Innlent

Bein út­sending: Kynna stóru mál ríkis­stjórnarinnar í vetur

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra boða til fréttamannafundar klukkan tíu þar sem þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar vegna komandi þingvetrar verður kynnt.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra boða til fréttamannafundar klukkan tíu þar sem þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar vegna komandi þingvetrar verður kynnt. Vísir/Anton Brink

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynna þingmálaskrá vegna komandi þingvetrar á blaðamannafundi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ríflega 150 mál í þingmálaskránni, sum endurflutt og önnur ný af nálinni. Líkt og venja er eru það einnig mismörg mál sem hver ráðherra hyggst leggja fyrir þingið hverju sinni.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra munu kynna þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir 157. löggjafarþing á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu klukkan 10.

Það verður nóg um að vera í pólitíkinni í dag en þingsetningarathöfn hefst klukkan 13:30 á eftir. Annað kvöld mun forsætisráðherra svo flytja stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana. Á fimmtudag mælir fjármála- og efnahagsráðherra svo fyrir fjárlögum næsta árs sem kynnt voru í gær.

Bein útsending verður frá fundinum á Vísi auk þess sem honum verður gerð skil í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið vaktinni ef hún birtist ekki strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×