Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2025 23:56 Kjartan segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda. Vísir/Einar og Sigurjón Íbúar í Árbænum óttast að umdeildar vegaframkvæmdir við Höfðabakka leiði til mikilla tafa í umferð og öngþveitis á háannatíma. Framkvæmdirnar eru á fimm stöðum við Höfðabakka. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við ökumenn á gatnamótunum á háannatíma, um klukkan fjögur, og sögðu flestir að breytingarnar væru afleitar og umferðin hefði stóraukist. „Umferðin er ömurleg á þessum tíma,“ sagði einn og að framkvæmdirnar væru gerðar á vitlausum tíma. Annar sagði fólki væri að fjölga í hverfinu en á sama tíma væri verið að reyna að draga úr umferð. Það færi ekki saman. Bjarki ræddi einnig við Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn lagði fram tillögu í ágúst um að borgaryfirvöld myndu hætta við framkvæmdirnar. Þá lagðist flokkurinn einnig gegn þrengingum sem er að finna í breytingunum og vöruðu við því að það myndi valda töfum. Kjartan segir þetta nú búið að raungerast og borgin ætti því að hverfa frá breytingunum. Kjartan sagðist eiga von á því að tillagan yrði tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á morgun. „Ég þori ekki að segja um það,“ segir Kjartan um það þegar hann er spurður um afdrif tillögunnar á morgun. Líklegt sé að það verði ekki orðið við henni. Framkvæmdirnar séu komnar það langt á veg. Um framkvæmdirnar segir á vef borgarinnar: „Framkvæmdin felur í sér endurnýjun umferðarljósa á 5 gatnamótum á Höfðabakka, við Stórhöfða, Dvergshöfða, Bíldshöfða, Vesturlandsveg og Bæjarháls. Einnig verða gerðar endurbætur með tilliti til umferðaröryggis á gatnamótunum. Við Stórhöfða, Dvergshöfða og Bíldshöfða verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar og götulýsing bætt. Á Höfðabakkabrú við Vesturlandsveg verða gerðar endurbætur á gönguleiðum og götulýsing bætt. Gálgastaurar umferðarljósa verða fjarlægðir og umferðarljósastaurar staðsettir á nýjum stöðum. Austan megin á Höfðabakka eru vinstribeygjureinar aðskildar frá akreinum til norðurs með eyju. Yfirlitsmynd frá Reykjavíkurborg sem sýnir hvar framkvæmdirnar eru. Reykjavíkurborg Við Bæjarháls verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar, hægribeygjuframhjáhlaup fjarlægð og götulýsing bætt. Á hægribeygjuframhjáhlaup sem ekki verða með umferðarljósum verða settar malbikaðar upphækkanir. Gert er ráð fyrir að unnið sé við ein gatnamót í einu þó að möguleiki sé á að skörun verði á milli gatnamóta með einhverja verkhluta.“ Borga ósýnilegan skatt vegna umferðartafa Kjartan segist skilja gremju íbúa afar vel. „Höfðabakkinn og þessi gatnamót eru mjög mikilvæg fyrir umferð, ekki bara fyrir Árbæinn, heldur fyrir stórt svæði hérna í austurhluta borgarinnar. Grafarvog, Breiðholt, Grafarholt og svo framvegis. Það er ekki á tafirnar bætandi. Fólk er að borga nú þegar mjög háan ósýnilegan skatt af völdum umferðartafa og borgin á auðvitað að leggja sig fram um að hafa þessar tafir sem minnstar,“ segir Kjartan. Því miður stefni meirihlutinn frekar að því að þrengja að umferð og auka tafatíma og þannig kostnað borgarbúa. Hann segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur og liðka aftur fyrir umferð á þessum gatnamótum og fleirum. Það sé hægt að tryggja öryggi gangandi vegfarenda með öðrum hætti en þessum. Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við ökumenn á gatnamótunum á háannatíma, um klukkan fjögur, og sögðu flestir að breytingarnar væru afleitar og umferðin hefði stóraukist. „Umferðin er ömurleg á þessum tíma,“ sagði einn og að framkvæmdirnar væru gerðar á vitlausum tíma. Annar sagði fólki væri að fjölga í hverfinu en á sama tíma væri verið að reyna að draga úr umferð. Það færi ekki saman. Bjarki ræddi einnig við Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn lagði fram tillögu í ágúst um að borgaryfirvöld myndu hætta við framkvæmdirnar. Þá lagðist flokkurinn einnig gegn þrengingum sem er að finna í breytingunum og vöruðu við því að það myndi valda töfum. Kjartan segir þetta nú búið að raungerast og borgin ætti því að hverfa frá breytingunum. Kjartan sagðist eiga von á því að tillagan yrði tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á morgun. „Ég þori ekki að segja um það,“ segir Kjartan um það þegar hann er spurður um afdrif tillögunnar á morgun. Líklegt sé að það verði ekki orðið við henni. Framkvæmdirnar séu komnar það langt á veg. Um framkvæmdirnar segir á vef borgarinnar: „Framkvæmdin felur í sér endurnýjun umferðarljósa á 5 gatnamótum á Höfðabakka, við Stórhöfða, Dvergshöfða, Bíldshöfða, Vesturlandsveg og Bæjarháls. Einnig verða gerðar endurbætur með tilliti til umferðaröryggis á gatnamótunum. Við Stórhöfða, Dvergshöfða og Bíldshöfða verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar og götulýsing bætt. Á Höfðabakkabrú við Vesturlandsveg verða gerðar endurbætur á gönguleiðum og götulýsing bætt. Gálgastaurar umferðarljósa verða fjarlægðir og umferðarljósastaurar staðsettir á nýjum stöðum. Austan megin á Höfðabakka eru vinstribeygjureinar aðskildar frá akreinum til norðurs með eyju. Yfirlitsmynd frá Reykjavíkurborg sem sýnir hvar framkvæmdirnar eru. Reykjavíkurborg Við Bæjarháls verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar, hægribeygjuframhjáhlaup fjarlægð og götulýsing bætt. Á hægribeygjuframhjáhlaup sem ekki verða með umferðarljósum verða settar malbikaðar upphækkanir. Gert er ráð fyrir að unnið sé við ein gatnamót í einu þó að möguleiki sé á að skörun verði á milli gatnamóta með einhverja verkhluta.“ Borga ósýnilegan skatt vegna umferðartafa Kjartan segist skilja gremju íbúa afar vel. „Höfðabakkinn og þessi gatnamót eru mjög mikilvæg fyrir umferð, ekki bara fyrir Árbæinn, heldur fyrir stórt svæði hérna í austurhluta borgarinnar. Grafarvog, Breiðholt, Grafarholt og svo framvegis. Það er ekki á tafirnar bætandi. Fólk er að borga nú þegar mjög háan ósýnilegan skatt af völdum umferðartafa og borgin á auðvitað að leggja sig fram um að hafa þessar tafir sem minnstar,“ segir Kjartan. Því miður stefni meirihlutinn frekar að því að þrengja að umferð og auka tafatíma og þannig kostnað borgarbúa. Hann segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur og liðka aftur fyrir umferð á þessum gatnamótum og fleirum. Það sé hægt að tryggja öryggi gangandi vegfarenda með öðrum hætti en þessum.
Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira