Sport

Krísa í Kansas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikstjórnendurnir Patrick Mahomes og Jalen Hurts heilsast eftir leik.
Leikstjórnendurnir Patrick Mahomes og Jalen Hurts heilsast eftir leik. vísir/getty

Liðin sem mættust í Super Bowl í upphafi ársins mættust í annarri leikviku NFL-deildarinnar í gær. Niðurstaðan var sú sama og í febrúar.

Philadelphia Eagles sýndi í gær að liðið er enn skrefi á undan Kansas City Chiefs en liðið fór á heimavöll Höfðingjanna og vann með þremur stigum, 20-17.

Meistarar Eagles með fullt hús en Kansas hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum en það hefur ekki gerst síðan Patrick Mahomes varð leikstjórnandi liðsins.

Cincinnati Bengals er líka búið að vinna sína fyrstu leiki en liðið varð fyrir alvöru áfalli í gær. Leikstjórnandi liðsins, Joe Burrow, meiddist og gæti verið frá í þrjá mánuði.

Ljónin frá Detroit voru líflaus í fyrstu umferð en sýndu sitt rétta andlit með því að skora 52 stig gegn Chicago.

Buffalo Bills og Baltimore Ravens unnu svo þægilega sigra á sínum andstæðingum.

Úrslit helgarinnar:

Vikings - Falcons 6-22

Packers - Commanders 27-18

Cowboys - Giants 40-37

Lions - Bears 52-21

Titans - Rams 19-33

Dolphins - Patriots 27-33

Saints - 49ers 21-26

Jets - Bills 10-30

Steelers - Seahawks 17-31

Ravens - Browns 41-17

Colts - Broncos 29-28

Cardinals - Panthers 27-22

Chiefs - Eagles 17-20

Í nótt:

Texans - Bucs

Raiders - Chargers




Fleiri fréttir

Sjá meira


×