Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar 2. september 2025 19:31 Í dag mælti ég fyrir tillögu á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarsögulegra minja á Laugarnestanga. Frá árinu 2016 hefur verið í gildi verndaráætlun Laugarnestanga til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur, meðal annars á forsendum þeirra. Þar á undan hafði svæðið verið sett undir hverfisvernd Reykjavíkurborgar en fjölmörg svæði í Reykjavík eru undir hverfisvernd og flest þeirra vinsæl og fjölfarin útivistar- og afþreyingarsvæði, eins og Laugarnestangi. Laugarnestangi er sérstæður í borgarlandinu. Hann hefur ekki einvörðungu hátt sögu- og menningargildi heldur er hann einnig mikilvægur í tilliti náttúruverndar og fyrir líffræðilegar og jarðfræðilegar náttúruminjar. Þá má nefna að frá Laugarnestanga sést til allra átta; vel yfir Reykjavík og hið manngerða borgarskipulag, til fjalla og yfir óspillta strandlengju og langt út á haf. Þetta er eitt fárra svæða í þéttbýli höfuðborgarinnar þar sem hægt er að upplifa jafn heildstætt menningarlandslag og náttúru. Með því að færa vernd svæðisins á hærra stig gefst okkur ríkara tækifæri til að miðla enn frekar sögu og menningu þess til komandi kynslóða en einnig standa vörð um verðmætin sem felast í náttúrunni sem þar fyrirfinnst og hlúa að lífbreytileika og búsetusvæðum fjölbreyttra lífvera. Friðlýsingarformið er sú verndaraðgerð sem er best skilgreind í lögum og með því eru sett skýr verndarmarkmið og skilmálar hvernig framfylgja skuli þeim. Það er því ánægjulegt að borgarstjórn samþykkti að hefja friðlýsingarferli Laugarnestangans. Samhliða framsækinni borgarþróun verðum við ávallt að skoða gaumgæfilega hugmyndir um náttúruvernd og verndun minja og mannvistaleifa í borgarlandinu. Með því að styrkja slíkt um alla borg náum við að tryggja sjálfbæra borgarþróun og vernda land og svæði um ókomna tíð fyrir hugsanlega óafturkræfum athöfnum manna. Slíkt gegnir einnig mikilvægu hlutverki í að draga úr og aðlagast loftslagsbreytingum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara en nú að huga að aukinni vernd og friðlýsingum í Reykjavík. Hvort sem þær taka til menningarlandslags og menningarminja, eins og tilfelli Laugarnestangans, eða vegna verðmætra og viðkvæmra vistkerfa, leira, þangfjara, búsvæða fugla, sjávarhryggleysingja og straumvatna sem eru búsvæði laxa og silunga. Að því sögðu er það er von mín að friðlýsingarferli Laugarnestanga gangi hratt og örugglega fyrir sig og að í kjölfarið verði nýtt fleiri tækifæri til friðlýsinga í landi Reykjavíkur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Borgarstjórn Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag mælti ég fyrir tillögu á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarsögulegra minja á Laugarnestanga. Frá árinu 2016 hefur verið í gildi verndaráætlun Laugarnestanga til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur, meðal annars á forsendum þeirra. Þar á undan hafði svæðið verið sett undir hverfisvernd Reykjavíkurborgar en fjölmörg svæði í Reykjavík eru undir hverfisvernd og flest þeirra vinsæl og fjölfarin útivistar- og afþreyingarsvæði, eins og Laugarnestangi. Laugarnestangi er sérstæður í borgarlandinu. Hann hefur ekki einvörðungu hátt sögu- og menningargildi heldur er hann einnig mikilvægur í tilliti náttúruverndar og fyrir líffræðilegar og jarðfræðilegar náttúruminjar. Þá má nefna að frá Laugarnestanga sést til allra átta; vel yfir Reykjavík og hið manngerða borgarskipulag, til fjalla og yfir óspillta strandlengju og langt út á haf. Þetta er eitt fárra svæða í þéttbýli höfuðborgarinnar þar sem hægt er að upplifa jafn heildstætt menningarlandslag og náttúru. Með því að færa vernd svæðisins á hærra stig gefst okkur ríkara tækifæri til að miðla enn frekar sögu og menningu þess til komandi kynslóða en einnig standa vörð um verðmætin sem felast í náttúrunni sem þar fyrirfinnst og hlúa að lífbreytileika og búsetusvæðum fjölbreyttra lífvera. Friðlýsingarformið er sú verndaraðgerð sem er best skilgreind í lögum og með því eru sett skýr verndarmarkmið og skilmálar hvernig framfylgja skuli þeim. Það er því ánægjulegt að borgarstjórn samþykkti að hefja friðlýsingarferli Laugarnestangans. Samhliða framsækinni borgarþróun verðum við ávallt að skoða gaumgæfilega hugmyndir um náttúruvernd og verndun minja og mannvistaleifa í borgarlandinu. Með því að styrkja slíkt um alla borg náum við að tryggja sjálfbæra borgarþróun og vernda land og svæði um ókomna tíð fyrir hugsanlega óafturkræfum athöfnum manna. Slíkt gegnir einnig mikilvægu hlutverki í að draga úr og aðlagast loftslagsbreytingum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara en nú að huga að aukinni vernd og friðlýsingum í Reykjavík. Hvort sem þær taka til menningarlandslags og menningarminja, eins og tilfelli Laugarnestangans, eða vegna verðmætra og viðkvæmra vistkerfa, leira, þangfjara, búsvæða fugla, sjávarhryggleysingja og straumvatna sem eru búsvæði laxa og silunga. Að því sögðu er það er von mín að friðlýsingarferli Laugarnestanga gangi hratt og örugglega fyrir sig og að í kjölfarið verði nýtt fleiri tækifæri til friðlýsinga í landi Reykjavíkur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar