Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. september 2025 12:15 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. vísir/ívar Stjórnmálafræðingur segir bilið á milli kosningaþátttöku háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra aukast með árunum. Í þingkosningunum á síðasta ári munaði rúmum 20 prósentustigum á milli þessara hópa í sumum kjördæmum sem sé merki um aukna samfélagslega aðgreiningu að hennar mati. Hagstofan birti í gær greiningu á kosningaþátttöku eftir menntun fyrir alþingiskosningar árin 2021 og 2024 í fyrsta sinn síðan hún hóf miðlun kosningaskýrslna. Hlutfall kosningaþátttöku eftir menntastigum er að mestu leyti það sama á milli kosninga eða 86,8 prósent á meðal háskólamenntaðra, um 81 prósent meðal framhaldsskólamenntaðra og um 71 prósent meðal grunnskólamenntaðra. „Þetta kom mér ekki á óvart“ Töluverður munur er á kosningaþátttöku eftir menntun. Í sumum kjördæmum nemur það rúmlega 20 prósentustigum. Sem dæmi má nefna Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem þátttaka mældist 65,8 prósent meðal grunnskólamenntaðra en 86,1 prósent meðal háskólamenntaðra. Tölur frá Hagstofunnihagstofa Íslands Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði í stjórnendateymi íslensku kosningarannsóknarinnar, segir tölfræðina sýna viðvarandi þróun. „Þetta kom mér ekki á óvart. Við höfum séð það í gegnum árin, bæði í gegnum íslensku kosningarannsókninni og erlendis að þeir sem eru með minni menntun eru ólíklegri til að kjósa. Það bil virðist vera að aukast. Þeir sem eru með meiri menntun eru enn líklegri til að kjósa í dag en áður og þeir sem eru með minni menntun ólíklegri.“ Átök beri árangur Um áhyggjuefni sé að ræða. Háskólamenntun aukist með árunum en einnig sundrung á milli hópa. „Menntun í samfélaginu hefur almennt verið að aukast. Það getur bent til þess að þessi gjá ef maður getur orðað það þannig á milli þeirra sem eru með menntun og þeirra sem eru ekki með menntun sé að aukast. Þetta bendir til þess að það sé mögulega að verða meiri aðgreining í samfélaginu eftir menntun.“ Einnig sé um að ræða merki um dræma kosningaþátttöku ungs fólks. Hún biðlar til skólakerfisins og stjórnvalda að hjálpa nýjum kjósendum að komast inn í stjórnmálaumræðu hér á landi. „í alþingiskosningunum 2016. Þá var farið í sérstakt átak til auka þátttöku ungs fólks. Við sáum alveg að það ber árangur. Við vitum þegar að stjórnvöld og sveitarfélög grípa til aðgerða til að ýta undir þátttöku þá ber það árangur. Ég hvet sveitarstjórnir og stjórnvöld eindregið til að gera það.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Hagstofan birti í gær greiningu á kosningaþátttöku eftir menntun fyrir alþingiskosningar árin 2021 og 2024 í fyrsta sinn síðan hún hóf miðlun kosningaskýrslna. Hlutfall kosningaþátttöku eftir menntastigum er að mestu leyti það sama á milli kosninga eða 86,8 prósent á meðal háskólamenntaðra, um 81 prósent meðal framhaldsskólamenntaðra og um 71 prósent meðal grunnskólamenntaðra. „Þetta kom mér ekki á óvart“ Töluverður munur er á kosningaþátttöku eftir menntun. Í sumum kjördæmum nemur það rúmlega 20 prósentustigum. Sem dæmi má nefna Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem þátttaka mældist 65,8 prósent meðal grunnskólamenntaðra en 86,1 prósent meðal háskólamenntaðra. Tölur frá Hagstofunnihagstofa Íslands Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði í stjórnendateymi íslensku kosningarannsóknarinnar, segir tölfræðina sýna viðvarandi þróun. „Þetta kom mér ekki á óvart. Við höfum séð það í gegnum árin, bæði í gegnum íslensku kosningarannsókninni og erlendis að þeir sem eru með minni menntun eru ólíklegri til að kjósa. Það bil virðist vera að aukast. Þeir sem eru með meiri menntun eru enn líklegri til að kjósa í dag en áður og þeir sem eru með minni menntun ólíklegri.“ Átök beri árangur Um áhyggjuefni sé að ræða. Háskólamenntun aukist með árunum en einnig sundrung á milli hópa. „Menntun í samfélaginu hefur almennt verið að aukast. Það getur bent til þess að þessi gjá ef maður getur orðað það þannig á milli þeirra sem eru með menntun og þeirra sem eru ekki með menntun sé að aukast. Þetta bendir til þess að það sé mögulega að verða meiri aðgreining í samfélaginu eftir menntun.“ Einnig sé um að ræða merki um dræma kosningaþátttöku ungs fólks. Hún biðlar til skólakerfisins og stjórnvalda að hjálpa nýjum kjósendum að komast inn í stjórnmálaumræðu hér á landi. „í alþingiskosningunum 2016. Þá var farið í sérstakt átak til auka þátttöku ungs fólks. Við sáum alveg að það ber árangur. Við vitum þegar að stjórnvöld og sveitarfélög grípa til aðgerða til að ýta undir þátttöku þá ber það árangur. Ég hvet sveitarstjórnir og stjórnvöld eindregið til að gera það.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira