Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2025 16:27 Olíuvinnsla er ein helsta tekjulind rússneska ríkisins. Getty Forsvarsmenn opinbers rússnesks félags sem rekur olíuleiðslur þar í landi hefur varað framleiðendur við því að þeir gætu þurft draga úr flæðinu vegna drónaárása. Úkraínumenn hafa lagt sérstaka áherslu á árásir á innviði olíuframleiðslu í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Félagið Transneft sér um að flytja rúmlega átta prósent af þeirri olíu sem dælt er úr jörðu í Rússlandi til vinnslustöðva. Forsvarsmenn félagsins leyfa ekki olíuframleiðendum að geyma olíu í leiðslunum lengur og hafa varað við því að mögulegt sé að draga þurfi úr framleiðslu vegna árásanna, verði olíuleiðslurnar og dælustöðvar fyrir frekari árásum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir nokkrum heimildarmönnum sínum úr orkugeira Rússlands. Úkraínumenn hafa notað dróna til að gera árásir á að minnsta kosti tíu vinnslustöðvar í Rússlandi, auk innviða sem tengjast framleiðslunni. Í einhverjum tilfellum hafa þeir ráðist á sömu skotmörkin oftar en einu sinni til að valda frekari skemmdum á þeim. Sjá einnig: Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Þetta hefur dregið töluvert úr framleiðslugetu Rússa en um tíma fór samdrátturinn nærri því í tuttugu prósent af heildarframleiðslunni. Viðgerðir hafa farið fram í Rússlandi en í einhverjum tilfellum hafa refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi gert ráðamönnum þar erfitt um vik með að laga þá innviði sem þarf að laga og viðhalda vinnslustöðvum. Sala á jarðgasi, olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Eins og fram kemur í grein Reuters hefur frá þriðjungi til helmings allra tekna rússneska ríkisins á undanförnum árum komið til vegna sölu á olíuvörum eða jarðgasi. Ráðamenn í Rússlandi hafa hingað til lítið sem ekkert sagt opinberlega um árásirnar á olíuvinnsluna eða afleiðingar hennar. Um níu prósent af allri olíuframleiðslu heims á sér stað í Rússlandi. Mest öll sala Rússlands fer nú til Kína og Indlands en nokkur lönd í Evrópu, aðallega Ungverjaland og Slóvakía, kaupa enn olíu og gas af Rússlandi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að árásir Úkraínumanna hafi valdið miklum skaða í Rússlandi. Meðal annars hefur hann sagt að árásirnar séu þær refsiaðgerðir fyrir innrásina sem virki hvað best. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Úkraína Hernaður Tengdar fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. 15. september 2025 13:33 Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 13. september 2025 16:40 Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. 11. september 2025 18:53 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira
Félagið Transneft sér um að flytja rúmlega átta prósent af þeirri olíu sem dælt er úr jörðu í Rússlandi til vinnslustöðva. Forsvarsmenn félagsins leyfa ekki olíuframleiðendum að geyma olíu í leiðslunum lengur og hafa varað við því að mögulegt sé að draga þurfi úr framleiðslu vegna árásanna, verði olíuleiðslurnar og dælustöðvar fyrir frekari árásum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir nokkrum heimildarmönnum sínum úr orkugeira Rússlands. Úkraínumenn hafa notað dróna til að gera árásir á að minnsta kosti tíu vinnslustöðvar í Rússlandi, auk innviða sem tengjast framleiðslunni. Í einhverjum tilfellum hafa þeir ráðist á sömu skotmörkin oftar en einu sinni til að valda frekari skemmdum á þeim. Sjá einnig: Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Þetta hefur dregið töluvert úr framleiðslugetu Rússa en um tíma fór samdrátturinn nærri því í tuttugu prósent af heildarframleiðslunni. Viðgerðir hafa farið fram í Rússlandi en í einhverjum tilfellum hafa refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi gert ráðamönnum þar erfitt um vik með að laga þá innviði sem þarf að laga og viðhalda vinnslustöðvum. Sala á jarðgasi, olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Eins og fram kemur í grein Reuters hefur frá þriðjungi til helmings allra tekna rússneska ríkisins á undanförnum árum komið til vegna sölu á olíuvörum eða jarðgasi. Ráðamenn í Rússlandi hafa hingað til lítið sem ekkert sagt opinberlega um árásirnar á olíuvinnsluna eða afleiðingar hennar. Um níu prósent af allri olíuframleiðslu heims á sér stað í Rússlandi. Mest öll sala Rússlands fer nú til Kína og Indlands en nokkur lönd í Evrópu, aðallega Ungverjaland og Slóvakía, kaupa enn olíu og gas af Rússlandi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að árásir Úkraínumanna hafi valdið miklum skaða í Rússlandi. Meðal annars hefur hann sagt að árásirnar séu þær refsiaðgerðir fyrir innrásina sem virki hvað best.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Úkraína Hernaður Tengdar fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. 15. september 2025 13:33 Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 13. september 2025 16:40 Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. 11. september 2025 18:53 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira
NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46
Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. 15. september 2025 13:33
Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 13. september 2025 16:40
Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. 11. september 2025 18:53