Örlög hjartanna enn óráðin Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2025 14:01 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í júlí að málið væri komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. Vísir Málefni hjartanna á umferðarljósunum á Akureyri eru enn til skoðunar í innviðaráðuneytinu. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í júní síðastliðinn þegar Vegagerðin óskaði eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun í umferðarljósum, sem einkennt hafi bæinn um árabil, yrðu fjarlægð. Taldi Vegagerðin að hjörtun ógnuðu umferðaröryggi. Ljóst er að mörgum er annt um hjörtun og var málið tekið upp á þingi í júlí þar sem Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, spurði Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra út í hjörtun í tegslum við umræðu um umferðaröryggismál. „Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í sautján ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagðist skilja að Vegagerðin beri að huga að umferðaröryggi og sagðist hún hafa fullan skilning á því. „En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og til dæmis beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri,“ sagði Ingibjörg og spurði svo hvort ráðherrann myndi leggjast á árarnar með fólki sem vilji halda hjartaumferðarljósunum óbreyttum. Málið til skoðunar Eyjólfur sagðist þá fagna fyrirspurninni og sagði málið vera komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. „Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn sem nokkrum erfiðleikum. Þá hló þingheimur, líkt og sjá má í spilaranum að neðan. Akureyri Umferðaröryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22 Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í júní síðastliðinn þegar Vegagerðin óskaði eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun í umferðarljósum, sem einkennt hafi bæinn um árabil, yrðu fjarlægð. Taldi Vegagerðin að hjörtun ógnuðu umferðaröryggi. Ljóst er að mörgum er annt um hjörtun og var málið tekið upp á þingi í júlí þar sem Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, spurði Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra út í hjörtun í tegslum við umræðu um umferðaröryggismál. „Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í sautján ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagðist skilja að Vegagerðin beri að huga að umferðaröryggi og sagðist hún hafa fullan skilning á því. „En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og til dæmis beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri,“ sagði Ingibjörg og spurði svo hvort ráðherrann myndi leggjast á árarnar með fólki sem vilji halda hjartaumferðarljósunum óbreyttum. Málið til skoðunar Eyjólfur sagðist þá fagna fyrirspurninni og sagði málið vera komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. „Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn sem nokkrum erfiðleikum. Þá hló þingheimur, líkt og sjá má í spilaranum að neðan.
Akureyri Umferðaröryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22 Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22
Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59