Erlent

Duterte á­kærður fyrir glæpi gegn mann­kyninu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Duterte er fyrsti Asíuleiðtoginn sem er ákærður fyrir dómstólnum í Haag. 
Duterte er fyrsti Asíuleiðtoginn sem er ákærður fyrir dómstólnum í Haag.  AP/Bullit Marquez

Fyrrverandi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte hefur nú verið formlega ákærður fyrir glæpi gegn mannskyninu, en hann er nú varðhaldi hjá Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag í Hollandi.

Duterte, sem er áttræður, er sakaður um að bera persónulega ábyrgð á tugum morða sem framin voru í landi hans þegar hann sagðist vera að skera upp herör gegn fíkniefnasölum. Á meðan á ástandinu stóð er talið að þúsundir manna hafi verið teknar af lífi án dóms og laga og að í mörgum tilfella hafi verið um saklaust fólk að ræða.

Ákæran gegn Duterte var lögð fram gegn honum í sumar en hún var ekki gerð opinber fyrr en nú. Allt í allt er talið að um 6000 manns hafi dáið í hreinsununum og sumir tala um tugi þúsunda, en forsetinn fyrrverandi er aðeins formlega ákærður í nokkrum málum, þar á meðal þegar fjórtán einstaklingar voru teknir af lífi í aðgerð sem náði um allt landið og einnig þegar um 45 þorpsbúar voru drepnir í einni og sömu aðgerð lögreglu.

Duterte hefur aldrei beðist afsökunar á gjörðum sínum og heldur því enn fram að hann hafi verið að frelsa land sitt undan oki glæpamanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×