Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2025 12:55 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir þrjár leiðir í raun færar til að bregðast við aukinni veðmálastarfsemi hér á landi. vísir/samsett Þrátt fyrir að erlend veðmálastarfsemi sé ólögleg hér á landi eru Íslendingar ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Þetta kom fram í máli dómsmálaráðherra í sérstakri umræðu um starfsemina á Alþingi. Finna þurfi leið til þess að ná utan um málið og ein þeirra sé að leyfa starfsemina og setja regluverk um hana. Efnt var til sérstakrar umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í morgun að beiðni Sigurþóru Steinunnar Bergsdóttur, þingmanns Samfylkingar. Veðmálastarfsemi er bönnuð hér á landi án sérstakrar undanþágu, líkt og happdrættin til dæmis hafa. Samkvæmt rannsóknum hefur umfang hennar vaxið verulega á síðustu árum þrátt fyrir það. Sigurþóra vísaði til áberandi auglýsinga erlendra veðmálafyrirtækja, í trássi við lög. „Þau styrkja hlaðvörp um knattspyrnu og jafnvel stjórnmál, þau hafa komið að viðburðum líkt og útilegum menntaskólanema. Við sjáum tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavalda klæðast fatnaði merktum þessum fyrirtækjum, bæði í vinnu og frístundum. Þannig er ólögleg starfsemi orðin eðlileg í augum ungs fólks,“ sagði Sigurþóra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, vísaði til rannsóknar sem sýnir að um og yfir þriðjungur átján ára karla hafi notað erlendar veðmálasíður. „Þá má gróft áætla að Íslendingar eyði um tíu til tólf milljörðum króna í fjárhættuspil á erlendum veðmálasíðum á hverju ári. Það er um helmingur af heildarumfangi happdrættismarkaðarins hér á landi. Íslendingar eru samkvæmt þessu, séu þessar tölur réttar, ein mesta veðmálaþjóð Evrópu þegar við skoðum upphæðir sem fara í veðmál miðað við höfðatölu. Og mér finnst líklegt að fjárhæðirnar hafi ekki lækkað undanfarin ár heldur þvert á móti hækkað.“ Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingkona Samfylkingar, óskaði eftir sérstakri umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í dag.vísir/EInar Þrjár leiðir séu í raun færar; að viðhalda banni líkt og nú, leyfa starfsemina eða fara millileið með takmörkunum. „Og það er kannski það sem nágrannar okkar hafa verið að gera með svokölluðu leyfiskerfi. Með slíku fyrirkomulagi þurfa veðmálafyrirtæki að sækja um leyfi til eftirlitsaðila til þess að stunda starfsemi sína og leyfið er þá bundið skilyrðum og eftirliti,“ sagði Þorbjörg. „Erlendis eru aðilar sem stunda veðmálastarfsemi gjarnan skattlagðir miðað við hreinar tekjur og jafnframt oft það fyrirkomulag að markaðsaðilar standi straum af fjármögnun við eftirlit og forvarnir. Og þetta er eitthvað til að hugsa um.“ Fjárhættuspil Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Fjármál heimilisins Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Efnt var til sérstakrar umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í morgun að beiðni Sigurþóru Steinunnar Bergsdóttur, þingmanns Samfylkingar. Veðmálastarfsemi er bönnuð hér á landi án sérstakrar undanþágu, líkt og happdrættin til dæmis hafa. Samkvæmt rannsóknum hefur umfang hennar vaxið verulega á síðustu árum þrátt fyrir það. Sigurþóra vísaði til áberandi auglýsinga erlendra veðmálafyrirtækja, í trássi við lög. „Þau styrkja hlaðvörp um knattspyrnu og jafnvel stjórnmál, þau hafa komið að viðburðum líkt og útilegum menntaskólanema. Við sjáum tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavalda klæðast fatnaði merktum þessum fyrirtækjum, bæði í vinnu og frístundum. Þannig er ólögleg starfsemi orðin eðlileg í augum ungs fólks,“ sagði Sigurþóra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, vísaði til rannsóknar sem sýnir að um og yfir þriðjungur átján ára karla hafi notað erlendar veðmálasíður. „Þá má gróft áætla að Íslendingar eyði um tíu til tólf milljörðum króna í fjárhættuspil á erlendum veðmálasíðum á hverju ári. Það er um helmingur af heildarumfangi happdrættismarkaðarins hér á landi. Íslendingar eru samkvæmt þessu, séu þessar tölur réttar, ein mesta veðmálaþjóð Evrópu þegar við skoðum upphæðir sem fara í veðmál miðað við höfðatölu. Og mér finnst líklegt að fjárhæðirnar hafi ekki lækkað undanfarin ár heldur þvert á móti hækkað.“ Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingkona Samfylkingar, óskaði eftir sérstakri umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í dag.vísir/EInar Þrjár leiðir séu í raun færar; að viðhalda banni líkt og nú, leyfa starfsemina eða fara millileið með takmörkunum. „Og það er kannski það sem nágrannar okkar hafa verið að gera með svokölluðu leyfiskerfi. Með slíku fyrirkomulagi þurfa veðmálafyrirtæki að sækja um leyfi til eftirlitsaðila til þess að stunda starfsemi sína og leyfið er þá bundið skilyrðum og eftirliti,“ sagði Þorbjörg. „Erlendis eru aðilar sem stunda veðmálastarfsemi gjarnan skattlagðir miðað við hreinar tekjur og jafnframt oft það fyrirkomulag að markaðsaðilar standi straum af fjármögnun við eftirlit og forvarnir. Og þetta er eitthvað til að hugsa um.“
Fjárhættuspil Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Fjármál heimilisins Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?