Veður

Strekkings­vindur og fremur vætu­samt næstu daga

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á lanidnu í dag verður á bilinu níu til fimmtán stig. Hlýjast verður norðan heiða.
Hiti á lanidnu í dag verður á bilinu níu til fimmtán stig. Hlýjast verður norðan heiða. Vísir/Anton Brink

Vindáttin verður lengst af suðlæg og strekkings vindur inn á milli í dag og næstu daga.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði fremur vætusamt þar sem mest úrkoma verður um landið suðaustanvert og megi gera ráð fyrir talverðri rigningu á köflum á þeim slóðum.

„Norðurland og þá einkum norðausturland sleppur hvað best frá mestu úrkomunni og þar verður líka einn hlýjast.

Hámarkshitinn næstu daga gæti farið eitthvað ofurlítið yfir 15 stigin þar sem best lætur á Norðausturlandi en hvergi verður sérlega kalt og líkur á næturfrosti litlar sem engar,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Sunnan 5-13 m/s og rigning með köflum. Lengst af þurrt á Norðurlandi, en líkur á stöku skúrum. Hiti 9 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á fimmtudag: Sunnan og suðaustan 8-15 og víða talsverð rigning, en þurrt norðaustanlands fram á kvöld. Hiti 9 til 14 stig.

Á föstudag: Suðaustan 10-18 og talsverð rigning, einkum á suðaustanverðu landinu, en úrkomuminna norðaustanlands. Fremur hlýtt.

Á laugardag: Suðlæg átt og skúrir, en bjart á Norðausturlandi. Heldur svalara.

Á sunnudag: Suðlæg átt og dálítil væta, en vaxandi suðaustanátt og fer að rigna sunnan- og vestanlands síðdegis. Hiti 8 til 13 stig.

Á mánudag: Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu en lengst af þurrt á Norðausturlandi. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×