Innlent

Jarð­skjálfti að stærð 3,7 í norð­vestan­verðri öskju Bárðar­bungu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ragnar Axelsson flaug yfir Bárðarbungu og myndaði.
Ragnar Axelsson flaug yfir Bárðarbungu og myndaði. Vísir/RAX

Jarðskjálfti að stærð 3,7 mældist klukkan tíu í morgun í 0,7 kílómetrum norður af Bárðarbungu. Stórir skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu reglulega síðustu mánuði.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftinn hafi mælst í norðvestanverðri öskjunni og að skjálftar af þessari stærð séu nokkuð algengir í Bárðarbungu.

Síðast mældist skjálfti yfir 3 að stærð þann 27. júlí síðastliðinn en sá mældist 5,2 að stærð. Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar.


Tengdar fréttir

Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu

Jarðskjálfti að stærð 3,6 mældist í Bárðarbungu í hádeginu, klukkan 12:42. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að skjálftar af svipaðri stærð séu nokkuð algengir á svæðinu.

Jöklar hér á landi minnkað um eina Lúxemborg

Um 50 jöklar hafa nú þegar horfið hér á landi og heldur hopun þeirra áfram að hraðast sökum loftslagsbreytinga. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir einn fallegasta jökul Austurlands vera meðal þeirra næstu í röðinni til að hverfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×