Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Agnar Már Másson skrifar 17. september 2025 20:00 Þó Magnea Gná segi að traust ríki í garð oddvitans hefur það vissulega hvarflað að henni að sækjast sjálf eftir oddvitasætinu. Það liggur þó ekki fyrir hvernig valið verður á lista flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Samsett Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig aftur fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor og kveðst ekki ætla að skorast undan ábyrgð ef flokksmenn vilji jafnvel að hún leiði listann. Hún segir þó að traust ríki í garð núverandi oddvita en fylgi flokksins hefur dvínað verulega frá síðustu kosningum. Magnea segist aðspurð í samtali við Vísi að hún eigi eftir að taka ákvörðun um hvort hún muni sækjast eftir oddvitasætinu sem nú er skipað Einari Þorsteinssyni, sem gerði það ljóst í gæt að hann vilji áfram leiða listann í sveitarstjórnarkosningum í vor. „Ég ætla að bjóða mig aftur til borgarstjórnar,“ segr Magnea. „En hvar á lista ég verð liggur ekki fyrir.“ Aðalatriðið sé að hún skipi sæti sem „gagnist flokknum sem best.“ Gengið verður til kosninga laugardaginn 16. maí og ljóst að spennandi átta mánuðir eru fram undan. Kveðst þó enn treysta Einari Einar, fyrrverandi borgarstjóri, sagði við Vísi á mánudag að hann hyggðist gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum. Fylgismælingar úr Reykjavík sýna aftur á móti að flokkurinn njóti aðeins stuðnings þriggja prósenta borgarbúa. Ríkir enn traust til Einars? „Já, það er það,“ svarar hún, „og við vinnum frekar náið saman.“ Hvað fylgi í könnunum varðar vísar hún til þess að fylgi flokksins hafi hríðlækkað þegar Framsókn gekk í samstarf með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. „Ég held að það sé gott traust innan flokksins og ég held að við eigum alveg meira inni en kannanir gefa til kynna,“ segir hún og bendir á að á sama tíma fyrir síðustu kosningar hafi fylgi Framsóknar verið svipað og það er nú. Það kom nokkuð á óvart þegar Einar ákvað að slíta borgarstjórnarsamstarfinu í febrúar síðastliðnum. Til stóð að mynda nýjan meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins en planið fór út um þúfur þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Segir fólk hafa komið að orði við sig Magnea er yngsti sitjandi borgarfulltrúinn, fædd 1997, en hún skipaði þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins þegar hann vann stórsigur í borgarstjórnarkosningum 2022 með Einar í stafni en með þeim í borgarstjórn eru framsóknarmennirnir Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson. Hefurðu verið hvött til þess að leiða listann? „Ég hef fengið hvatningar úr ýmsum áttum og þetta er meðal þess sem hefur verið talað við mig um, en ég bara met það seinna þegar að því kemur,“ svarar hún. „Akkúrat núna erum við að ákveða hvernig við ætlum að velja á lista og svo liggur ekki fyrir hverjir verða í framboði eða hvernig það verður. En ég held að það yrði óábyrgt af mér að segja nei núna. En ég skorast ekki undan ábyrgð.“ Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Magnea segist aðspurð í samtali við Vísi að hún eigi eftir að taka ákvörðun um hvort hún muni sækjast eftir oddvitasætinu sem nú er skipað Einari Þorsteinssyni, sem gerði það ljóst í gæt að hann vilji áfram leiða listann í sveitarstjórnarkosningum í vor. „Ég ætla að bjóða mig aftur til borgarstjórnar,“ segr Magnea. „En hvar á lista ég verð liggur ekki fyrir.“ Aðalatriðið sé að hún skipi sæti sem „gagnist flokknum sem best.“ Gengið verður til kosninga laugardaginn 16. maí og ljóst að spennandi átta mánuðir eru fram undan. Kveðst þó enn treysta Einari Einar, fyrrverandi borgarstjóri, sagði við Vísi á mánudag að hann hyggðist gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum. Fylgismælingar úr Reykjavík sýna aftur á móti að flokkurinn njóti aðeins stuðnings þriggja prósenta borgarbúa. Ríkir enn traust til Einars? „Já, það er það,“ svarar hún, „og við vinnum frekar náið saman.“ Hvað fylgi í könnunum varðar vísar hún til þess að fylgi flokksins hafi hríðlækkað þegar Framsókn gekk í samstarf með Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. „Ég held að það sé gott traust innan flokksins og ég held að við eigum alveg meira inni en kannanir gefa til kynna,“ segir hún og bendir á að á sama tíma fyrir síðustu kosningar hafi fylgi Framsóknar verið svipað og það er nú. Það kom nokkuð á óvart þegar Einar ákvað að slíta borgarstjórnarsamstarfinu í febrúar síðastliðnum. Til stóð að mynda nýjan meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins en planið fór út um þúfur þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Segir fólk hafa komið að orði við sig Magnea er yngsti sitjandi borgarfulltrúinn, fædd 1997, en hún skipaði þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins þegar hann vann stórsigur í borgarstjórnarkosningum 2022 með Einar í stafni en með þeim í borgarstjórn eru framsóknarmennirnir Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson. Hefurðu verið hvött til þess að leiða listann? „Ég hef fengið hvatningar úr ýmsum áttum og þetta er meðal þess sem hefur verið talað við mig um, en ég bara met það seinna þegar að því kemur,“ svarar hún. „Akkúrat núna erum við að ákveða hvernig við ætlum að velja á lista og svo liggur ekki fyrir hverjir verða í framboði eða hvernig það verður. En ég held að það yrði óábyrgt af mér að segja nei núna. En ég skorast ekki undan ábyrgð.“
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?