanemenda skortir lesskilning til að geta haldið áfram í námi eða farið út á vinnumarkað. Ef við grípum ekki til aðgerða er hætt við því að vandinn margfaldist.“ Loks er lagt til að Reykjavíkurborg taki forystu í skólamálum á landsvísu og setji sér það markmið að verða meðal fremstu þjóða í PISA-könnunum. Allir nemendur sem ekki eru með námslegar hamlanir geti lesið sér til gagns. Unnið verði með gögn og mælanleg markmið í auknum mæli í skólastarfi svo hægt verði að meta árangur. Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
„Við lýsum verulegum áhyggjum af stöðu skólakerfisins hérlendis. Um 40 prósent nemenda hafa ekki náð grunnfærni í lesskilningi við lok grunnskólagöngunnar. Árangur íslenskra skólabarna í PISA-könnunum fer versnandi og í nýlegri skýrslu OECD var lýst verulegum áhyggjum af stöðu íslenska menntakerfisins. Hnignun grundvallarfærni íslenskra nemenda síðustu tvo áratugi var hreinlega sögð ógnvekjandi og geta stefnt efnahagslegri velferð okkar og lífsgæðum í hættu,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, í samtali við Vísi. Tillaga borgarstjórnarflokksins var lögð fram á fundi borgarráðs sem nú stendur yfir. Hún segir að mikilvægt sé að fólk átti sig á alvarleika málsins. Borgin búi yfir ótrúlegum mannauði í kennurum en kerfið sjálft hafi brugðist og nauðsynlegt sé að horfast í augu við það. Námsmat byggt á táknum og litum óskiljanlegt Sjálfstæðismenn vilji skýrara námsmat, fleiri mælitæki og meira gagnsæi. Alvöru aðgerðir og metnað til að koma skólakerfinu í fremstu röð. „Við viljum samræmd próf sem mæla alla hæfniþætti aðalnámsskrár en jafnframt að einkunnir verði aftur gefnar á talnakvarðanum. Núverandi fyrirkomulag þar sem námsmat byggir á táknum, litum og bókstöfum er óskiljanlegt og takmarkar möguleika foreldra og nemenda að fylgjast með framvindu í námi.“ Síma í þar til gerðar geymslur Auk þess að taka aftur upp samræmd próf og námsmat byggt á tölum leggja Sjálfstæðismenn til að grunnskólar Reykjavíkur verði símalausir. Í tillögunni segir að skólinn eigi að vera griðastaður nemenda hvað utanaðkomandi áreiti varðar. Félagsfærni hafi farið mikið aftur en hún byggist á þjálfun. Nemendur tali miklu minna saman og staðan hafi ýtt undir einmanaleika, depurð og kvíða. Snjallsíminn sé líklegasta breytan í þessu samhengi. Aðstaða til að geyma síma frá upphafi til loka skóladags þyrfti að vera til staðar í skólum. Vandinn muni margfaldast nema gripið verði inn í Þá leggja fulltrúarnir einnig til sérstakar móttökudeildir fyrir börn sem eru nýflutt til landsins. Börn sem koma til landsins og ekki tala íslensku taki sín fyrstu skref í grunnskólagöngunni í móttökudeild þar sem öll áhersla er á íslensku og íslenska menningu. Lestrarfærni þeirra verði metin áður en þau hefja nám með sínum jafnöldrum hérlendis. Um væri að ræða brú í takmarkaðan tíma til að skólastarf þeirra og annarra gangi sem best. Markmiðið væri að mæta betur þörfum hvers barns. Hildur segir að staðsetningu móttökudeilda þyrfti að skipuleggja eftir lýðfræðinni í borginni og því hvernig fjöldi barna af erlendum uppruna dreifist um borgina. Nú sé svo komið að 85 prósent nemenda í Fellaskóla eru af erlendum uppruna og einungis 22 prósent nemenda í 2. bekk nái aldurssvarandi færni í lestri. „Þetta eru alvarlegar tölur og ljóst að kerfið er að bregðast þessum börnum. Í nýlegri skýrslu OECD segir að munurinn á PISA-einkunnum nemenda með innflytjendabakgrunn og innfæddra nemenda hérlendis sé einn sá mesti innan OECD. Meira en helmingur innflytjendanemenda skortir lesskilning til að geta haldið áfram í námi eða farið út á vinnumarkað. Ef við grípum ekki til aðgerða er hætt við því að vandinn margfaldist.“ Loks er lagt til að Reykjavíkurborg taki forystu í skólamálum á landsvísu og setji sér það markmið að verða meðal fremstu þjóða í PISA-könnunum. Allir nemendur sem ekki eru með námslegar hamlanir geti lesið sér til gagns. Unnið verði með gögn og mælanleg markmið í auknum mæli í skólastarfi svo hægt verði að meta árangur.
Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent