Veður

Dá­lítil rigning og lægðir á sveimi

Atli Ísleifsson skrifar
Það verður lengst af bjart suðvestanlands, þar sem hiti getur farið í sextán stig.
Það verður lengst af bjart suðvestanlands, þar sem hiti getur farið í sextán stig. Vísir/Vilhelm

Lægðir eru á sveimi í kringum Ísland í dag og verður áttin áfram norðaustlæg – stekkingur á Vestfjörðum en annars hægari.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði dálítil rigning eða súld með köflum fyrripart dags, en rigning seinnipartinn fyrir norðan. Sunnan heiða verði úrkomulítið í dag og lengst af bjart suðvestanlands, þar sem hiti getur farið í sextán stig.

„Í kvöld hvessir á Vestfjörðum, þar verður norðaustan hvassviðri í nótt. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Norðaustlæg átt á morgun, 8-15 en hægari fyrir austan. Víða rigning eða skúrir. Hiti 7 til 14 stig, en heldur svalara á Vestfjörðum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag. Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Breytileg átt 5-10 m/s, en norðaustan 10-15 norðvestantil. Rigning eða skúrir, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Hiti 7 til 14 stig, en heldur svalara á Vestfjörðum.

Á sunnudag: Austan og norðaustan 5-13 og rigning, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti breytist lítið.

Á mánudag: Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8. Skýjað og smá súld austanlands, en léttir til um landið vestanvert. Hiti 7 til 13 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag: Norðaustlæg átt, skýjað og dálítil væta af og til í flestum landshlutum. Kólnar smám saman í veðri.

Á fimmtudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt, skýjað með köflum en úrkomulítið. Hiti 4 til 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×