Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2025 07:01 Hugmyndir eru uppi í Ísrael um að innlima um 80 prósent Vesturbakkans. Getty/Amir Levy Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja að Ísraelsmenn myndu fara yfir „rauða línu“ ef þeir innlimuðu Vesturbakkann. Þá myndi það gera út um möguleikann á svokallaðri „tveggja ríkja lausn“ á deilu Ísrael og Palestínumanna. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, hefur lagt fram tillögu að innlimun nær alls Vesturbakkans. Um það bil 700 þúsund gyðingar búa nú á Vesturbakkanum og 3,3 milljónir Palestínumanna. Reistar hafa verið um það bil 160 landtökubyggðir, sem eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Lana Nusseibeh, háttsettur embættismaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, segir áætlun Smotrich grafa undan sáttmála sem Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og Marokkó gerðu við Ísrael árið 2020. Sáttmálinn, kenndur við Abraham, fól meðal annars í sér að þáverandi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu hét því að setja allar fyrirætlanir um að innlima hluta Vesturbakkans á hilluna. Margir núverandi samstarfsmenn Netanyahu hafa hins vegar löngum talað fyrir innlimun svæðisins, að hluta eða í heild. Mögulega hafa yfirlýsingar erlendra ríkja um að viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki hvatt menn til að hraða slíkum áætlunum. Netanyahu hefur sjálfur sagt að viðurkenning Palestínu jafngilti því að verðlauna Hamas fyrir árásirnar á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023. Þegar Smotrich kynnti hugmyndirnar um innlimun sagði hann tímabært að slá hugmyndir um skiptingu landsins og stofnun „hryðjuverkaríkis“ á miðju svæðinu algjörlega út af borðinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, hefur lagt fram tillögu að innlimun nær alls Vesturbakkans. Um það bil 700 þúsund gyðingar búa nú á Vesturbakkanum og 3,3 milljónir Palestínumanna. Reistar hafa verið um það bil 160 landtökubyggðir, sem eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Lana Nusseibeh, háttsettur embættismaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, segir áætlun Smotrich grafa undan sáttmála sem Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og Marokkó gerðu við Ísrael árið 2020. Sáttmálinn, kenndur við Abraham, fól meðal annars í sér að þáverandi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu hét því að setja allar fyrirætlanir um að innlima hluta Vesturbakkans á hilluna. Margir núverandi samstarfsmenn Netanyahu hafa hins vegar löngum talað fyrir innlimun svæðisins, að hluta eða í heild. Mögulega hafa yfirlýsingar erlendra ríkja um að viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki hvatt menn til að hraða slíkum áætlunum. Netanyahu hefur sjálfur sagt að viðurkenning Palestínu jafngilti því að verðlauna Hamas fyrir árásirnar á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023. Þegar Smotrich kynnti hugmyndirnar um innlimun sagði hann tímabært að slá hugmyndir um skiptingu landsins og stofnun „hryðjuverkaríkis“ á miðju svæðinu algjörlega út af borðinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira