Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. september 2025 13:25 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun mikilvægt að tryggja lóðaframboð í takt við íbúafjölgun. Vaxtamörk sveitarfélaga megi ekki vinna gegn því markmiði og hinda uppbyggingu. Vísir/Anton Brink Ótækt er að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vöxt annars, segir félags- og húsnæðismálaráðherra. Kallað hefur verið eftir því að heimildir sveitarfélaga til þess að beita eiginlegu neitunarvaldi gagnvart uppbyggingu verði þrengdar. Ráðherra segir það til skoðunar Vaxtamörk sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru skilgreind í svæðisskipulagi og eru í raun afmörkun á því svæði þar sem heimilt er að byggja. Hagsmunasamtök á borð við Samtök iðnaðarins og ýmsir borgar- og bæjarfulltrúar hafa ítrekað bent á að forsendur gildandi skipulags, sem nær til ársins 2040, séu brostnar þar sem fólksfjölgun er umfram væntingar. Þegar eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu vill breyta skilgreindum vaxtamörkum þarf samþykki allra sveitarfélaga fyrir því. Sveitarfélög hafa því eiginlegt neitunarvald og hefur bæjarstjóri Kópavogs sagt að Reykjavíkurborg hafi þannig staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðum utan skilgreindra marka Fjölmargir hafa kallað eftir aðgerðum og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurborg lagði í fyrra fram tillögu þar sem óskað var eftir samtali við nágrannasveitarfélög um endurskilgreiningu vaxtamarka á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brink Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að þessu verði breytt á þann hátt að breytingar á skipulagi verði háðar samþykki aukins meirihluta, en ekki allra. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að frumvarpið væri að mörgu leyti til fyrirmyndar. „Mér persónulega, ef ég á að segja það alveg frá mínum bæjardyrum séð, finnst algjörlega ótækt að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vaxtamörk annars hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Inga. „Þetta minnir mig svolítið á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem ég er nú ekkert allt of spennt fyrir, að ein þjóð geti bara hreinlega hamlað öllu sem þar fer fram.“ Unnið í sátt og samlyndi Málið sé til skoðunar innan ráðuneytis hennar. „Mér hugnast ekki svona samkrull þar sem eitt sveitarfélag getur í rauninni ráðið afdrifum annars hvað lýtur að vaxtarmörkum þannig að við erum virkilega að vinna í málinu,“ sagði Inga sem benti þó einnig á sjálfstæði sveitarfélaganna. „Þetta er náttúrlega samningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þau verða þá kannski líka að sýna sjálfstæði sitt í því að stokka það upp. Það gæti verið til bóta fyrir okkur öll hin. En í sátt og samlyndi munum við vinna þetta saman.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Vaxtamörk sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru skilgreind í svæðisskipulagi og eru í raun afmörkun á því svæði þar sem heimilt er að byggja. Hagsmunasamtök á borð við Samtök iðnaðarins og ýmsir borgar- og bæjarfulltrúar hafa ítrekað bent á að forsendur gildandi skipulags, sem nær til ársins 2040, séu brostnar þar sem fólksfjölgun er umfram væntingar. Þegar eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu vill breyta skilgreindum vaxtamörkum þarf samþykki allra sveitarfélaga fyrir því. Sveitarfélög hafa því eiginlegt neitunarvald og hefur bæjarstjóri Kópavogs sagt að Reykjavíkurborg hafi þannig staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðum utan skilgreindra marka Fjölmargir hafa kallað eftir aðgerðum og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurborg lagði í fyrra fram tillögu þar sem óskað var eftir samtali við nágrannasveitarfélög um endurskilgreiningu vaxtamarka á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brink Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að þessu verði breytt á þann hátt að breytingar á skipulagi verði háðar samþykki aukins meirihluta, en ekki allra. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að frumvarpið væri að mörgu leyti til fyrirmyndar. „Mér persónulega, ef ég á að segja það alveg frá mínum bæjardyrum séð, finnst algjörlega ótækt að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vaxtamörk annars hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Inga. „Þetta minnir mig svolítið á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem ég er nú ekkert allt of spennt fyrir, að ein þjóð geti bara hreinlega hamlað öllu sem þar fer fram.“ Unnið í sátt og samlyndi Málið sé til skoðunar innan ráðuneytis hennar. „Mér hugnast ekki svona samkrull þar sem eitt sveitarfélag getur í rauninni ráðið afdrifum annars hvað lýtur að vaxtarmörkum þannig að við erum virkilega að vinna í málinu,“ sagði Inga sem benti þó einnig á sjálfstæði sveitarfélaganna. „Þetta er náttúrlega samningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þau verða þá kannski líka að sýna sjálfstæði sitt í því að stokka það upp. Það gæti verið til bóta fyrir okkur öll hin. En í sátt og samlyndi munum við vinna þetta saman.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira